Er Quant F NanoFlowcell forvitnilegasti bíllinn í Genf? Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2016 10:34 Líklegast er fumlegasta bílgerðin sem til sýnis er nú á bílasýningunni í Genf þessi Quant F NanoFlowcell bíll, ekki síst vegna þess fyrir hverju hann gengur. Hann er drifinn áfram af tveimur blöndum af jákvætt hlöðnum og neikvætt hlöðnum vökvum sem framleiða rafmagn fyrir fjóra rafmótora bílsins sem samtals orka 125 hestöfl. Það dugar þessum laglega hannaða bíl að spretta í hundraðið á minna en 5 sekúndum og ná yfir 200 km hraða. Bíllinn er afar stuttur, eða 3,91 metri og hefur sæti fyrir fjóra með 2+2 fyrirkomulagi. Bíllinn er með tvo tanka fyrir vökvana sem báðir taka 175 lítra og með þeim kemst bíllinn yfir 1.000 kílómetra. Til stendur af fjöldaframleiða þennan bíl en prófanir standa nú yfir á honum. Bíllinn er ári reffilegur útlits og stendur á risastórum 22 tommu felgum. Hver framtíð svona bíla er skal ósagt látið en þessi tækni er þó spennandi og framístöðutölur magnaðar. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent
Líklegast er fumlegasta bílgerðin sem til sýnis er nú á bílasýningunni í Genf þessi Quant F NanoFlowcell bíll, ekki síst vegna þess fyrir hverju hann gengur. Hann er drifinn áfram af tveimur blöndum af jákvætt hlöðnum og neikvætt hlöðnum vökvum sem framleiða rafmagn fyrir fjóra rafmótora bílsins sem samtals orka 125 hestöfl. Það dugar þessum laglega hannaða bíl að spretta í hundraðið á minna en 5 sekúndum og ná yfir 200 km hraða. Bíllinn er afar stuttur, eða 3,91 metri og hefur sæti fyrir fjóra með 2+2 fyrirkomulagi. Bíllinn er með tvo tanka fyrir vökvana sem báðir taka 175 lítra og með þeim kemst bíllinn yfir 1.000 kílómetra. Til stendur af fjöldaframleiða þennan bíl en prófanir standa nú yfir á honum. Bíllinn er ári reffilegur útlits og stendur á risastórum 22 tommu felgum. Hver framtíð svona bíla er skal ósagt látið en þessi tækni er þó spennandi og framístöðutölur magnaðar.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent