Mikilvægi hins leiðinlega María Elísabet Bragadóttir skrifar 2. mars 2016 07:00 Senn stíflast bréfalúgur landsmanna af boðskortum í fermingarveislur. Vart finnst betri prófun á manndómi en að vera kyrrsettur í loftlausum veislusal með myntugrænu þema sem manni flökrar við. Á borðum eru skálar fullar af sérpöntuðu m&m-i með áprentuðum myndum af fermingarbarni með glerharða slöngulokka. Þurrum kransakökubita er skolað niður með glasi af moðvolgu appelsíni og öllum er bumbult. Það vill ekki nokkur lifandi sála vera í fermingarveislu. Ekki einu sinni fermingarbarnið sjálft þótt alltaf séu til undantekningar sem sanna regluna. Þá er gott að muna að andinn rís hæst í glötuðum aðstæðum. Bestu hugmyndirnar fæðast í skraufþurrum þýskutíma og höktandi lyftum. Franz Kafka er prímadæmi um það að ömurð og vonleysi er kjörlendi sköpunar og gríns. Þunglyndi lögfræðingurinn skrifaði bókmenntalegt stórvirki um skrifstofublók sem breytist í risavaxna bjöllu. Lestur á Kafka hefur skilið fólk eftir í hysterísku hláturskasti og síðan tilfinningalegri pattstöðu. Enda dauðans alvara að hlátur er skuggamynd gráts. Datt sjálfri í hug handrit að þriggja binda fantasíubók þar sem ég sat í helvískri tilvistarkrísu á tannlæknabiðstofu og beið þess að deyja úr kvölum. Gleymdi öllu andartakið sem ég renndi mér í stólinn og fékk flúorlakk í stað þess að vera leidd fyrir aftökusveit. Af þessum sökum elska ég umferðarteppur, barnaafmæli á sunnudögum og klukkustundir af panflautuleik í fyrirtækjasímum. Ég veit að þá tekur sköpunargyðjan sér bólfestu í mér. Enginn skyldi vanmeta hundleiðinlegar eða pirrandi upplifanir. Þær eru veislumáltíð fyrir andann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun
Senn stíflast bréfalúgur landsmanna af boðskortum í fermingarveislur. Vart finnst betri prófun á manndómi en að vera kyrrsettur í loftlausum veislusal með myntugrænu þema sem manni flökrar við. Á borðum eru skálar fullar af sérpöntuðu m&m-i með áprentuðum myndum af fermingarbarni með glerharða slöngulokka. Þurrum kransakökubita er skolað niður með glasi af moðvolgu appelsíni og öllum er bumbult. Það vill ekki nokkur lifandi sála vera í fermingarveislu. Ekki einu sinni fermingarbarnið sjálft þótt alltaf séu til undantekningar sem sanna regluna. Þá er gott að muna að andinn rís hæst í glötuðum aðstæðum. Bestu hugmyndirnar fæðast í skraufþurrum þýskutíma og höktandi lyftum. Franz Kafka er prímadæmi um það að ömurð og vonleysi er kjörlendi sköpunar og gríns. Þunglyndi lögfræðingurinn skrifaði bókmenntalegt stórvirki um skrifstofublók sem breytist í risavaxna bjöllu. Lestur á Kafka hefur skilið fólk eftir í hysterísku hláturskasti og síðan tilfinningalegri pattstöðu. Enda dauðans alvara að hlátur er skuggamynd gráts. Datt sjálfri í hug handrit að þriggja binda fantasíubók þar sem ég sat í helvískri tilvistarkrísu á tannlæknabiðstofu og beið þess að deyja úr kvölum. Gleymdi öllu andartakið sem ég renndi mér í stólinn og fékk flúorlakk í stað þess að vera leidd fyrir aftökusveit. Af þessum sökum elska ég umferðarteppur, barnaafmæli á sunnudögum og klukkustundir af panflautuleik í fyrirtækjasímum. Ég veit að þá tekur sköpunargyðjan sér bólfestu í mér. Enginn skyldi vanmeta hundleiðinlegar eða pirrandi upplifanir. Þær eru veislumáltíð fyrir andann.