Ísland eins og risastór háskólaheimavist Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. mars 2016 07:00 "Ég hef dálítið verið að hugsa þetta. Ísland er svo skemmtilegt af því að það er svo lítið samfélag. Þetta er eins og risastór háskólaheimavist. Við erum með nokkrar svona byggingaþyrpingar, það er frekar stutt að labba á milli bygginganna og að fá að fara í kaffi hjá þessum eða hinum. Það getur meira gerst og hraðar en annars staðar. Við getum tekið mál hraðar og lengra en í stórum samfélögum og verið gott fordæmi fyrir heiminn,“ segir Egill. Visir/Vilhelm Mynd- og tónlistarmaðurinn Egill Sæbjörnsson hefur búið undanfarna tvo áratugi í Berlín, þar sem hann stundar list sína við góðan orðstír. Egill hefur skapað sér nafn í Þýskalandi og víðar fyrir verk sín, sem oft eru stór og flókin í uppsetningu – tækni og jafnvel stærðfræði spila stóra rullu í sköpuninni. Egill hefur gert verk sem þekja heilu byggingarnar í Þýskalandi og heil sýningarrými á stórum listasöfnum úti í heimi. Nánasti samstarfsmaður hans í listinni er raunar stærðfræðingur frá Cambridge. „Mér hefur alltaf þótt áhugavert að segja hlutina með nýjum aðferðum. Ekki tækninnar vegna, heldur vegna þess að hún getur varpað nýju ljósi á gamlar staðreyndir. Búið til eitthvað nýtt. Einu sinni komst fólk bara fótgangandi milli staða, svo kannski í hestvagni, svo í bílum, flugvélum, lestum.“En er einhver að kaupa þessi verk til þess að hafa heima hjá sér? Taka þau ekki upp heilu og hálfu stofurnar hjá fólki? „Já, það er alltaf eitthvert fólk að kaupa þetta,” segir Egill og hlær. „Þetta er bara smá vinna. Þegar verkið er komið upp er það bara komið upp. Það fylgja alltaf nákvæmar leiðbeiningar með, þar sem allt þarf að vera upp á millimetra. En þetta er bara eins og að kaupa sér sjónvarp og setja það upp inn í stofu, dáldið maus en svo er það bara komið. Ég hef gaman af því að fólk stækki aðeins sína sýn á heiminn. Það er það sem ný tækni og nýjar aðgerðir stuðla að. Fólk er yfirleitt mjög opið.“Mikið sálarstríð Egill segist brenna fyrir þrennu: Myndlist, tónlist og andlegri leit og hefur stundað þetta allt jöfnum höndum um dagana. „Ég hef alltaf verið leitandi, mjög leitandi. Og hef prófað alls kyns aðferðir, fræði og þerapíur í gegnum tíðina. Þegar ég var sextán ára í Menntaskólanum við Hamrahlíð fór ég að stúdera tíbeska hugleiðslu. Ég var í því í mörg, mörg ár og lærði hjá meistara. Það var íslenskur náungi sem hafði búið lengi í Kaliforníu og sökkt sér í fræðin þar. Hjá honum lærði ég ótrúlega áhugaverða hluti, en þetta var líka algjört rugl. Ég komst að því að lokum að þetta var ekki fyrir mig. Maður fékk sektarkennd ef maður fór ekki eftir öllum fræðunum og það var tilfinning sem ég hafði ekki þekkt áður. Maður mátti til dæmis ekki hlusta á rokktónlist, en ég varð að búa til tónlist og gerði það því á laun. Ég mátti heldur ekki vera með konum eða hugsa um konur, en ég var auðvitað alltaf skotinn í einhverri stelpu eins og flestir aðrir strákar á þessum aldri, held ég. Maður átti að vera eins og tíbeskur munkur. Svo var alls konar inni í þessu annað, trú á fljúgandi furðuhluti og alls kyns dót sem ég gat ekki alveg sætt mig við. Þetta var rosalega mikið sálarstríð á köflum. Að lokum fór ég út úr þessu. Í dag stunda ég hugleiðslu, 12 spora samtök við meðvirkni og stjórnsemi og er í svokölluðum EMDR-meðferðum.“Að vinna úr erfiðum tilfinningum EMDR-meðferðir njóta nú vaxandi vinsælda. Um er að ræða sérstaka meðferð undir handleiðslu sálfræðings sem hjálpar fólki að vinna úr erfiðum minningum og tilfinningum. Egill segir meðferðina hafa kennt sér margt um sjálfan sig. „Núna erum við að fara í gegnum atvik úr æsku minni. Þetta eru sakleysileg atvik, en voru kannski mjög mótandi. Ég hef verið að fara í gegnum þetta með þýskri konu, og það er öðruvísi að vera með þýskan bakgrunn en íslenskan. Við sem höfum sama bakgrunn skiljum hvert annað svo vel og betur þegar við opnum fyrir allt sem við erum að hugsa um og höldum að við séum ein að hugsa um.“ Heldurðu að þessi andlega leit breyti þér sem listamanni? „Já, það er alltaf þannig, held ég. Ef listamaður hefði rosalegan áhuga á bílum, þá hefði það áhrif á listina. Svo held ég að það séu rosalega margir andlega leitandi. Þetta er einn af þessum stóru hlutum í lífinu, að fást við sjálfan sig og samskipti við annað fólk. Fást við heimsmynd sína og heimsmynd annarra.“Lofaði sjálfum sér að fara út Egill stundaði sitt nám á Íslandi, nánar tiltekið í Myndlista- og handíðaskólanum, en flutti út til Berlínar árið 1998. „Ég var búinn að lofa sjálfum mér því að vera kominn frá Íslandi fyrir lok árs 1998. Ég flaug út 27. desember það ár, ef ég man rétt.“ Egill brosir við að rifja upp gamla tíma. „Berlín var alls ekki kúl á þeim árum. Það voru fáir búnir að kveikja á þessari borg, og ég bara slysaðist þangað.“ Núna, tæpum tveimur áratugum síðar, er Egill búinn að sýna um allan heim, í Rio de Janeiro, LA, Toronto, Kína og út um alla Evrópu. Hann hefur það gott fjárhagslega og segist verða hamingjusamur svo lengi sem hann sé trúr sjálfum sér í listinni.Listapólitíkin Hann nennir ekki að blanda sér mikið í pólitíkina í íslenska listalífinu. „Ég hef dáldið lélega afstöðu. Ég pæli aldrei í því hver fær listamannalaun eða er sendur til Feneyja. Ég bara reyni að gera mitt besta og taka þátt í þessu. Ég veit að mannleg náttúra er svo óútreiknanleg að maður veit aldrei hvað er að baki því að vera valinn til að fá listamannalaun eða fara til Feneyja eða hvað svo sem það er. Ég hef sjálfur setið í nefnd, og það fór nú bara eftir því hvort sumir höfðu drukkið kaffibollann sinn eða ekki hvort þeim fannst verkin góð. Því miður er þetta oft slíkum tilviljunum háð.“ Egill hlær. „Þetta er alveg fáránlegt og þýðir ótrúlega lítið að velta sér upp úr því. Maður deilir ekki um smekk.“En hvernig er að eyða tíma hér heima, fyrir mann sem hefur búið svona lengi í öðru landi? „Ég hef dálítið verið að hugsa þetta. Ísland er svo skemmtilegt af því að það er svo lítið samfélag. Þetta er eins og risastór háskólaheimavist. Við erum með nokkrar svona byggingaþyrpingar, það er frekar stutt að labba á milli bygginganna og að fá að fara í kaffi hjá þessum eða hinum. Það getur meira gerst og hraðar en annars staðar. Við getum tekið mál hraðar og lengra en í stórum samfélögum og verið gott fordæmi fyrir heiminn. Við gætum til dæmis ákveðið að styrkja alla landsmenn í því að kaupa rafmagnsbíla og láta alla Íslendinga vera á rafmagnsbílum. Það er gerlegt og gæti verið góð fyrirmynd. Heimurinn þarf góð fordæmi. Það er svo miklu auðveldara að ná utan um svona hluti hérna. Það er auðveldara að búa til áhugaverða hluti. Eins og t.d. væri lítið mál að búa til grænt samfélag á Íslandi, sem gæti verið áhugavert. Það er greinilegt að heimurinn er allur að stefna í þá átt og við gætum verið í fararbroddi.“Fólk sér ekki fegurðina í bakgarðinum hjá sér Egill segist alla tíð hafa haft ástríðu fyrir umhverfinu og íslenskri náttúru. Hann segir nauðsynlegt að drífa í að framkvæma hugmyndir um íslenskan þjóðgarð. „Ég bý í Þýskalandi og þar er í mesta lagi hálft prósent af landinu náttúrulegt land. Hitt allt er manngert. Þegar þú keyrir í gegnum slíkt landslag er allt frekar leiðinlegt. Flatir akrar og skógar sem er raðað eftir kerfum. Það er svo mikils virði að viðhalda ósnertu umhverfi eins og á Íslandi,“ útskýrir hann. „En þegar fólk er alið upp í samfélagi eins og Hafnarfirði þá kann það ekki að meta hraunið og það er alveg eðlilegt. Fólk verður samdauna því sem það er vant. En allar borgir og allir bæir alls staðar í heiminum, þú veist, ef hraun væri í miðri Barselóna væri það auðvitað ómetanlegt. Ef hluti New York yrði að hluta samofinn hrauni yrði það geðveikt. Við búum við svo mikla töfradraumaforgjöf og við sjáum það ekki einu sinni. Fólk sér ekki fegurðina í bakgarðinum hjá sér. Það vill bara valta yfir hraunið en finnst kannski Alparnir miklu fallegri því það sér Alpana bara á myndum eða fer þangað í frí. Það hefur ekki fjarlægðina til að sjá þetta eins og gestir sjá þetta. Þannig að ég skil það rosalega vel, en mig langar svo ofboðslega til að sýna fólki hvað það er með í höndunum hérna á íslandi, svo við glutrum því ekki niður. Það er svo mikilvægt að við klúðrum því ekki.“ Hættum að kýta Agli finnst gott að vera á Íslandi, en ætlar ekki að flytja heim í bráð. „Ég hef samt 1000 prósent trú á framtíð Íslands. Það eru svo mörg tækifæri á þessu landi. Ég held að fólk þurfi bara að sýna hugrekki og brjótast út úr þessum hefðbundnu kerfum. Það fer ofboðsleg orka í rifrildi um hluti sem skipta ekki höfuðmáli. Við höfum svo margt mikilvægt að gera að við höfum ekki tíma til að kýta,” segir Egill og brosir. Erum við neikvæð og þrasgjörn? „Nei, mér finnst Íslendingar ekkert endilega neitt rosalega neikvæðir. Það væri bara ofboðslega gaman ef allir gætu séð stóru myndina. Hvar Ísland stendur í alþjóðasamhengi, hvað er sérstakt við Ísland, tækifærin sem við höfum í höndunum til að gera eitthvað stórbrotið hérna. Ég skil mjög vel að fólk sem býr hérna sjái ekki stóru myndina. Eins og að verða samdauna hrauninu. Ég sé ekki mína stóru mynd, ég sé mig ekki eins og aðrir sjá mig og Íslendingar sjá Ísland ekki utan frá heldur.“Náttúran njóti vafans Hann segir reyndar fara í taugarnar á sér hvernig sumir tali um ferðamennina. „Ég er auðvitað alveg sammála því að náttúran eigi að fá að njóta vafans. Hún er ein okkar stærstu auðlinda. Auðvitað mega þessir staðir ekki eyðileggjast, en mér finnst hvimleitt hvernig er stundum talað um ferðafólk, sem ég vil kalla gesti. Flest eru vel menntað, upplýst fólk sem hefur unnið hörðum höndum, safnað sér peningum til að heimsækja þetta land og sjá það. Mér finnst stundum talað um þessa gesti með óvirðingu. Það er ábyggilega farsælla að sýna þeim meiri virðingu. Það á raunar við um hvort tveggja, landið og gestina. Við eigum ekki Ísland. Ísland tilheyrir heiminum á vissan hátt og við erum umsjónarmenn þess. Við getum og eigum að halda í okkar sérkenni, svo áfram haldi að vera áhugavert að koma hingað.“Egill Sæbjörnsson brennur fyrir þrennu, tónlist, myndlist og andlegri leit.Verðmætasta svæðið í höfuðborginni Hann tekur dæmi um miðbæ Reykjavíkur, hið alræmda póstnúmer 101. „101 held ég að sé eitt verðmætasta svæði Í höfuðborginni. Þessi gömlu, fjöllita hús gera borgina okkar svo ótrúlega áhugaverða. Ég myndi ekki vilja skipta þeim út fyrir 25 Hótel Borgar-byggingar, eins og forsætisráðherra hefur verið að leggja til. Slíkar byggingar er hægt að finna í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, í þýskum borgum og raunar alls staðar í kringum okkar. Til hvers að apa eftir það sem finnst þar? Ég hef reyndar mjög sérstaka afstöðu í þessum málum, en ég vil ný hús með miklu fjölbreyttara yfirborði. Byggingar 20. aldarinnar eru alltof flatar og það er ómanneskjulegt. Stór hluti heilans er til að greina umhverfi – stór hluti heilans greinir andlit á fólki og stærsti hlutinn greinir hvað er að gerast í augunum – það sama á að gerast þegar þú stendur fyrir framan byggingu. Ef húsið er bara flatt, þá er það ekkert spennandi. Þá verður þú bara flatur og óspennandi líka. Ég vil hvetja arkitekta 21. aldarinnar til að gera áhugaverðari yfirborð á húsum. Það er nefnilega ekki bara eigandi hússins sem á að njóta þess, heldur allir sem horfa á það,” segir Egill.Vírus sem þarf að hörfa „Allir þeir sem ganga fram hjá húsunum þurfa að njóta þeirra líka. Byggingarreglugerðir snúast um hvað hús eru há og mörg en það vantar nefnd sem verndar hagsmuni þeirra sem ganga um göturnar og eiga rétt á að umgangast byggingar sem gerðar eru af meiri hugsjón en nú er gert. Borg er það leiksvið þar sem leikritið „lif okkar“ fer fram. og leiksviðið er mikilvægur hluti af áhugaverðu leikriti. Það þekkja allir. Einfalt yfirborð húsa og bygginga er alltof ráðandi. Það er orðið eins og einhver vírus sem þarf að hörfa. Það þarf meira af byggingum með spennandi yfirborð – að fara fram á metnaðarfullar byggingar. Og því er gott að ráðherra blandi sér í málið, skraut er orð sem arkitektar lærðu að hata. En ef skraut væri óþarfi þá væru allir fuglar jarðarinnar gráir og án litbrigða. Yfirborð hluta, litur og smáatriði, hlutföll og línur fela í sér mikið af upplýsingum sem geta verið mikilvægar fyrir sálarlíf borgarbúa og gesti þeirra. Við eigum að læra að skoða landið utan frá, gera þjóðgarð, vera fordæmi um mannúð og taka á móti fleira flóttafólki í nauð, virða gestina sem heimsækja okkur og styðja uppbyggingu margvíslegra fyrirtækja í landinu,“ heldur Egill áfram. Hann segir pólitík ekki gerast inn á þingi. „Hún byrjar og endar úti í samfélaginu, í umræðunni. Fólk er of feimið til að tjá sig um þessi efni og ætti að gera það oftar.“ Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Mynd- og tónlistarmaðurinn Egill Sæbjörnsson hefur búið undanfarna tvo áratugi í Berlín, þar sem hann stundar list sína við góðan orðstír. Egill hefur skapað sér nafn í Þýskalandi og víðar fyrir verk sín, sem oft eru stór og flókin í uppsetningu – tækni og jafnvel stærðfræði spila stóra rullu í sköpuninni. Egill hefur gert verk sem þekja heilu byggingarnar í Þýskalandi og heil sýningarrými á stórum listasöfnum úti í heimi. Nánasti samstarfsmaður hans í listinni er raunar stærðfræðingur frá Cambridge. „Mér hefur alltaf þótt áhugavert að segja hlutina með nýjum aðferðum. Ekki tækninnar vegna, heldur vegna þess að hún getur varpað nýju ljósi á gamlar staðreyndir. Búið til eitthvað nýtt. Einu sinni komst fólk bara fótgangandi milli staða, svo kannski í hestvagni, svo í bílum, flugvélum, lestum.“En er einhver að kaupa þessi verk til þess að hafa heima hjá sér? Taka þau ekki upp heilu og hálfu stofurnar hjá fólki? „Já, það er alltaf eitthvert fólk að kaupa þetta,” segir Egill og hlær. „Þetta er bara smá vinna. Þegar verkið er komið upp er það bara komið upp. Það fylgja alltaf nákvæmar leiðbeiningar með, þar sem allt þarf að vera upp á millimetra. En þetta er bara eins og að kaupa sér sjónvarp og setja það upp inn í stofu, dáldið maus en svo er það bara komið. Ég hef gaman af því að fólk stækki aðeins sína sýn á heiminn. Það er það sem ný tækni og nýjar aðgerðir stuðla að. Fólk er yfirleitt mjög opið.“Mikið sálarstríð Egill segist brenna fyrir þrennu: Myndlist, tónlist og andlegri leit og hefur stundað þetta allt jöfnum höndum um dagana. „Ég hef alltaf verið leitandi, mjög leitandi. Og hef prófað alls kyns aðferðir, fræði og þerapíur í gegnum tíðina. Þegar ég var sextán ára í Menntaskólanum við Hamrahlíð fór ég að stúdera tíbeska hugleiðslu. Ég var í því í mörg, mörg ár og lærði hjá meistara. Það var íslenskur náungi sem hafði búið lengi í Kaliforníu og sökkt sér í fræðin þar. Hjá honum lærði ég ótrúlega áhugaverða hluti, en þetta var líka algjört rugl. Ég komst að því að lokum að þetta var ekki fyrir mig. Maður fékk sektarkennd ef maður fór ekki eftir öllum fræðunum og það var tilfinning sem ég hafði ekki þekkt áður. Maður mátti til dæmis ekki hlusta á rokktónlist, en ég varð að búa til tónlist og gerði það því á laun. Ég mátti heldur ekki vera með konum eða hugsa um konur, en ég var auðvitað alltaf skotinn í einhverri stelpu eins og flestir aðrir strákar á þessum aldri, held ég. Maður átti að vera eins og tíbeskur munkur. Svo var alls konar inni í þessu annað, trú á fljúgandi furðuhluti og alls kyns dót sem ég gat ekki alveg sætt mig við. Þetta var rosalega mikið sálarstríð á köflum. Að lokum fór ég út úr þessu. Í dag stunda ég hugleiðslu, 12 spora samtök við meðvirkni og stjórnsemi og er í svokölluðum EMDR-meðferðum.“Að vinna úr erfiðum tilfinningum EMDR-meðferðir njóta nú vaxandi vinsælda. Um er að ræða sérstaka meðferð undir handleiðslu sálfræðings sem hjálpar fólki að vinna úr erfiðum minningum og tilfinningum. Egill segir meðferðina hafa kennt sér margt um sjálfan sig. „Núna erum við að fara í gegnum atvik úr æsku minni. Þetta eru sakleysileg atvik, en voru kannski mjög mótandi. Ég hef verið að fara í gegnum þetta með þýskri konu, og það er öðruvísi að vera með þýskan bakgrunn en íslenskan. Við sem höfum sama bakgrunn skiljum hvert annað svo vel og betur þegar við opnum fyrir allt sem við erum að hugsa um og höldum að við séum ein að hugsa um.“ Heldurðu að þessi andlega leit breyti þér sem listamanni? „Já, það er alltaf þannig, held ég. Ef listamaður hefði rosalegan áhuga á bílum, þá hefði það áhrif á listina. Svo held ég að það séu rosalega margir andlega leitandi. Þetta er einn af þessum stóru hlutum í lífinu, að fást við sjálfan sig og samskipti við annað fólk. Fást við heimsmynd sína og heimsmynd annarra.“Lofaði sjálfum sér að fara út Egill stundaði sitt nám á Íslandi, nánar tiltekið í Myndlista- og handíðaskólanum, en flutti út til Berlínar árið 1998. „Ég var búinn að lofa sjálfum mér því að vera kominn frá Íslandi fyrir lok árs 1998. Ég flaug út 27. desember það ár, ef ég man rétt.“ Egill brosir við að rifja upp gamla tíma. „Berlín var alls ekki kúl á þeim árum. Það voru fáir búnir að kveikja á þessari borg, og ég bara slysaðist þangað.“ Núna, tæpum tveimur áratugum síðar, er Egill búinn að sýna um allan heim, í Rio de Janeiro, LA, Toronto, Kína og út um alla Evrópu. Hann hefur það gott fjárhagslega og segist verða hamingjusamur svo lengi sem hann sé trúr sjálfum sér í listinni.Listapólitíkin Hann nennir ekki að blanda sér mikið í pólitíkina í íslenska listalífinu. „Ég hef dáldið lélega afstöðu. Ég pæli aldrei í því hver fær listamannalaun eða er sendur til Feneyja. Ég bara reyni að gera mitt besta og taka þátt í þessu. Ég veit að mannleg náttúra er svo óútreiknanleg að maður veit aldrei hvað er að baki því að vera valinn til að fá listamannalaun eða fara til Feneyja eða hvað svo sem það er. Ég hef sjálfur setið í nefnd, og það fór nú bara eftir því hvort sumir höfðu drukkið kaffibollann sinn eða ekki hvort þeim fannst verkin góð. Því miður er þetta oft slíkum tilviljunum háð.“ Egill hlær. „Þetta er alveg fáránlegt og þýðir ótrúlega lítið að velta sér upp úr því. Maður deilir ekki um smekk.“En hvernig er að eyða tíma hér heima, fyrir mann sem hefur búið svona lengi í öðru landi? „Ég hef dálítið verið að hugsa þetta. Ísland er svo skemmtilegt af því að það er svo lítið samfélag. Þetta er eins og risastór háskólaheimavist. Við erum með nokkrar svona byggingaþyrpingar, það er frekar stutt að labba á milli bygginganna og að fá að fara í kaffi hjá þessum eða hinum. Það getur meira gerst og hraðar en annars staðar. Við getum tekið mál hraðar og lengra en í stórum samfélögum og verið gott fordæmi fyrir heiminn. Við gætum til dæmis ákveðið að styrkja alla landsmenn í því að kaupa rafmagnsbíla og láta alla Íslendinga vera á rafmagnsbílum. Það er gerlegt og gæti verið góð fyrirmynd. Heimurinn þarf góð fordæmi. Það er svo miklu auðveldara að ná utan um svona hluti hérna. Það er auðveldara að búa til áhugaverða hluti. Eins og t.d. væri lítið mál að búa til grænt samfélag á Íslandi, sem gæti verið áhugavert. Það er greinilegt að heimurinn er allur að stefna í þá átt og við gætum verið í fararbroddi.“Fólk sér ekki fegurðina í bakgarðinum hjá sér Egill segist alla tíð hafa haft ástríðu fyrir umhverfinu og íslenskri náttúru. Hann segir nauðsynlegt að drífa í að framkvæma hugmyndir um íslenskan þjóðgarð. „Ég bý í Þýskalandi og þar er í mesta lagi hálft prósent af landinu náttúrulegt land. Hitt allt er manngert. Þegar þú keyrir í gegnum slíkt landslag er allt frekar leiðinlegt. Flatir akrar og skógar sem er raðað eftir kerfum. Það er svo mikils virði að viðhalda ósnertu umhverfi eins og á Íslandi,“ útskýrir hann. „En þegar fólk er alið upp í samfélagi eins og Hafnarfirði þá kann það ekki að meta hraunið og það er alveg eðlilegt. Fólk verður samdauna því sem það er vant. En allar borgir og allir bæir alls staðar í heiminum, þú veist, ef hraun væri í miðri Barselóna væri það auðvitað ómetanlegt. Ef hluti New York yrði að hluta samofinn hrauni yrði það geðveikt. Við búum við svo mikla töfradraumaforgjöf og við sjáum það ekki einu sinni. Fólk sér ekki fegurðina í bakgarðinum hjá sér. Það vill bara valta yfir hraunið en finnst kannski Alparnir miklu fallegri því það sér Alpana bara á myndum eða fer þangað í frí. Það hefur ekki fjarlægðina til að sjá þetta eins og gestir sjá þetta. Þannig að ég skil það rosalega vel, en mig langar svo ofboðslega til að sýna fólki hvað það er með í höndunum hérna á íslandi, svo við glutrum því ekki niður. Það er svo mikilvægt að við klúðrum því ekki.“ Hættum að kýta Agli finnst gott að vera á Íslandi, en ætlar ekki að flytja heim í bráð. „Ég hef samt 1000 prósent trú á framtíð Íslands. Það eru svo mörg tækifæri á þessu landi. Ég held að fólk þurfi bara að sýna hugrekki og brjótast út úr þessum hefðbundnu kerfum. Það fer ofboðsleg orka í rifrildi um hluti sem skipta ekki höfuðmáli. Við höfum svo margt mikilvægt að gera að við höfum ekki tíma til að kýta,” segir Egill og brosir. Erum við neikvæð og þrasgjörn? „Nei, mér finnst Íslendingar ekkert endilega neitt rosalega neikvæðir. Það væri bara ofboðslega gaman ef allir gætu séð stóru myndina. Hvar Ísland stendur í alþjóðasamhengi, hvað er sérstakt við Ísland, tækifærin sem við höfum í höndunum til að gera eitthvað stórbrotið hérna. Ég skil mjög vel að fólk sem býr hérna sjái ekki stóru myndina. Eins og að verða samdauna hrauninu. Ég sé ekki mína stóru mynd, ég sé mig ekki eins og aðrir sjá mig og Íslendingar sjá Ísland ekki utan frá heldur.“Náttúran njóti vafans Hann segir reyndar fara í taugarnar á sér hvernig sumir tali um ferðamennina. „Ég er auðvitað alveg sammála því að náttúran eigi að fá að njóta vafans. Hún er ein okkar stærstu auðlinda. Auðvitað mega þessir staðir ekki eyðileggjast, en mér finnst hvimleitt hvernig er stundum talað um ferðafólk, sem ég vil kalla gesti. Flest eru vel menntað, upplýst fólk sem hefur unnið hörðum höndum, safnað sér peningum til að heimsækja þetta land og sjá það. Mér finnst stundum talað um þessa gesti með óvirðingu. Það er ábyggilega farsælla að sýna þeim meiri virðingu. Það á raunar við um hvort tveggja, landið og gestina. Við eigum ekki Ísland. Ísland tilheyrir heiminum á vissan hátt og við erum umsjónarmenn þess. Við getum og eigum að halda í okkar sérkenni, svo áfram haldi að vera áhugavert að koma hingað.“Egill Sæbjörnsson brennur fyrir þrennu, tónlist, myndlist og andlegri leit.Verðmætasta svæðið í höfuðborginni Hann tekur dæmi um miðbæ Reykjavíkur, hið alræmda póstnúmer 101. „101 held ég að sé eitt verðmætasta svæði Í höfuðborginni. Þessi gömlu, fjöllita hús gera borgina okkar svo ótrúlega áhugaverða. Ég myndi ekki vilja skipta þeim út fyrir 25 Hótel Borgar-byggingar, eins og forsætisráðherra hefur verið að leggja til. Slíkar byggingar er hægt að finna í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, í þýskum borgum og raunar alls staðar í kringum okkar. Til hvers að apa eftir það sem finnst þar? Ég hef reyndar mjög sérstaka afstöðu í þessum málum, en ég vil ný hús með miklu fjölbreyttara yfirborði. Byggingar 20. aldarinnar eru alltof flatar og það er ómanneskjulegt. Stór hluti heilans er til að greina umhverfi – stór hluti heilans greinir andlit á fólki og stærsti hlutinn greinir hvað er að gerast í augunum – það sama á að gerast þegar þú stendur fyrir framan byggingu. Ef húsið er bara flatt, þá er það ekkert spennandi. Þá verður þú bara flatur og óspennandi líka. Ég vil hvetja arkitekta 21. aldarinnar til að gera áhugaverðari yfirborð á húsum. Það er nefnilega ekki bara eigandi hússins sem á að njóta þess, heldur allir sem horfa á það,” segir Egill.Vírus sem þarf að hörfa „Allir þeir sem ganga fram hjá húsunum þurfa að njóta þeirra líka. Byggingarreglugerðir snúast um hvað hús eru há og mörg en það vantar nefnd sem verndar hagsmuni þeirra sem ganga um göturnar og eiga rétt á að umgangast byggingar sem gerðar eru af meiri hugsjón en nú er gert. Borg er það leiksvið þar sem leikritið „lif okkar“ fer fram. og leiksviðið er mikilvægur hluti af áhugaverðu leikriti. Það þekkja allir. Einfalt yfirborð húsa og bygginga er alltof ráðandi. Það er orðið eins og einhver vírus sem þarf að hörfa. Það þarf meira af byggingum með spennandi yfirborð – að fara fram á metnaðarfullar byggingar. Og því er gott að ráðherra blandi sér í málið, skraut er orð sem arkitektar lærðu að hata. En ef skraut væri óþarfi þá væru allir fuglar jarðarinnar gráir og án litbrigða. Yfirborð hluta, litur og smáatriði, hlutföll og línur fela í sér mikið af upplýsingum sem geta verið mikilvægar fyrir sálarlíf borgarbúa og gesti þeirra. Við eigum að læra að skoða landið utan frá, gera þjóðgarð, vera fordæmi um mannúð og taka á móti fleira flóttafólki í nauð, virða gestina sem heimsækja okkur og styðja uppbyggingu margvíslegra fyrirtækja í landinu,“ heldur Egill áfram. Hann segir pólitík ekki gerast inn á þingi. „Hún byrjar og endar úti í samfélaginu, í umræðunni. Fólk er of feimið til að tjá sig um þessi efni og ætti að gera það oftar.“ Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira