Mercedes Benz GLC43 mun keppa við Audi SQ5 Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2016 09:55 Mercedes Benz GLC43. Fram að þessu hafa þeir kaupendur sem kjósa mjög öfluga jepplinga helst geta keypt Audi SQ5 og öflugri útgáfur Porsche Macan. Nú bætist einn slíkur í hópinn í formi Mercedes Benz GLC43. Hann verður í boði með 3,0 lítra vél með tveimur forþjöppum sem skilar 362 hestöflum til allra hjólanna. Þessi bíll er fær um að komast á 100 km hraða á 4,8 sekúndum og í rafrænt takmarkaðan hámarkshraða uppá 250 km/klst. Þessar framístöðutölur jafna getu Mercedes Benz C450 fólksbílsins. Við vélina er tengd 9 gíra sjálfskipting. Bíllinn aðgreinir sig að utan frá hefðbundinni gerð GLC jepplingsins með grimmari ásýnd í formi “bodykit” og með því klýfur hann loftið betur og þrýstir honum betur í malbikið. Auk þess kemur hann á 19 tommu felgum. Meira er lagt í innréttingu hans og fá má bílinn með körfusætum. Þessi nýja gerð GLC verður sýnd í næstu viku á bílasýningunni í New York. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður
Fram að þessu hafa þeir kaupendur sem kjósa mjög öfluga jepplinga helst geta keypt Audi SQ5 og öflugri útgáfur Porsche Macan. Nú bætist einn slíkur í hópinn í formi Mercedes Benz GLC43. Hann verður í boði með 3,0 lítra vél með tveimur forþjöppum sem skilar 362 hestöflum til allra hjólanna. Þessi bíll er fær um að komast á 100 km hraða á 4,8 sekúndum og í rafrænt takmarkaðan hámarkshraða uppá 250 km/klst. Þessar framístöðutölur jafna getu Mercedes Benz C450 fólksbílsins. Við vélina er tengd 9 gíra sjálfskipting. Bíllinn aðgreinir sig að utan frá hefðbundinni gerð GLC jepplingsins með grimmari ásýnd í formi “bodykit” og með því klýfur hann loftið betur og þrýstir honum betur í malbikið. Auk þess kemur hann á 19 tommu felgum. Meira er lagt í innréttingu hans og fá má bílinn með körfusætum. Þessi nýja gerð GLC verður sýnd í næstu viku á bílasýningunni í New York.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður