Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. mars 2016 12:13 „Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. vísir/getty Kosið verður um aðild BDSM-félagsins á Íslandi að Samtökunum ’78 á aðalfundi samtakanna í dag. Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður Samtakanna ’78, segir umsóknina hafa verið vel kynnta fyrir félagsmönnum. Vissulega séu skiptar skoðanir, en að hann treysti því að fólk taki upplýsta ákvörðun um málið. „ Við höfum haldið opna og upplýsandi fundi fyrir okkar félagsfólk. Mér finnst umræður hafa verið mjög góðar og málefnalegar til að upplýsa þessi mál. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá eru deildar meiningar um þetta en ég hef fulla trú á því að fólk kynni sér málin og taki svo afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir. En það er auðvitað þess vegna sem stjórnin hefur ákveðið að gefa ekki út neina línu í þessu máli. Við vitum að þetta er umdeilt í félaginu,” segir Hilmar í samtali við Vísi.Hilmar Hildarson Magnúsarson.vísir/gvaEkki þörf á endurskilgreiningu Aðspurður segir hann fordæmi fyrir því að BDSM-félag sé partur af samtökum hinsegin fólks. „Já, þetta þekkist í nágrannalöndum, til dæmis í Noregi, Landssamtökum hinsegin fólks í Noregi, LLH. Ég veit ekki betur en að það hafi gengið ágætlega.” Þá segir hann samtökin koma til með að stækka eilítið, verði aðild félagsins samþykkt. Líklega séu 30-50 manns í BDSM félaginu. Hann segir ekki þörf á að endurskilgreina samtökin „Þau tala um BDSM sem kynhneigð og ég myndi ekki telja að það sé þörf á einhverri endurskilgreiningu.”Ekki allir sammála um hvað sé kynhneigð Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum að aðild BDSM-félaga að hinsegin-hópum sé stórflókið og rammpólitískt mál. Fræðimenn séu ekki sammála um hvað sé kynhneigð og hversu mikið hún orsakist af líffræðilegum þáttum eða félagsmótun. „Það sem menn eru að sjá í dag er að stór hluti BDSM-fólks upplifir þetta sem part af sinni kynverund. Það hefur ekkert með það að gera hvað það gerir inni í svefnherbergi eða ekki. Það fólk er inni í skápnum á nákvæmlega sama hátt og að strögla í mjög svipaða veru með að koma út út skápnum,“ sagði Magnús. Aðalfundur Samtakanna 78 hefst klukkan 14 í dag og er niðurstaðna úr atkvæðagreiðslunni, sem verður leynileg, að vænta upp úr klukkan 17. Hinsegin Tengdar fréttir Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Kosið verður um aðild BDSM-félagsins á Íslandi að Samtökunum ’78 á aðalfundi samtakanna í dag. Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður Samtakanna ’78, segir umsóknina hafa verið vel kynnta fyrir félagsmönnum. Vissulega séu skiptar skoðanir, en að hann treysti því að fólk taki upplýsta ákvörðun um málið. „ Við höfum haldið opna og upplýsandi fundi fyrir okkar félagsfólk. Mér finnst umræður hafa verið mjög góðar og málefnalegar til að upplýsa þessi mál. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá eru deildar meiningar um þetta en ég hef fulla trú á því að fólk kynni sér málin og taki svo afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir. En það er auðvitað þess vegna sem stjórnin hefur ákveðið að gefa ekki út neina línu í þessu máli. Við vitum að þetta er umdeilt í félaginu,” segir Hilmar í samtali við Vísi.Hilmar Hildarson Magnúsarson.vísir/gvaEkki þörf á endurskilgreiningu Aðspurður segir hann fordæmi fyrir því að BDSM-félag sé partur af samtökum hinsegin fólks. „Já, þetta þekkist í nágrannalöndum, til dæmis í Noregi, Landssamtökum hinsegin fólks í Noregi, LLH. Ég veit ekki betur en að það hafi gengið ágætlega.” Þá segir hann samtökin koma til með að stækka eilítið, verði aðild félagsins samþykkt. Líklega séu 30-50 manns í BDSM félaginu. Hann segir ekki þörf á að endurskilgreina samtökin „Þau tala um BDSM sem kynhneigð og ég myndi ekki telja að það sé þörf á einhverri endurskilgreiningu.”Ekki allir sammála um hvað sé kynhneigð Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum að aðild BDSM-félaga að hinsegin-hópum sé stórflókið og rammpólitískt mál. Fræðimenn séu ekki sammála um hvað sé kynhneigð og hversu mikið hún orsakist af líffræðilegum þáttum eða félagsmótun. „Það sem menn eru að sjá í dag er að stór hluti BDSM-fólks upplifir þetta sem part af sinni kynverund. Það hefur ekkert með það að gera hvað það gerir inni í svefnherbergi eða ekki. Það fólk er inni í skápnum á nákvæmlega sama hátt og að strögla í mjög svipaða veru með að koma út út skápnum,“ sagði Magnús. Aðalfundur Samtakanna 78 hefst klukkan 14 í dag og er niðurstaðna úr atkvæðagreiðslunni, sem verður leynileg, að vænta upp úr klukkan 17.
Hinsegin Tengdar fréttir Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. 25. febrúar 2016 07:00