Far Cry Primal: Rússíbanareið hellisbúans Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2016 09:00 Söguhetja leiksins, Takkar, getur tamið rándýr Oros og nýtt þau í orrustu við óvini sína. Mynd/Ubisoft Þrátt fyrir að vera á marga vegu líkur forverum sínum, er nýjasti Far Cry leikurinn, Primal, í grunninn mjög frábrugðinn þeim. Far Cry leikirnir eru fyrst og fremst gerðir til að vera skemmtilegir og veita spilurum frelsi til að valda usla á fjölbreyttan hátt í stórum opnum heimi og þar er FCP engin undantekning. Síðast þegar undirritaður skrifaði dóm um Far Cry leik, sagði ég: „Líklega mun það ekki borga sig fyrir Ubisoft að leika sama leikinn þrisvar, ef svo má að orði komast, og vonandi verður meiri framþróun í næsta Far Cry leik.“ Í stað þess að fara fram á við ákvað Ubisoft hins vegar að farið yrði til baka. Nánar tiltekið um tólf þúsund ár aftur í tímann. Ekki er hægt að segja annað en að það hafi verið góð ákvörðun að taka. Leikurinn gerist árið tíu þúsund fyrir Krist, í landinu Oros í norðanverðri Evrópu. Veiðimaðurinn Takkar, er á ferð ásamt hópi annarra úr Wenja ættbálknum í leit að fólki sínu þegar óhöppin hrannast upp.Verkefni spilara er að koma meðlimum Wenja til bjargar og sameina ættbálkinn á ný, byggja upp þorp og sigra óvini þeirra. Sem og í öðrum Far Cry leikjum þarf að safna auðlindum og veiða dýr, til þess að byggja upp vopnabúr Takkar og betrumbæta hann sem bardagamann. Þá eru fjölmörg verkefni sem hægt er að leysa í Oros, sem tengjast ekki aðal söguþræði leiksins og baráttu Wenja við óvinnveitta ættbálka. Í Primal eru spilarar ekki gangandi vopnabúr eins og í fyrri Far Cry leikjum. Aðal vopn leiksins eru kylfur, spjót og bogar. Í stað hraðskreiðra bíla og báta er nú hægt að ríða ljónum, björnum og fílum. Í stað eiturlyfjabaróna, sérvitra einræðisherra og málaliða þurfa spilarar nú að berjast við frumstæða ættbálka og náttúruna.Wenja ættbálkurinn er í hættu og verkefni Takkars er að koma þeim til bjargar.Mynd/UbisoftNáttúran kemur þó einnig til bjargar og hægt er að tæma rándýr Oros og nota þau til veiða og hernaðar. Leikurinn er mjög ofbeldisfullur og blóðugur, sem virðist eiga rétt á sér miðað við uppsetningu hans á forsögulegum tímum. FCP keyrir á sömu grafíkvél og FC 3 og 4, en hún hefur verið uppfærð og leikurinn lítur mjög vel út. Sagan er þó frekar slöpp og fjendur Takkar eru litlausir. Fyrst og fremst er leikurinn þó einfaldlega skemmtilegur og þá sérstaklega bardagakerfi hans. Oros er risastórt land sem iðar af lífi og það er auðvelt að gleyma verkefninu sem fyrir liggur til að skoða hvað er á bakvið næstu beygju. Hér að neðan má sjá hjartnæmt myndasafn af Takkar og Brandi, sem er uppáhalds gæludýr hans.Brandur hefur mjög gaman af því að leika við aðra ketti.VísirBrandur eignaðist bróðir sem heitir Bjössi Björn.VísirÞað er ekki hægt að fá Brand til að borða kattamat.VísirBrandur er algjört kúridýr.VísirStundum fylgist Brandur ekki með þvi sem er að gerast í kringum sig. Eins og þegar loðfíll ræðst á hann.VísirBrandur er mjög nytjasamur.VísirBrandur svangur.VísirBrandur er svo stór og sterkur að það er hægt að fara á bak á honum.VísirÉg og Brandur rákumst á hóp manna í kvöldgöngu. Það endaði ekki vel.Vísir Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Þrátt fyrir að vera á marga vegu líkur forverum sínum, er nýjasti Far Cry leikurinn, Primal, í grunninn mjög frábrugðinn þeim. Far Cry leikirnir eru fyrst og fremst gerðir til að vera skemmtilegir og veita spilurum frelsi til að valda usla á fjölbreyttan hátt í stórum opnum heimi og þar er FCP engin undantekning. Síðast þegar undirritaður skrifaði dóm um Far Cry leik, sagði ég: „Líklega mun það ekki borga sig fyrir Ubisoft að leika sama leikinn þrisvar, ef svo má að orði komast, og vonandi verður meiri framþróun í næsta Far Cry leik.“ Í stað þess að fara fram á við ákvað Ubisoft hins vegar að farið yrði til baka. Nánar tiltekið um tólf þúsund ár aftur í tímann. Ekki er hægt að segja annað en að það hafi verið góð ákvörðun að taka. Leikurinn gerist árið tíu þúsund fyrir Krist, í landinu Oros í norðanverðri Evrópu. Veiðimaðurinn Takkar, er á ferð ásamt hópi annarra úr Wenja ættbálknum í leit að fólki sínu þegar óhöppin hrannast upp.Verkefni spilara er að koma meðlimum Wenja til bjargar og sameina ættbálkinn á ný, byggja upp þorp og sigra óvini þeirra. Sem og í öðrum Far Cry leikjum þarf að safna auðlindum og veiða dýr, til þess að byggja upp vopnabúr Takkar og betrumbæta hann sem bardagamann. Þá eru fjölmörg verkefni sem hægt er að leysa í Oros, sem tengjast ekki aðal söguþræði leiksins og baráttu Wenja við óvinnveitta ættbálka. Í Primal eru spilarar ekki gangandi vopnabúr eins og í fyrri Far Cry leikjum. Aðal vopn leiksins eru kylfur, spjót og bogar. Í stað hraðskreiðra bíla og báta er nú hægt að ríða ljónum, björnum og fílum. Í stað eiturlyfjabaróna, sérvitra einræðisherra og málaliða þurfa spilarar nú að berjast við frumstæða ættbálka og náttúruna.Wenja ættbálkurinn er í hættu og verkefni Takkars er að koma þeim til bjargar.Mynd/UbisoftNáttúran kemur þó einnig til bjargar og hægt er að tæma rándýr Oros og nota þau til veiða og hernaðar. Leikurinn er mjög ofbeldisfullur og blóðugur, sem virðist eiga rétt á sér miðað við uppsetningu hans á forsögulegum tímum. FCP keyrir á sömu grafíkvél og FC 3 og 4, en hún hefur verið uppfærð og leikurinn lítur mjög vel út. Sagan er þó frekar slöpp og fjendur Takkar eru litlausir. Fyrst og fremst er leikurinn þó einfaldlega skemmtilegur og þá sérstaklega bardagakerfi hans. Oros er risastórt land sem iðar af lífi og það er auðvelt að gleyma verkefninu sem fyrir liggur til að skoða hvað er á bakvið næstu beygju. Hér að neðan má sjá hjartnæmt myndasafn af Takkar og Brandi, sem er uppáhalds gæludýr hans.Brandur hefur mjög gaman af því að leika við aðra ketti.VísirBrandur eignaðist bróðir sem heitir Bjössi Björn.VísirÞað er ekki hægt að fá Brand til að borða kattamat.VísirBrandur er algjört kúridýr.VísirStundum fylgist Brandur ekki með þvi sem er að gerast í kringum sig. Eins og þegar loðfíll ræðst á hann.VísirBrandur er mjög nytjasamur.VísirBrandur svangur.VísirBrandur er svo stór og sterkur að það er hægt að fara á bak á honum.VísirÉg og Brandur rákumst á hóp manna í kvöldgöngu. Það endaði ekki vel.Vísir
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira