Íslenski boltinn

Valskonur bæta við sexföldum Íslandsmeistara í liðið sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pála Marie Einarsdóttir fagnar hér Íslandsmeistaratitli með Val.
Pála Marie Einarsdóttir fagnar hér Íslandsmeistaratitli með Val. Vísir/Stefán
Pála Marie Einarsdóttir hefur gengið frá tveggja ára samningi við Val og mun spila mðe Hlíðarendaliðinu í Pepsi-deild kvenna í sumar.

„Andrúmsloftið í kringum liðið er mjög gott og mikill metnaður hjá öllum í kringum félagið að ná góðum árangri í sumar. Félagið hefur líka verið að sækja leikmenn sem þekkja það að spila með Val og einnig aðra sem þekkja sigurtilfinninguna vel. Þjálfarateymið er líka gott og þeir setja miklar kröfur á okkur leikmennina. Það er því margt sem heillar við að vera að spila með liðinu núna," segir Pála Marie Einarsdóttir í viðtali við heimasíðu Vals.

Pála Marie Einarsdóttir spilaði síðast 4 leiki með Vals í Pepsi-deildinni sumarið 2014 en hún kom fyrst til Vals frá Haukum árið 2003.

Pála Marie er 32 ára varnarmaður sem hefur spilað 171 leik fyrir Val í efstu deild og hefur spilað fyirr öll landsliðin.

„Mér finnst ég í raun aldrei hafa farið enda mætt á æfingar við hvert tækifæri í pásunni sem ég hef verið í. Hjartað mitt slær fyrir mfl kvenna og hefur gert það síðan ég kom í félagið 2002. Mér finnst það forréttindi að mæta á æfingar og gera það sem ég elska, að spila fótbolta með frábærum knattspyrnukonum," segir Pála Marie í fyrrnefndu viðtali.

Pála Marie Einarsdóttir þekkir það vel að vinna titla með Val en hún varð á sínum tíma sex sinnum Íslandsmeistari (2004, 2006, 2007, 2008, 2009 og 2010) og fjórum sinnum bikarmeistari með Valsliðinu (2003, 2006, 2009 og 2010).


Tengdar fréttir

Margrét Lára byrjar vel með Valsliðinu

Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og nú nýr fyrirliðið hjá Val, byrjar vel í endurkomu sinni á Hlíðarenda.

Rúna Sif fer frá Stjörnunni yfir í Val

Rúna Sif Stefánsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val og mun spila með Hlíðarendaliðinu í Pepsi-deild kvenna í fótbolta næsta sumar.

Valur heldur áfram að safna liði

Valur heldur áfram að safna liði fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í fótbolta á næsta tímabili en í gær skrifaði Thelma Björk Einarsdóttir undir tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×