Lítill Volkswagen jepplingur frumsýndur í Genf Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2016 13:16 Volkswagen hefur sent frá sér þessa mynd af nýja litla jepplingnum. Líkt og margir aðrir bílaframleiðendur bjóða í dag ætlar Volkswagen að smíða mjög lítinn jeppling á næstunni, bíl sem er nokkru minni en Volkswagen Tiguan jepplingurinn. Tilraunaútgáfa af slíkum bíl verður sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf sem hefst 1. mars. Heyrst hefur að þessi tilraunbíll sé svo til tilbúinn til framleiðslu. Hann verður á stærð við Mazda CX-3, Opel Mokka og Renault Captur, svo nokkrir séu nefndir í þessum stærðarflokki. Volkswagen ætlar líka að sýna bíl sem eingöngu verður boðinn í Kína, en hvernig bíl hefur VW ekki látið uppi. Þá verður einnig andlitslyft útgáfa af Up smábílnum sýndur og mun hann fá aflmeiri vél en fyrr. Ofannefndur Opel Mokka verður einnig sýndur með andlitslyftingu í Genf, svo nýr jepplingur VW fær ekki að eiga sviðið í sínum flokki á sýningunni. Volkswagen sýndi hugmyndajepplinginn T-ROC á bílasýningunni í Genf fyrir tveimur árum og sá bíll gæti orðið grunngerð enn nýs jepplings sem yrði á milli VW Tiguan og litla jepplingsins sem nú verður sýndur. Því verður jepplingaflóra Volkswagen brátt ansi stór á næstunni og í takt við það sem margir aðrir bílaframleiðendur eru að bjóða og munu bjóða á næstunni. Sala í flokki lítilla jepplinga (subcompact SUV) jókst um 36% í Evrópu í fyrra og heildarslan þar 1,04 milljón bílar. Best seldist Renault Captur, eða 194.440 bílar og jókst sala hans um 17% á milli ára. Opel Mokka varð í öðru sæti með 163.300 bíla og 28% aukningu. Nýi jepplingur Volkswagen verður líklega ekki seldur í Bandaríkjunum þar sem áherslan þar verður á stærri jeppa/jepplinga Volkswagen. Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent
Líkt og margir aðrir bílaframleiðendur bjóða í dag ætlar Volkswagen að smíða mjög lítinn jeppling á næstunni, bíl sem er nokkru minni en Volkswagen Tiguan jepplingurinn. Tilraunaútgáfa af slíkum bíl verður sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf sem hefst 1. mars. Heyrst hefur að þessi tilraunbíll sé svo til tilbúinn til framleiðslu. Hann verður á stærð við Mazda CX-3, Opel Mokka og Renault Captur, svo nokkrir séu nefndir í þessum stærðarflokki. Volkswagen ætlar líka að sýna bíl sem eingöngu verður boðinn í Kína, en hvernig bíl hefur VW ekki látið uppi. Þá verður einnig andlitslyft útgáfa af Up smábílnum sýndur og mun hann fá aflmeiri vél en fyrr. Ofannefndur Opel Mokka verður einnig sýndur með andlitslyftingu í Genf, svo nýr jepplingur VW fær ekki að eiga sviðið í sínum flokki á sýningunni. Volkswagen sýndi hugmyndajepplinginn T-ROC á bílasýningunni í Genf fyrir tveimur árum og sá bíll gæti orðið grunngerð enn nýs jepplings sem yrði á milli VW Tiguan og litla jepplingsins sem nú verður sýndur. Því verður jepplingaflóra Volkswagen brátt ansi stór á næstunni og í takt við það sem margir aðrir bílaframleiðendur eru að bjóða og munu bjóða á næstunni. Sala í flokki lítilla jepplinga (subcompact SUV) jókst um 36% í Evrópu í fyrra og heildarslan þar 1,04 milljón bílar. Best seldist Renault Captur, eða 194.440 bílar og jókst sala hans um 17% á milli ára. Opel Mokka varð í öðru sæti með 163.300 bíla og 28% aukningu. Nýi jepplingur Volkswagen verður líklega ekki seldur í Bandaríkjunum þar sem áherslan þar verður á stærri jeppa/jepplinga Volkswagen.
Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent