Stjarnan varð í dag bikarmeistari í hópfimleikum eftir sigur í WOW bikarinn í hópfimleikum sem fór fram í Ásgarði í Garðabæ.
Þetta var eini titilinn sem Stjarnan átti eftir að taka af Gerplu en Stjarnan hafði áður endað sigurgöngu Gerplu á Íslandsmótinu og á Norðurlandamótinu.
Gerplukonur höfðu unnið bikarkeppnina tíu ár í röð og gerði allt til þess að koma í veg fyrir Stjarnan tæki enn einn titilinn af þeim.
Gerpla kallaði meðal annars tvo keppendur heim úr námi í Danmörku til að keppa með liðinu, auk þess sem Glódís Guðgeirsdóttir tók Gerplugallann úr hillunni.
Stjarnan vann öruggan sigur, fékk 57.550 stig á móti 54.483 stigum hjá Gerplu sem varð í öðru sæti. Ármann/Fjölnir varð í þriðja sæti með 41.483 stig. Selfoss varð bikarmeistari í blönduðum flokki þar sem Gerpla varð í öðru sæti og Stjarnan í því þriðja.
Hér fyrir neðan má sjá þegar úrslitin voru tilkynnt og tíu ára sigurganga Gerplu var á enda.
Verðandi bikarmeistarar Stjörnunnar eru hér fyrir neðan að gera sig tilbúnar fyrir bikarkeppnina í dag. Miðað við þessa stemmningu þarf ekki að koma mikið á óvart að þær hafi unnið bikarinn.
Sport