Bættu bara við hita og vatni Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2016 10:00 Hópurinn vann verkefnið saman en þau eru öll nemendur á þriðja ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Þriðja árs nemar í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands unnu fyrir jól verkefni í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur en verkefnið, sem ber heitið Úr viðjum víðis, var unnið í áfanganum Stefnumót hönnuða við skógræktarbændur. Áhersla var lögð á að breyta trjátegundinni á margvíslegan máta og sköpuðu nemendurnir þannig fjölbreytt hráefni með ólíka eiginlega en forvitni vekur að engu var þar bætt við nema vatni og hita. „Í ár fengum við bara eina trjátegund til þess að vinna með og það var víðir. Við erum sjö í bekknum og við byrjuðum á að rannsaka víðinn saman sem hópur og héldum því í rauninni bara áfram allan tímann,“ segir Védís Pálsdóttir, ein nemendanna, en verkefnið er auk hennar unnið af þeim Birtu Rós Brynjólfsdóttur, Birni Blumenstein Jóhannessyni, Emilíu Sigurðardóttur, Johanna Seelemann, Kristínu Sigurðardóttur og Theodóru Mjöll Skúladóttur Jack. Védís segir það hafa verið örlítið kvíðvænlegt í fyrstu að vinna einungis með eina trjátegund en hópurinn hafi hins vegar fljótlega áttað sig á því að möguleikarnir væru margir. „Við vorum svolítið hrædd við það í fyrstu að fá bara eina trjátegund að vinna með en svo byrjuðum við að lesa okkur til um víðinn. Til dæmis þekktar aðferðir -eins og pappírsgerð og snærisgerð og svo byrjuðum við að gera tilraunir með það sjálf og það leiddi okkur út í aðrar tilraunir líka.“Útópísk víðisverksmiðja sem veitir innsýn að fullnýtingu efnisins.Mynd/JohannaSeelemannMeðal þess sem kom upp úr krafsinu var kalkmassi, saltsteinn úr víðiösku og tjörugler unnið úr víðivatni en líkt og áður sagði var engu bætt við nema hita og vatni og segir Védís þeim hafa þótt mikilvægt að efninu væri umbreytt þannig að afraksturinn gæti farið aftur út í skóginn og brotnað þar niður sem næring. Védís segir þau jafnframt hafa komist að ýmiss konar fróðleik um víðinn og margt hafi komið þeim á óvart. „Til dæmis þegar við suðum víðinn svo við næðum innri berkinum til þess að búa til snæri tókum við eftir því að vatnið varð svo rautt á litinn. Það kom svo í ljós að það er vegna þess að það er svo mikið tannín í víði og við gerðum alls konar tilraunir með það litarefni.“ Meðlimir hópsins vinna nú að sínum lokaverkefnum en Védís segir verkefnið hafa vakið þau til umhugsunar um þá möguleika sem tengjast viðnum og slær ekki loku fyrir að þau muni í framtíðinni vinna eitthvað áfram með efniviðinn, sér í lagi þar sem víðir sé fremur lítið nýttur hér á landi þó að hann henti íslensku loftslagi vel og vaxi víða. Afrakstur verkefnisins verður hægt að berja augum í Sjóminjasafninu í Reykjavík á HönnunarMars og verður sýningin opnuð á morgun klukkan 17.00 en við sama tilefni verður útgáfu bókarinnar Willow Project fagnað, en bókin kemur út á vegum forlagsins Partusar. gydaloa@frettabladid.is HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Sjá meira
Þriðja árs nemar í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands unnu fyrir jól verkefni í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur en verkefnið, sem ber heitið Úr viðjum víðis, var unnið í áfanganum Stefnumót hönnuða við skógræktarbændur. Áhersla var lögð á að breyta trjátegundinni á margvíslegan máta og sköpuðu nemendurnir þannig fjölbreytt hráefni með ólíka eiginlega en forvitni vekur að engu var þar bætt við nema vatni og hita. „Í ár fengum við bara eina trjátegund til þess að vinna með og það var víðir. Við erum sjö í bekknum og við byrjuðum á að rannsaka víðinn saman sem hópur og héldum því í rauninni bara áfram allan tímann,“ segir Védís Pálsdóttir, ein nemendanna, en verkefnið er auk hennar unnið af þeim Birtu Rós Brynjólfsdóttur, Birni Blumenstein Jóhannessyni, Emilíu Sigurðardóttur, Johanna Seelemann, Kristínu Sigurðardóttur og Theodóru Mjöll Skúladóttur Jack. Védís segir það hafa verið örlítið kvíðvænlegt í fyrstu að vinna einungis með eina trjátegund en hópurinn hafi hins vegar fljótlega áttað sig á því að möguleikarnir væru margir. „Við vorum svolítið hrædd við það í fyrstu að fá bara eina trjátegund að vinna með en svo byrjuðum við að lesa okkur til um víðinn. Til dæmis þekktar aðferðir -eins og pappírsgerð og snærisgerð og svo byrjuðum við að gera tilraunir með það sjálf og það leiddi okkur út í aðrar tilraunir líka.“Útópísk víðisverksmiðja sem veitir innsýn að fullnýtingu efnisins.Mynd/JohannaSeelemannMeðal þess sem kom upp úr krafsinu var kalkmassi, saltsteinn úr víðiösku og tjörugler unnið úr víðivatni en líkt og áður sagði var engu bætt við nema hita og vatni og segir Védís þeim hafa þótt mikilvægt að efninu væri umbreytt þannig að afraksturinn gæti farið aftur út í skóginn og brotnað þar niður sem næring. Védís segir þau jafnframt hafa komist að ýmiss konar fróðleik um víðinn og margt hafi komið þeim á óvart. „Til dæmis þegar við suðum víðinn svo við næðum innri berkinum til þess að búa til snæri tókum við eftir því að vatnið varð svo rautt á litinn. Það kom svo í ljós að það er vegna þess að það er svo mikið tannín í víði og við gerðum alls konar tilraunir með það litarefni.“ Meðlimir hópsins vinna nú að sínum lokaverkefnum en Védís segir verkefnið hafa vakið þau til umhugsunar um þá möguleika sem tengjast viðnum og slær ekki loku fyrir að þau muni í framtíðinni vinna eitthvað áfram með efniviðinn, sér í lagi þar sem víðir sé fremur lítið nýttur hér á landi þó að hann henti íslensku loftslagi vel og vaxi víða. Afrakstur verkefnisins verður hægt að berja augum í Sjóminjasafninu í Reykjavík á HönnunarMars og verður sýningin opnuð á morgun klukkan 17.00 en við sama tilefni verður útgáfu bókarinnar Willow Project fagnað, en bókin kemur út á vegum forlagsins Partusar. gydaloa@frettabladid.is
HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Sjá meira