Ástralska lögreglan á brjáluðum Benz AMG GLE 63 S Coupe Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2016 14:56 Mercedes Benz AMG GLE 63 S Coupe í lögreglubúningi. Það er enginn bílaumingi sem ástralska lögreglan hefur í sinni þjónustu nú því þar hafa lögreglumenn afnot af Mercedes Benz AMG GLE 63 S Coupe kraftabíl. Það er Mercedes Benz í Ástralíu sem lánar lögreglunni þennan bíl svo að skattgreiðendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að punga út með sköttum sínum fyrir svo dýrum bíl til lögreglunnar. Þessi bíll er nefnilega langt frá því að vera ódýr og kostar 198.000 Ástralíudollara, eða 18,7 milljónir króna. Í honum er heldur enginn vélarkettlingur heldur 5,5 lítra V8 vél sem orkar 585 hestöfl og togar 760 Nm. Hann er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og sjálfskiptingin er 7 gíra. Þessi bíll er 4,2 sekúndur í hundraðið og því ætti það að reynast löggunni hægðarleikur að elta gangsterana á þjóðvegunum í Ástralíu. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður
Það er enginn bílaumingi sem ástralska lögreglan hefur í sinni þjónustu nú því þar hafa lögreglumenn afnot af Mercedes Benz AMG GLE 63 S Coupe kraftabíl. Það er Mercedes Benz í Ástralíu sem lánar lögreglunni þennan bíl svo að skattgreiðendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að punga út með sköttum sínum fyrir svo dýrum bíl til lögreglunnar. Þessi bíll er nefnilega langt frá því að vera ódýr og kostar 198.000 Ástralíudollara, eða 18,7 milljónir króna. Í honum er heldur enginn vélarkettlingur heldur 5,5 lítra V8 vél sem orkar 585 hestöfl og togar 760 Nm. Hann er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og sjálfskiptingin er 7 gíra. Þessi bíll er 4,2 sekúndur í hundraðið og því ætti það að reynast löggunni hægðarleikur að elta gangsterana á þjóðvegunum í Ástralíu.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður