Fyrsti tveggja hæða Lundúnastrætó knúinn rafmagni Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2016 11:21 Eins og hefðbundinn "doubledecker" í útliti. Þessi tveggja hæða strætó í London lítur út eins og hver annar slíkur í borginni, en undir honum er enginn hefbundin drifrás heldur rafmagnsmótorar. Hann er fyrsti tveggja hæða strætó í heimi og getur ekið 290 kílómetra á fullri hleðslu. Það dugar honum til þjónustu allan daginn og því þarf ekki að hlaða strætóinn um miðjan dag, heldur aðeins á nóttunni. Þessi strætó mun auka á loftgæði fyrir íbúa London og er enn ein aðgerðin sem stuðlar að því, en borgaryfirvöld þar er mjög umhugað um að bæta loftgæði og leita allra leiða til þess. Teknir verða í notkun 5 svona rafstrætóar í fyrstu sem aka munu London Route 98 milli Willesden og Russell Square frá og með næsta mánuði. Fleiri munu svo fylgja í kjölfarið, en það mun þó ekki gerast á neinum ógnarhraða og ef til vill er meginástæðan sú að hver svona vagn kostar 63,5 milljónir króna. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent
Þessi tveggja hæða strætó í London lítur út eins og hver annar slíkur í borginni, en undir honum er enginn hefbundin drifrás heldur rafmagnsmótorar. Hann er fyrsti tveggja hæða strætó í heimi og getur ekið 290 kílómetra á fullri hleðslu. Það dugar honum til þjónustu allan daginn og því þarf ekki að hlaða strætóinn um miðjan dag, heldur aðeins á nóttunni. Þessi strætó mun auka á loftgæði fyrir íbúa London og er enn ein aðgerðin sem stuðlar að því, en borgaryfirvöld þar er mjög umhugað um að bæta loftgæði og leita allra leiða til þess. Teknir verða í notkun 5 svona rafstrætóar í fyrstu sem aka munu London Route 98 milli Willesden og Russell Square frá og með næsta mánuði. Fleiri munu svo fylgja í kjölfarið, en það mun þó ekki gerast á neinum ógnarhraða og ef til vill er meginástæðan sú að hver svona vagn kostar 63,5 milljónir króna.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent