Vísað burt á fimmta mánuði meðgöngu Snærós Sindradóttir skrifar 7. mars 2016 07:00 Meseret Tsegay og Mehratab Abraha eru bæði á þrítugsaldri. Þau hafa verið á flótta í tíu ár frá alræðisríkinu Erítreu. Útlendingastofnun hefur synjað þeim um hæli og kærunefnd útlendingamála synjað þeim um efnislega meðferð. Vísir/AntonBrink Það brýtur í okkur hjartað að vera send burt,“ segir Meseret Tsegay, 25 ára barnshafandi kona, sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli hér á landi. Konan og eiginmaður hennar, Mehretab Abraha, eru frá Erítreu og komu hingað til lands í febrúar á síðasta ári. Þeim er vísað burt á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Hjónin eiga von á dóttur en Meseret er komin fimm mánuði á leið. Hún er undir ströngu eftirliti lækna hér á landi þar sem meðgangan er skilgreind sem áhættumeðganga. Á flóttanum í gegnum Afríku og Evrópu hefur Meseret þrisvar sinnum misst fóstur. Undir eftirliti íslenskra lækna virðist allt ætla að ganga betur. Í dag mun lögfræðingur hjónanna leggja fram beiðni um frestun réttaráhrifa á meðan þau fara dómstólaleiðina í von um hæli hér á landi. Það er ekki óalgengt að slíkum beiðnum sé hafnað og þá verða hjónin send aftur til Ítalíu, en það er fyrsta Evrópulandið sem þau voru skráð inn í.Í gegnum Afríku Meseret var fjórtán ára gömul þegar faðir hennar var handtekinn í heimalandinu Eritríu. „Móðir mín flúði með mig og systur mína, sem þá var tólf ára. Við fórum fótgangandi og á kameldýrum yfir til Súdan. Við vorum að fara ólöglega á milli landa svo við gátum bara ferðast á nóttunni og máttum ekki sjást í eyðimörkinni á daginn.“ Móðir Meseret varð eftir í Súdan en hún er orðin öldruð kona. Meseret fór því ein til Líbíu í von um betra líf. Þar kynntist hún Mehretab. „Þegar ég kom til Trípólí [höfuðborg Líbíu] spurðist ég fyrir um hvar ég gæti hitt fólk frá Erítreu. Svo hitti ég hann.“ Mehretab kom fyrr til Líbíu en hann flúði Eretríu nítján ára gamall til að komast hjá því að fara í herinn. Erítrea er alræðisríki og mannréttindi þar eru virt að vettugi. Mehretab fór sömu leið og Meseret, fótgangandi yfir landamærin til Súdan og þaðan til Líbíu. „Það var mjög erfitt að búa í Líbíu á þessum tíma því við erum kristin. Ef þeir sáu að ég bar kross var ég laminn og mér ógnað með hnífum. Það var betra þegar ég vann í Sahara en ástandið var mjög slæmt í borginni.“Á þessum tíma geisaði stríð í Líbíu og einn daginn var þeim hjónum sagt að allir útlendingar yrðu að koma sér út úr landinu. Meseret var sótt á rútu og flutt niður að strandlengjunni þar sem hennar beið erfið ferð yfir Miðjarðarhafið á hriplekum bát ásamt 300 öðrum. Eiginmaður hennar var fastur við vinnu í Sahara og leiðir skildu. Í flóttamannabúðum „Báturinn lak og við vorum að sökkva. Gæsluskip sem sigldi undir kanadískum fána bjargaði okkur úr hafinu. Það var stelpa þarna alveg komin að því að eiga barn og ástandið var hræðilegt,“ segir Meseret. Farið var með hópinn til Ítalíu og þeim komið fyrir í flóttamannatjaldbúðum. Þegar Mehretab kom tveimur dögum síðar lenti hann í öðrum flóttamannabúðum og þau hjón áttu ekki eftir að vita af hvoru öðru í tvo mánuði. Á endanum bárust boð á milli búðanna sem varð til þess að þau gátu vitað að þau hefðu lifað ferðina yfir Miðjarðarhafið af. „Þegar ég spurði hvort ég mætti skipta um búðir til að vera með eiginmanni mínum var mér sagt að þá þyrfti ég að byrja pappírsferlið mitt upp á nýtt. Svo ég sagði nei. Ég vildi frekar fá leyfi á Ítalíu.“ Meseret fékk hæli á Ítalíu en Mehretab landvistarleyfi. Þau héldu að þeim byði nýtt líf en utanumhaldið var sama sem ekkert og þau enduðu á götunni.Vinnumansal og mafían Hjónin vilja ekki koma fram undir mynd af ótta við glæpamenn sem þau komust í kynni við á Ítalíu. Fari svo að þau verði send aftur til baka óttast þau hefndaraðgerðir. „Ég vil ekki sýna andlit mitt því það veit enginn að ég sé hér. Ég vann á Ítalíu hjá mönnum sem vildu eiga mig eins og þræl. Ég vann við að týna appelsínur hjá þeim en fékk ekkert kaup. Þeir neyddu mig líka til að gera hræðilega hluti,“ segir Mehretab. Mehretab segir að um skipulagða glæpastarfsemi hafi verið að ræða. Hann hafi meðal annars verið neyddur til að fara með fíkniefnasendingar og hafi verið beðinn um að útvega fólk í vinnuþrælkunina. Hann lýsir því að hann hafi verið eins og milliliður fyrir mafíuna. „Þeir voru alltaf að ógna mér með hnífum og byssum. Ég gat ekki krafist þess að fá launin mín greidd og í hvert sinn sem mig vantaði pening af því mér var kalt eða af því ég var svangur þá þurfti ég að fara niður á hnén og grátbiðja um launin mín. Þá fékk ég smáaura.“ „Einn daginn var ég að fara með sendingu af appelsínum ásamt öðrum manni. Við vorum að afferma bílinn þegar hann skreppur frá. Ég komst í peninga frá þeim og svo hljóp ég í burtu eins hratt og ég gat.“ Meseret var þá stödd í Róm og bjó í yfirgefnum byggingum ásamt öðrum hælisleitendum. Hún segir að eiginmaður sinn hafi komið og sagt að vegna peninganna yrðu þau að flýja landið eins hratt og þau gátu.Friðsælt land á hjara veraldar „Við ákváðum að fara til Íslands því það var langt frá Ítalíu. Ég hafði lesið á netinu að Ísland væri friðsælt land og að það væri ekki í Evrópusambandinu. Ég veit samt að þið virðið Dyflinnarreglugerðina. Og það er á grundvelli hennar sem okkur er sagt að fara núna,“ segir Mehretab. „Þeim er alveg sama um stöðu okkar, þau hugsa bara um þessa reglugerð. Við getum ekki dáið vegna Dyflinnarreglugerðarinnar. Á Ítalíu svaf ég í stigagangi í tvær vikur. Lögreglan gerði rassíu á lestarstöðinni svo það var ekki lengur hægt að sofa þar og kirkjan er yfirfull, þó hún hafi reynt að hjálpa okkur. Við höfum engan stað til að fara á.“ Mehretab segir að á Íslandi líði þeim vel og að hér vilji þau ala dóttur sína. „Ég er farinn að sjá framtíð mína hér. Ég var ungur þegar ég flúði heimaland mitt og þá var ég hamingjusamur því ég hélt að ég myndi eiga betra líf, halda áfram að mennta mig og fá vinnu. En þegar ég kom til Súdan var stríð þar líka. Svo þegar ég kom til Ítalíu var ég hamingjusamur því mér hafði verið bjargað af Miðjarðarhafinu og hélt að ég væri kominn til hinnar friðsömu Evrópu.“ Hjónin segja bæði að betra væri að deyja á Íslandi en að fara til baka í óvissuna og enda á götunni. „Á einu ári hér greru ör tíu ára á flótta. Ég er að læra íslensku og við erum að byrja upp á nýtt.“Undirskriftasöfnun til stuðnings hjónunum er hafin. Eritrea Flóttamenn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Það brýtur í okkur hjartað að vera send burt,“ segir Meseret Tsegay, 25 ára barnshafandi kona, sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli hér á landi. Konan og eiginmaður hennar, Mehretab Abraha, eru frá Erítreu og komu hingað til lands í febrúar á síðasta ári. Þeim er vísað burt á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Hjónin eiga von á dóttur en Meseret er komin fimm mánuði á leið. Hún er undir ströngu eftirliti lækna hér á landi þar sem meðgangan er skilgreind sem áhættumeðganga. Á flóttanum í gegnum Afríku og Evrópu hefur Meseret þrisvar sinnum misst fóstur. Undir eftirliti íslenskra lækna virðist allt ætla að ganga betur. Í dag mun lögfræðingur hjónanna leggja fram beiðni um frestun réttaráhrifa á meðan þau fara dómstólaleiðina í von um hæli hér á landi. Það er ekki óalgengt að slíkum beiðnum sé hafnað og þá verða hjónin send aftur til Ítalíu, en það er fyrsta Evrópulandið sem þau voru skráð inn í.Í gegnum Afríku Meseret var fjórtán ára gömul þegar faðir hennar var handtekinn í heimalandinu Eritríu. „Móðir mín flúði með mig og systur mína, sem þá var tólf ára. Við fórum fótgangandi og á kameldýrum yfir til Súdan. Við vorum að fara ólöglega á milli landa svo við gátum bara ferðast á nóttunni og máttum ekki sjást í eyðimörkinni á daginn.“ Móðir Meseret varð eftir í Súdan en hún er orðin öldruð kona. Meseret fór því ein til Líbíu í von um betra líf. Þar kynntist hún Mehretab. „Þegar ég kom til Trípólí [höfuðborg Líbíu] spurðist ég fyrir um hvar ég gæti hitt fólk frá Erítreu. Svo hitti ég hann.“ Mehretab kom fyrr til Líbíu en hann flúði Eretríu nítján ára gamall til að komast hjá því að fara í herinn. Erítrea er alræðisríki og mannréttindi þar eru virt að vettugi. Mehretab fór sömu leið og Meseret, fótgangandi yfir landamærin til Súdan og þaðan til Líbíu. „Það var mjög erfitt að búa í Líbíu á þessum tíma því við erum kristin. Ef þeir sáu að ég bar kross var ég laminn og mér ógnað með hnífum. Það var betra þegar ég vann í Sahara en ástandið var mjög slæmt í borginni.“Á þessum tíma geisaði stríð í Líbíu og einn daginn var þeim hjónum sagt að allir útlendingar yrðu að koma sér út úr landinu. Meseret var sótt á rútu og flutt niður að strandlengjunni þar sem hennar beið erfið ferð yfir Miðjarðarhafið á hriplekum bát ásamt 300 öðrum. Eiginmaður hennar var fastur við vinnu í Sahara og leiðir skildu. Í flóttamannabúðum „Báturinn lak og við vorum að sökkva. Gæsluskip sem sigldi undir kanadískum fána bjargaði okkur úr hafinu. Það var stelpa þarna alveg komin að því að eiga barn og ástandið var hræðilegt,“ segir Meseret. Farið var með hópinn til Ítalíu og þeim komið fyrir í flóttamannatjaldbúðum. Þegar Mehretab kom tveimur dögum síðar lenti hann í öðrum flóttamannabúðum og þau hjón áttu ekki eftir að vita af hvoru öðru í tvo mánuði. Á endanum bárust boð á milli búðanna sem varð til þess að þau gátu vitað að þau hefðu lifað ferðina yfir Miðjarðarhafið af. „Þegar ég spurði hvort ég mætti skipta um búðir til að vera með eiginmanni mínum var mér sagt að þá þyrfti ég að byrja pappírsferlið mitt upp á nýtt. Svo ég sagði nei. Ég vildi frekar fá leyfi á Ítalíu.“ Meseret fékk hæli á Ítalíu en Mehretab landvistarleyfi. Þau héldu að þeim byði nýtt líf en utanumhaldið var sama sem ekkert og þau enduðu á götunni.Vinnumansal og mafían Hjónin vilja ekki koma fram undir mynd af ótta við glæpamenn sem þau komust í kynni við á Ítalíu. Fari svo að þau verði send aftur til baka óttast þau hefndaraðgerðir. „Ég vil ekki sýna andlit mitt því það veit enginn að ég sé hér. Ég vann á Ítalíu hjá mönnum sem vildu eiga mig eins og þræl. Ég vann við að týna appelsínur hjá þeim en fékk ekkert kaup. Þeir neyddu mig líka til að gera hræðilega hluti,“ segir Mehretab. Mehretab segir að um skipulagða glæpastarfsemi hafi verið að ræða. Hann hafi meðal annars verið neyddur til að fara með fíkniefnasendingar og hafi verið beðinn um að útvega fólk í vinnuþrælkunina. Hann lýsir því að hann hafi verið eins og milliliður fyrir mafíuna. „Þeir voru alltaf að ógna mér með hnífum og byssum. Ég gat ekki krafist þess að fá launin mín greidd og í hvert sinn sem mig vantaði pening af því mér var kalt eða af því ég var svangur þá þurfti ég að fara niður á hnén og grátbiðja um launin mín. Þá fékk ég smáaura.“ „Einn daginn var ég að fara með sendingu af appelsínum ásamt öðrum manni. Við vorum að afferma bílinn þegar hann skreppur frá. Ég komst í peninga frá þeim og svo hljóp ég í burtu eins hratt og ég gat.“ Meseret var þá stödd í Róm og bjó í yfirgefnum byggingum ásamt öðrum hælisleitendum. Hún segir að eiginmaður sinn hafi komið og sagt að vegna peninganna yrðu þau að flýja landið eins hratt og þau gátu.Friðsælt land á hjara veraldar „Við ákváðum að fara til Íslands því það var langt frá Ítalíu. Ég hafði lesið á netinu að Ísland væri friðsælt land og að það væri ekki í Evrópusambandinu. Ég veit samt að þið virðið Dyflinnarreglugerðina. Og það er á grundvelli hennar sem okkur er sagt að fara núna,“ segir Mehretab. „Þeim er alveg sama um stöðu okkar, þau hugsa bara um þessa reglugerð. Við getum ekki dáið vegna Dyflinnarreglugerðarinnar. Á Ítalíu svaf ég í stigagangi í tvær vikur. Lögreglan gerði rassíu á lestarstöðinni svo það var ekki lengur hægt að sofa þar og kirkjan er yfirfull, þó hún hafi reynt að hjálpa okkur. Við höfum engan stað til að fara á.“ Mehretab segir að á Íslandi líði þeim vel og að hér vilji þau ala dóttur sína. „Ég er farinn að sjá framtíð mína hér. Ég var ungur þegar ég flúði heimaland mitt og þá var ég hamingjusamur því ég hélt að ég myndi eiga betra líf, halda áfram að mennta mig og fá vinnu. En þegar ég kom til Súdan var stríð þar líka. Svo þegar ég kom til Ítalíu var ég hamingjusamur því mér hafði verið bjargað af Miðjarðarhafinu og hélt að ég væri kominn til hinnar friðsömu Evrópu.“ Hjónin segja bæði að betra væri að deyja á Íslandi en að fara til baka í óvissuna og enda á götunni. „Á einu ári hér greru ör tíu ára á flótta. Ég er að læra íslensku og við erum að byrja upp á nýtt.“Undirskriftasöfnun til stuðnings hjónunum er hafin.
Eritrea Flóttamenn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira