73% aukning í bílasölu á árinu Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2016 09:28 Aukningin í febrúar var 65,8%. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 29 febrúar sl. jókst um 72,9% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 2.267 á móti 1.312 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 957 bíla. Þar af eru nýskráðir bílaleigubílar 892 stk. Á sama tíma 2015 voru nýskráðir bílaleigubílar 388 stk. Þó sala til einstaklinga og fyrirtækja hafi tekið við sér á síðasta ári og áframhald sé á þeirri þróun þá er sú fjölgun sem á sér stað í fjölda ferðamanna aðal drifkraftur í sölu nýrra bíla eins og sjá má á nýskráningartölum, segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Í febrúar einum var 65,8 % aukning í nýskráningum fólksbíla samanborið við fyrra ár. Alls voru nýskráðir 1.048 nýir fólksbílar í febrúar sl. á móti 632 á síðasta ári. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 29 febrúar sl. jókst um 72,9% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 2.267 á móti 1.312 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 957 bíla. Þar af eru nýskráðir bílaleigubílar 892 stk. Á sama tíma 2015 voru nýskráðir bílaleigubílar 388 stk. Þó sala til einstaklinga og fyrirtækja hafi tekið við sér á síðasta ári og áframhald sé á þeirri þróun þá er sú fjölgun sem á sér stað í fjölda ferðamanna aðal drifkraftur í sölu nýrra bíla eins og sjá má á nýskráningartölum, segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Í febrúar einum var 65,8 % aukning í nýskráningum fólksbíla samanborið við fyrra ár. Alls voru nýskráðir 1.048 nýir fólksbílar í febrúar sl. á móti 632 á síðasta ári.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent