Fyrstu Fast & Furious bílarnir komnir í Mývatnssveit Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2016 11:24 Lamborghini Murchielago og herbíll. Mynd/Pétur Elvar Sigurðsson Undirbúningur fyrir tökur á myndinni Fast & Furious 8, sem teknar verða að hluta á Íslandi, eru greinilega í fullum gangi og fyrstu bílarnir eru farnir að sjást á vinnustað. Þar er um að ræða bíla sem verða örugglega í mynd, sem og vinnubílar. Bílunum var ekið norður í land í gær og náðust þessar myndir af bílunum í Varmahlíð. Á meðfylgjandi myndum má sjá að meðal þeirra er Lamborghini Murchielago bíll og einhverjir mjög breyttir og sérsmíðaðir bílar eins og gjarnan sjást í myndaröðinni. Þarna má einnig sjá fjölmarga snjósleða og ekki kæmi á óvart að myndað væri af þeim á fullri ferð á eftir hraðskreiðum bílum. Auk þess voru tveir stórir flutningabílar á ferðinni. Tveir Subaru Impreza WRX bílar eru á einum bílaflutningabílunum og líklega er breytti svarti kagginn ofan á í grunninn Dodge Charger og svo er þarna einnig magnaður Rally Fighter frá framleiðandanum Local Motors. Pétur Elvar Sigurðsson var á leiðinni suður til Reykjavíkur að norðan í gær og náði þessum glæsilegum myndum af bílunum. Hann gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að birta þær.Tveir Subaru WRX, Rally fighter, Caddy, RAM og líklega breyttur Dodge Charger.Mynd/Pétur Elvar SigurðssonFullt af vélsleðum.Mynd/Pétur Elvar Sigurðsson Tengdar fréttir Fast 8 í ísakstri á Mývatni og steypa einum bíl ofan í vatnið Meðal skilyrða sem Umhverfisstofnun setti vegna kvikmyndagerðarinnar er að starfsmenn gangi snyrtilega um svæðið og forðist allt rask. 26. febrúar 2016 12:11 Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Staðfestir nýjan Fast & Furious þríleik Vin Diesel sagði fréttirnar á Instagramsíðu sinni. 4. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent
Undirbúningur fyrir tökur á myndinni Fast & Furious 8, sem teknar verða að hluta á Íslandi, eru greinilega í fullum gangi og fyrstu bílarnir eru farnir að sjást á vinnustað. Þar er um að ræða bíla sem verða örugglega í mynd, sem og vinnubílar. Bílunum var ekið norður í land í gær og náðust þessar myndir af bílunum í Varmahlíð. Á meðfylgjandi myndum má sjá að meðal þeirra er Lamborghini Murchielago bíll og einhverjir mjög breyttir og sérsmíðaðir bílar eins og gjarnan sjást í myndaröðinni. Þarna má einnig sjá fjölmarga snjósleða og ekki kæmi á óvart að myndað væri af þeim á fullri ferð á eftir hraðskreiðum bílum. Auk þess voru tveir stórir flutningabílar á ferðinni. Tveir Subaru Impreza WRX bílar eru á einum bílaflutningabílunum og líklega er breytti svarti kagginn ofan á í grunninn Dodge Charger og svo er þarna einnig magnaður Rally Fighter frá framleiðandanum Local Motors. Pétur Elvar Sigurðsson var á leiðinni suður til Reykjavíkur að norðan í gær og náði þessum glæsilegum myndum af bílunum. Hann gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að birta þær.Tveir Subaru WRX, Rally fighter, Caddy, RAM og líklega breyttur Dodge Charger.Mynd/Pétur Elvar SigurðssonFullt af vélsleðum.Mynd/Pétur Elvar Sigurðsson
Tengdar fréttir Fast 8 í ísakstri á Mývatni og steypa einum bíl ofan í vatnið Meðal skilyrða sem Umhverfisstofnun setti vegna kvikmyndagerðarinnar er að starfsmenn gangi snyrtilega um svæðið og forðist allt rask. 26. febrúar 2016 12:11 Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Staðfestir nýjan Fast & Furious þríleik Vin Diesel sagði fréttirnar á Instagramsíðu sinni. 4. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent
Fast 8 í ísakstri á Mývatni og steypa einum bíl ofan í vatnið Meðal skilyrða sem Umhverfisstofnun setti vegna kvikmyndagerðarinnar er að starfsmenn gangi snyrtilega um svæðið og forðist allt rask. 26. febrúar 2016 12:11
Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45
Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38
Staðfestir nýjan Fast & Furious þríleik Vin Diesel sagði fréttirnar á Instagramsíðu sinni. 4. febrúar 2016 12:08