Fyrstu sólarorkudrifnu bensínstöðvarnar Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2016 09:40 Eru sólarorkudrifnar eldsneytisstöðvar framtíðin á fáförnum akstursleiðum Í Ástralíu hafa verið settar upp tvær sólarorkudrifnar eldsneytisstöðvar og eru þær algjörlega sjálfbærar með orku. Um er að ræða tvær stöðvar í margra klukkustunda aksturfjarlægð frá næstu borgum í vesturhluta Ástralíu. Sólarorkupanelar hlaða orku inná rafgeyma sem duga til að sjá fyrir því rafmagni sem til dælingu eldsneytis þarf, en mjög dýrt væri annars að leiða rafmagnslínur að þessum stöðum og halda þeim gangandi með orkuneti landsins. Ávallt er næg orka til að sjá stöðvunum fyrir 24 klukkutíma þjónustu ef skýjað er, sem er nú reyndar ekki oft á þessum stað í veröldinni. Þessi aðferð er mjög ódýr kostur og hentar vel á slíkum stöðum þar sem umferð er lítil og fáir taka eldsneyti. Engin þörf er heldur á starfsfólki á þessum stöðvum og viðskiptavinir borga með kortum og afgreiða sig sjálfir. Þessar stöðvar eru færanlegar og ef svo reynist að of lítil þörf sé á þeim á þessum stöðum er hægur leikur að færa þær að hentugri stað. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent
Í Ástralíu hafa verið settar upp tvær sólarorkudrifnar eldsneytisstöðvar og eru þær algjörlega sjálfbærar með orku. Um er að ræða tvær stöðvar í margra klukkustunda aksturfjarlægð frá næstu borgum í vesturhluta Ástralíu. Sólarorkupanelar hlaða orku inná rafgeyma sem duga til að sjá fyrir því rafmagni sem til dælingu eldsneytis þarf, en mjög dýrt væri annars að leiða rafmagnslínur að þessum stöðum og halda þeim gangandi með orkuneti landsins. Ávallt er næg orka til að sjá stöðvunum fyrir 24 klukkutíma þjónustu ef skýjað er, sem er nú reyndar ekki oft á þessum stað í veröldinni. Þessi aðferð er mjög ódýr kostur og hentar vel á slíkum stöðum þar sem umferð er lítil og fáir taka eldsneyti. Engin þörf er heldur á starfsfólki á þessum stöðvum og viðskiptavinir borga með kortum og afgreiða sig sjálfir. Þessar stöðvar eru færanlegar og ef svo reynist að of lítil þörf sé á þeim á þessum stöðum er hægur leikur að færa þær að hentugri stað.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent