Demóið af plötunni veitti inngöngu í Red Bull Music Academy Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. mars 2016 10:00 Auðunn Lúthersson tónlistarmaður er á leið í Red Bull Music Academy í haust. vísir/vilhelm Íslenski tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem margir kannast við undir nafninu Auður, var fyrsti Íslendingurinn sem valinn var inn í Red Bull Music Academy. Um er að ræða margverðlaunaða akademíu sem heldur vinnustofur og námskeið á sviði tónlistar í borgum um allan heim. Hann var valinn inn í akademíuna í fyrra og segir hana hafa reynst sér vel. „Það eru ótrúlega margir sem sækja um þarna og það er líka ótrúlega flott fólk að koma út úr þessu eins og til dæmis Hudson Mohawke sem var aðalnúmerið á Sónar,“ segir Auðunn Lúthersson. Hann fór þó ekki út í akademíuna sem átti að fara fram í París eins og gert var ráð fyrir, vegna hræðilegra atburða sem áttu sér stað. „Daginn sem ég átti að fara út þá var gerð þessi hræðilega hryðjuverkaárás og þessu var frestað. Það var mjög skrítið og sorglegt ferli,“ segir Auðunn. Þó hann hafi ekki farið út segist hann finna fyrir því að vera kominn inn í það plögg sem fylgir akademíunni. Hann fer þó út til Montreal í haust, þar sem akademían fer fram í ár. „Ég er mjög spenntur að kynnast fólkinu þarna. Maður er að fara hitta fólk sem maður hefði aldrei kynnst á litla Íslandi. Það eru alltaf einhver local legends að kenna þarna og það er mikið af frábæru tónlistarfólki frá Kanada.” Vinnustofuhluti RBMA er haldinn árlega og stendur yfir í fimm vikur. Yfir 4.000 umsóknir berast en oftast eru valdir um 60 þátttakendur og fá þeir aðstöðu í húsi með stóru upptökustúdíói, fyrirlestrasal, útvarpsklefa og svefnherbergjum. Aðilar frá Red Bull Music Academy voru staddir á Íslandi fyrir skömmu í tengslum við Sónar-tónlistarhátíðina, þar sem þeir voru með sitt eigið svið ásamt því að útvarpa beint frá hátíðinni. Auðunn er staddur í Ósló þessa dagana þar sem hann kemur fram á tónlistarhátíðinni Bylarm en tónleika hans á hátíðinni má að hluta rekja til Red Bull akademíunnar. „Þetta gigg kemur í gegnum Red Bull og Airwaves en ég er að spila á Red Bull sviði hérna í Ósló. Þetta er ótrúlega flott hátíð og hérna er mikið af upprennandi artistum frá Skandinavíu.“ Auðunn er að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu um þessar mundir en það má segja að þessi væntanlega plata hafi komið honum inn í akademíuna „Ástæðan fyrir því að ég kemst inn í þennan skóla er að ég sendi inn demó af þessari plötur sem ég er að klára þessa dagana.“ Þekktir tónlistarmenn sem hafa útskrifast úr akademíunni eru Nina Kraviz, Flying Lotus, og Lusine. Umsóknareyðublað inn í akademíuna er aðgengilegt á vef Red Bull Music Academy og er umsóknarfresturinn 7. mars. Airwaves Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Íslenski tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem margir kannast við undir nafninu Auður, var fyrsti Íslendingurinn sem valinn var inn í Red Bull Music Academy. Um er að ræða margverðlaunaða akademíu sem heldur vinnustofur og námskeið á sviði tónlistar í borgum um allan heim. Hann var valinn inn í akademíuna í fyrra og segir hana hafa reynst sér vel. „Það eru ótrúlega margir sem sækja um þarna og það er líka ótrúlega flott fólk að koma út úr þessu eins og til dæmis Hudson Mohawke sem var aðalnúmerið á Sónar,“ segir Auðunn Lúthersson. Hann fór þó ekki út í akademíuna sem átti að fara fram í París eins og gert var ráð fyrir, vegna hræðilegra atburða sem áttu sér stað. „Daginn sem ég átti að fara út þá var gerð þessi hræðilega hryðjuverkaárás og þessu var frestað. Það var mjög skrítið og sorglegt ferli,“ segir Auðunn. Þó hann hafi ekki farið út segist hann finna fyrir því að vera kominn inn í það plögg sem fylgir akademíunni. Hann fer þó út til Montreal í haust, þar sem akademían fer fram í ár. „Ég er mjög spenntur að kynnast fólkinu þarna. Maður er að fara hitta fólk sem maður hefði aldrei kynnst á litla Íslandi. Það eru alltaf einhver local legends að kenna þarna og það er mikið af frábæru tónlistarfólki frá Kanada.” Vinnustofuhluti RBMA er haldinn árlega og stendur yfir í fimm vikur. Yfir 4.000 umsóknir berast en oftast eru valdir um 60 þátttakendur og fá þeir aðstöðu í húsi með stóru upptökustúdíói, fyrirlestrasal, útvarpsklefa og svefnherbergjum. Aðilar frá Red Bull Music Academy voru staddir á Íslandi fyrir skömmu í tengslum við Sónar-tónlistarhátíðina, þar sem þeir voru með sitt eigið svið ásamt því að útvarpa beint frá hátíðinni. Auðunn er staddur í Ósló þessa dagana þar sem hann kemur fram á tónlistarhátíðinni Bylarm en tónleika hans á hátíðinni má að hluta rekja til Red Bull akademíunnar. „Þetta gigg kemur í gegnum Red Bull og Airwaves en ég er að spila á Red Bull sviði hérna í Ósló. Þetta er ótrúlega flott hátíð og hérna er mikið af upprennandi artistum frá Skandinavíu.“ Auðunn er að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu um þessar mundir en það má segja að þessi væntanlega plata hafi komið honum inn í akademíuna „Ástæðan fyrir því að ég kemst inn í þennan skóla er að ég sendi inn demó af þessari plötur sem ég er að klára þessa dagana.“ Þekktir tónlistarmenn sem hafa útskrifast úr akademíunni eru Nina Kraviz, Flying Lotus, og Lusine. Umsóknareyðublað inn í akademíuna er aðgengilegt á vef Red Bull Music Academy og er umsóknarfresturinn 7. mars.
Airwaves Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira