Mikilvægi hins leiðinlega María Elísabet Bragadóttir skrifar 2. mars 2016 07:00 Senn stíflast bréfalúgur landsmanna af boðskortum í fermingarveislur. Vart finnst betri prófun á manndómi en að vera kyrrsettur í loftlausum veislusal með myntugrænu þema sem manni flökrar við. Á borðum eru skálar fullar af sérpöntuðu m&m-i með áprentuðum myndum af fermingarbarni með glerharða slöngulokka. Þurrum kransakökubita er skolað niður með glasi af moðvolgu appelsíni og öllum er bumbult. Það vill ekki nokkur lifandi sála vera í fermingarveislu. Ekki einu sinni fermingarbarnið sjálft þótt alltaf séu til undantekningar sem sanna regluna. Þá er gott að muna að andinn rís hæst í glötuðum aðstæðum. Bestu hugmyndirnar fæðast í skraufþurrum þýskutíma og höktandi lyftum. Franz Kafka er prímadæmi um það að ömurð og vonleysi er kjörlendi sköpunar og gríns. Þunglyndi lögfræðingurinn skrifaði bókmenntalegt stórvirki um skrifstofublók sem breytist í risavaxna bjöllu. Lestur á Kafka hefur skilið fólk eftir í hysterísku hláturskasti og síðan tilfinningalegri pattstöðu. Enda dauðans alvara að hlátur er skuggamynd gráts. Datt sjálfri í hug handrit að þriggja binda fantasíubók þar sem ég sat í helvískri tilvistarkrísu á tannlæknabiðstofu og beið þess að deyja úr kvölum. Gleymdi öllu andartakið sem ég renndi mér í stólinn og fékk flúorlakk í stað þess að vera leidd fyrir aftökusveit. Af þessum sökum elska ég umferðarteppur, barnaafmæli á sunnudögum og klukkustundir af panflautuleik í fyrirtækjasímum. Ég veit að þá tekur sköpunargyðjan sér bólfestu í mér. Enginn skyldi vanmeta hundleiðinlegar eða pirrandi upplifanir. Þær eru veislumáltíð fyrir andann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Senn stíflast bréfalúgur landsmanna af boðskortum í fermingarveislur. Vart finnst betri prófun á manndómi en að vera kyrrsettur í loftlausum veislusal með myntugrænu þema sem manni flökrar við. Á borðum eru skálar fullar af sérpöntuðu m&m-i með áprentuðum myndum af fermingarbarni með glerharða slöngulokka. Þurrum kransakökubita er skolað niður með glasi af moðvolgu appelsíni og öllum er bumbult. Það vill ekki nokkur lifandi sála vera í fermingarveislu. Ekki einu sinni fermingarbarnið sjálft þótt alltaf séu til undantekningar sem sanna regluna. Þá er gott að muna að andinn rís hæst í glötuðum aðstæðum. Bestu hugmyndirnar fæðast í skraufþurrum þýskutíma og höktandi lyftum. Franz Kafka er prímadæmi um það að ömurð og vonleysi er kjörlendi sköpunar og gríns. Þunglyndi lögfræðingurinn skrifaði bókmenntalegt stórvirki um skrifstofublók sem breytist í risavaxna bjöllu. Lestur á Kafka hefur skilið fólk eftir í hysterísku hláturskasti og síðan tilfinningalegri pattstöðu. Enda dauðans alvara að hlátur er skuggamynd gráts. Datt sjálfri í hug handrit að þriggja binda fantasíubók þar sem ég sat í helvískri tilvistarkrísu á tannlæknabiðstofu og beið þess að deyja úr kvölum. Gleymdi öllu andartakið sem ég renndi mér í stólinn og fékk flúorlakk í stað þess að vera leidd fyrir aftökusveit. Af þessum sökum elska ég umferðarteppur, barnaafmæli á sunnudögum og klukkustundir af panflautuleik í fyrirtækjasímum. Ég veit að þá tekur sköpunargyðjan sér bólfestu í mér. Enginn skyldi vanmeta hundleiðinlegar eða pirrandi upplifanir. Þær eru veislumáltíð fyrir andann.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun