Bílasala í Bandaríkjunum á fljúgandi ferð Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2016 11:16 Volvo XC90 jeppinn á mikinn þátt í mikilli söluaukningu Volvo í Bandaríkjunum. Autoblog Á síðasta ári var bílasala í Bandaríkjunum einkar góð og framhald er á því á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Salan það sem af er ári bendir til þess að heildarsalan á árinu stefni í 17,7 milljón bíla sölu, nokkru meira en í fyrra. Salan í febrúar var 6,8% meiri en í fyrra. Eins og fyrri daginn er árangur einstakra framleiðanda misjafn. Athygliverð er góð sala Volvo og Land Rover en jafn athygliverð er söluminnkun merkja eins og Chrysler og General Motors. Sala Volvo er 31% meiri í febrúar í ár en í fyrra og Land Rover 30,5% meiri. Reyndar náði Maserati 51,4% meiri sölu í ár en í fyrra en bak við það er fáir bílar. Sala Lincoln bíla var 30,4% meiri, sala RAM 30,4% meiri, Jeep 22,6% meiri og Ford 19,9% og bak við það eru 208.000 bílar í febrúar. Á hinni hliðinni er sala Chrysler 26,1% minni en í fyrra, Mini 23,7% minni, Mazda 16,0% minni, Volkswagen 13,2% minni og það telst kannski eðlilegt vegna disilvélasvindlsins og að margar bílgerðir hafa verið teknar úr sölu. BMW upplifði 10,8% minnkun og Mercedes Benz 0,3% minnkun á meðan Audi náði 2,3% aukningu. Af asísku merkjunum náði Honda mestri aukningu eða 14,9%%, Honda 13,0%, Nissan 12,9%, Toyota 4,7%, Mitsubishi 4,5% og Subaru 1,6% aukningu, en eins og áður sagði minnkaði sala Mazda um 16,0%. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent
Á síðasta ári var bílasala í Bandaríkjunum einkar góð og framhald er á því á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Salan það sem af er ári bendir til þess að heildarsalan á árinu stefni í 17,7 milljón bíla sölu, nokkru meira en í fyrra. Salan í febrúar var 6,8% meiri en í fyrra. Eins og fyrri daginn er árangur einstakra framleiðanda misjafn. Athygliverð er góð sala Volvo og Land Rover en jafn athygliverð er söluminnkun merkja eins og Chrysler og General Motors. Sala Volvo er 31% meiri í febrúar í ár en í fyrra og Land Rover 30,5% meiri. Reyndar náði Maserati 51,4% meiri sölu í ár en í fyrra en bak við það er fáir bílar. Sala Lincoln bíla var 30,4% meiri, sala RAM 30,4% meiri, Jeep 22,6% meiri og Ford 19,9% og bak við það eru 208.000 bílar í febrúar. Á hinni hliðinni er sala Chrysler 26,1% minni en í fyrra, Mini 23,7% minni, Mazda 16,0% minni, Volkswagen 13,2% minni og það telst kannski eðlilegt vegna disilvélasvindlsins og að margar bílgerðir hafa verið teknar úr sölu. BMW upplifði 10,8% minnkun og Mercedes Benz 0,3% minnkun á meðan Audi náði 2,3% aukningu. Af asísku merkjunum náði Honda mestri aukningu eða 14,9%%, Honda 13,0%, Nissan 12,9%, Toyota 4,7%, Mitsubishi 4,5% og Subaru 1,6% aukningu, en eins og áður sagði minnkaði sala Mazda um 16,0%.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent