Veiðiflugur skipta um eigendur Karl Lúðvíksson skrifar 1. mars 2016 10:55 Fluguveiðiverslunin Veiðiflugur, Langholtsvegi 111, hefur skipt um eigendur. Kröfluflugur ehf. er nýr eigandi Veiðiflugna en gengið var frá kaupunum í síðustu viku. Að félaginu standa Stefán Kristjánsson og Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, eigendur Veiðibúðarinnar Kröflu og Friðjón Mar Sveinbjörnsson. Veiðiflugur er dreifingaraðili hér á landi fyrir mörg þekkt vörumerki í veiðigeiranum eins og Loop, Patagonia, Costa og Guideline svo einhver séu nefnd. "Markmiðið er að auka vöruúrval enn frekar og viðhalda háu þjónustustigi við veiðimenn eins og verið hefur. Þá verður gaman að bæta öllum Kröfluflugunum og öðrum nýungum við úrvalið sem fyrir er á Langholtsveginum. ” segja þeir Stefán og Friðjón. Þórir Grétar Björnsson verður áfram verslunarstjóri í Veiðiflugum. Veiðibúðin Krafla hættir að Höfðabakka 3 frá og með 1. mars í kjölfar kaupanna og sameinast Veiðiflugum á Langholtsvegi 111 sem verður eina sérhæfða fluguveiðiverslun landsins. Mest lesið Leirvogsá á lausu Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Líf á Bíldsfelli Veiði Góð veiði við Ölfusárós Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Góður gangur í Elliðaánum Veiði Tailor er ein besta vatnaflugan Veiði Fer Laxá á Ásum yfir 1000 laxa? Veiði Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði
Fluguveiðiverslunin Veiðiflugur, Langholtsvegi 111, hefur skipt um eigendur. Kröfluflugur ehf. er nýr eigandi Veiðiflugna en gengið var frá kaupunum í síðustu viku. Að félaginu standa Stefán Kristjánsson og Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, eigendur Veiðibúðarinnar Kröflu og Friðjón Mar Sveinbjörnsson. Veiðiflugur er dreifingaraðili hér á landi fyrir mörg þekkt vörumerki í veiðigeiranum eins og Loop, Patagonia, Costa og Guideline svo einhver séu nefnd. "Markmiðið er að auka vöruúrval enn frekar og viðhalda háu þjónustustigi við veiðimenn eins og verið hefur. Þá verður gaman að bæta öllum Kröfluflugunum og öðrum nýungum við úrvalið sem fyrir er á Langholtsveginum. ” segja þeir Stefán og Friðjón. Þórir Grétar Björnsson verður áfram verslunarstjóri í Veiðiflugum. Veiðibúðin Krafla hættir að Höfðabakka 3 frá og með 1. mars í kjölfar kaupanna og sameinast Veiðiflugum á Langholtsvegi 111 sem verður eina sérhæfða fluguveiðiverslun landsins.
Mest lesið Leirvogsá á lausu Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Líf á Bíldsfelli Veiði Góð veiði við Ölfusárós Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Góður gangur í Elliðaánum Veiði Tailor er ein besta vatnaflugan Veiði Fer Laxá á Ásum yfir 1000 laxa? Veiði Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði