Íslenski boltinn

Breiðablik og ÍBV með stórsigra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fanndís og samherjar hennar gátu leyft sér að fagna í dag eftir stórsigur á Stjörnunni.
Fanndís og samherjar hennar gátu leyft sér að fagna í dag eftir stórsigur á Stjörnunni. vísir/auðunn
Breiðablik og ÍBV unnu stórsigra í A-deild Lengjubikars kvenna í dag. Breiðablik vann 5-1 sigur á Stjörnunni og ÍBV skoraði sex gegn tveimur mörkum Fylkis.

Jóna Kristín Hauksdóttir kom Blikum yfir eftir tuttugu mínútur í Fífunni í dag og þær Arna Dís Arnþórsdóttir, Fjolla Shala og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir bættu allar við mörkum fyrir hlé.

4-0 í hálfleik og útlitið heldur betur dökkt fyrir Stjörnuna. Harpa Þorsteinsdóttir klóraði í bakkann fyrir Stjörnuna á 62. mínútu, en Arna Dís Arnþórsdóttir gerði út um leikinn með öðru marki sínu og fimmta marki Blika á 65. mínútu.

Í Egilshöll pakkaði ÍBV Fylki saman. Ruth Þórðar Þórðardóttir kom þó Fylki yfir á 21. mínútu, en fyrir hlé skoraði ÍBV þrjú mörk. Shaneka Gordon (2 mörk) og Cloe Lacasse skoruðu og staðan 3-1 í hálfleik.

Hulda Sigurðardóttir minnkaði muninn fyrir Fylki á 56. mínútu, en Rebekah Bass skoraði tvö mörk og Shaneka Gordon eitt áður en yfir lauk. Þrenna hjá Shaneku og lokatölur 6-2 sigur ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×