Ellefu ára fór holu í höggi á vellinum hans Tigers fyrir framan goðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. mars 2016 09:00 Taylor Crozier, ellefu ára kylfingur frá Corpus Christi, mun ekki gleyma gærdeginum svo lengi sem hann lifir. Crozier var einn af nokkrum ungmennum úr unglingagolfsambandi suður-Texas sem var boðið að spila fyrsta hringinn á nýjum velli, The Playgrounds, í Montgomery í Texas sem Tiger Woods hjálpaði til við að hanna. Völlurinn er tíu holur og ætlaður fyrir fjölskylduskemmtun eða hágæða æfingar í stutta spilinu. Hann er hluti af Bluejack National-vellinum, en Tiger kom einnig að hönnun hans. Taylor Crozier mætti á fyrsta teig og gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á fyrstu braut sem er 74 metra par þrjú hola. Eðlilega ætlaði allt um koll að keyra á vellinum, en Tiger kom hlaupandi að drengnum og faðmaði hann. Þetta var fyrsta höggið sem er slegið á vellinum og það var þessi ellefu ára drengur sem opnaði The Playgrounds með holu í höggi. Þetta magnaða högg stráksins má sjá hér að ofan. Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Taylor Crozier, ellefu ára kylfingur frá Corpus Christi, mun ekki gleyma gærdeginum svo lengi sem hann lifir. Crozier var einn af nokkrum ungmennum úr unglingagolfsambandi suður-Texas sem var boðið að spila fyrsta hringinn á nýjum velli, The Playgrounds, í Montgomery í Texas sem Tiger Woods hjálpaði til við að hanna. Völlurinn er tíu holur og ætlaður fyrir fjölskylduskemmtun eða hágæða æfingar í stutta spilinu. Hann er hluti af Bluejack National-vellinum, en Tiger kom einnig að hönnun hans. Taylor Crozier mætti á fyrsta teig og gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á fyrstu braut sem er 74 metra par þrjú hola. Eðlilega ætlaði allt um koll að keyra á vellinum, en Tiger kom hlaupandi að drengnum og faðmaði hann. Þetta var fyrsta höggið sem er slegið á vellinum og það var þessi ellefu ára drengur sem opnaði The Playgrounds með holu í höggi. Þetta magnaða högg stráksins má sjá hér að ofan.
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira