Tesla býður til frumsýningar Tesla Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2016 09:06 Tesla Model 3. Tesla hefur sent boðskort út vegna frumsýningar nýjasta rafmagnsbíls fyrirtækisins, Tesla Model 3. Hann á að vera um helmingi ódýrari en Tesla Model S og kosta um 35.000 dollara og hafa drægni uppá um 320 kílómetra á fullri rafhleðslu. Bíllinn verður frumsýndur þann 31. mars en til stendur að afhendingar á bílnum hefjist í lok næsta árs. Búist er við heilmiklu partýi eins og ávallt þegar Tesla boðar til frumsýningar á nýjum bíl. Ekki er þó víst að sama aðalnum verði boðið, þar sem hér er um að ræða mun ódýrari bíl fyrir annarskonar kaupendur en á Tesla Model S og Model X. Bíllinn verður frumsýndur í S-Kaliforníu og líkum hefur verið leitt að því að það muni verða í Tesla Design Studios í Hawthorne, þar sem Tesla Model X var kynntur árið 2012. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent
Tesla hefur sent boðskort út vegna frumsýningar nýjasta rafmagnsbíls fyrirtækisins, Tesla Model 3. Hann á að vera um helmingi ódýrari en Tesla Model S og kosta um 35.000 dollara og hafa drægni uppá um 320 kílómetra á fullri rafhleðslu. Bíllinn verður frumsýndur þann 31. mars en til stendur að afhendingar á bílnum hefjist í lok næsta árs. Búist er við heilmiklu partýi eins og ávallt þegar Tesla boðar til frumsýningar á nýjum bíl. Ekki er þó víst að sama aðalnum verði boðið, þar sem hér er um að ræða mun ódýrari bíl fyrir annarskonar kaupendur en á Tesla Model S og Model X. Bíllinn verður frumsýndur í S-Kaliforníu og líkum hefur verið leitt að því að það muni verða í Tesla Design Studios í Hawthorne, þar sem Tesla Model X var kynntur árið 2012.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent