Scott vann annað mótið í röð | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2016 09:45 Ástralinn Adam Scott virðist í frábæru formi þessa dagana en hann fagnaði um helgina sigri á PGA-móti aðra helgina í röð, í þetta sinn á WGC-Cadillac mótinu í Miami. Scott spilaði á 69 höggum á lokahringnum í gær og endaði á tólf höggum undir pari vallarins. Hann vann með eins höggs forystu á Bandaríkjamanninn Bubba Watson, sem spilaði á 68 höggum í gær.Sjá einnig: Adam Scott vann sitt fyrsta mót í eitt og hálft ár Sigurinn stóð þó tæpt þar sem Scott var stálheppinn að lenda ekki úti í vatni á lokaholunni á bláa skrímslinu eins og völlurinn er kallaður þar sem mótið fór fram. „Ég var heppinn að hanga inn á en Scott þurfti að taka erfitt skot eftir teighöggið sitt þar sem hann lenti fyrir aftan tré. Þetta gekk allt saman upp að lokum hjá mér í dag, sérstaklega á átjándu,“ sagði hann. Þetta var þrettándi sigur Scott á PGA-mótaröðinni en þess fyrir utan lenti hann á öðru sæti á móti fyrir fáeinum vikum síðan. Árangurinn mun fleyta honum upp í sjötta sæti heimslistans þegar hann kemur út í dag. Rory McIlroy náði sér ekki á strik á lokahringnum og lék á 74 höggum. Hann hafnaði í þriðja sæti ásamt Englendingnum Danny Willet. Phil Mickelson varð svo fimmti en hann lék á 70 höggum í gær.Adam Scott, last two weeks:Eagles: 2Birdies: 39Pars: 86Bogeys: 14Doubles: 2Quads: 1— Jason Sobel (@JasonSobelESPN) March 6, 2016 Golf Tengdar fréttir Mickelson virðist loks vera búinn að læra á bláa skrímslið Phil Mickelson er í öðru sæti eftir fyrsta hring á Cadillac-meistaramótinu í Miami. 4. mars 2016 10:30 Adam Scott vann sitt fyrsta mót í eitt og hálft ár Ástralinn fékk tæpar 142 milljónir króna fyrir sigurinn á Honda Classic. 29. febrúar 2016 08:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralinn Adam Scott virðist í frábæru formi þessa dagana en hann fagnaði um helgina sigri á PGA-móti aðra helgina í röð, í þetta sinn á WGC-Cadillac mótinu í Miami. Scott spilaði á 69 höggum á lokahringnum í gær og endaði á tólf höggum undir pari vallarins. Hann vann með eins höggs forystu á Bandaríkjamanninn Bubba Watson, sem spilaði á 68 höggum í gær.Sjá einnig: Adam Scott vann sitt fyrsta mót í eitt og hálft ár Sigurinn stóð þó tæpt þar sem Scott var stálheppinn að lenda ekki úti í vatni á lokaholunni á bláa skrímslinu eins og völlurinn er kallaður þar sem mótið fór fram. „Ég var heppinn að hanga inn á en Scott þurfti að taka erfitt skot eftir teighöggið sitt þar sem hann lenti fyrir aftan tré. Þetta gekk allt saman upp að lokum hjá mér í dag, sérstaklega á átjándu,“ sagði hann. Þetta var þrettándi sigur Scott á PGA-mótaröðinni en þess fyrir utan lenti hann á öðru sæti á móti fyrir fáeinum vikum síðan. Árangurinn mun fleyta honum upp í sjötta sæti heimslistans þegar hann kemur út í dag. Rory McIlroy náði sér ekki á strik á lokahringnum og lék á 74 höggum. Hann hafnaði í þriðja sæti ásamt Englendingnum Danny Willet. Phil Mickelson varð svo fimmti en hann lék á 70 höggum í gær.Adam Scott, last two weeks:Eagles: 2Birdies: 39Pars: 86Bogeys: 14Doubles: 2Quads: 1— Jason Sobel (@JasonSobelESPN) March 6, 2016
Golf Tengdar fréttir Mickelson virðist loks vera búinn að læra á bláa skrímslið Phil Mickelson er í öðru sæti eftir fyrsta hring á Cadillac-meistaramótinu í Miami. 4. mars 2016 10:30 Adam Scott vann sitt fyrsta mót í eitt og hálft ár Ástralinn fékk tæpar 142 milljónir króna fyrir sigurinn á Honda Classic. 29. febrúar 2016 08:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Mickelson virðist loks vera búinn að læra á bláa skrímslið Phil Mickelson er í öðru sæti eftir fyrsta hring á Cadillac-meistaramótinu í Miami. 4. mars 2016 10:30
Adam Scott vann sitt fyrsta mót í eitt og hálft ár Ástralinn fékk tæpar 142 milljónir króna fyrir sigurinn á Honda Classic. 29. febrúar 2016 08:30