EyeSight tækniundur ársins í Tékklandi Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2016 15:59 Subaru Eyesight styðst við tvær myndavélar í framrúðu Subaru bíla og tengist bremsukerfi þeirra og bregst við aðsteðjandi hættu. Subaru eru vinsælir bílar í Tékklandi og eru farnir að ögra innlenda bílaframleiðandanum Skoda þar í landi. Fyrr í mánuðinum valdi blönduð dómnefnd bílablaðamanna og áhugafólks forvarnarkerfið EyeSight í Subaru Outback sem tækniundur ársins á tékkneska bílamarkaðnum auk þess sem Subaru Levorg blandaði sér í efstu sætin um val á bíl ársins 2016 þar í landi og hlaut á endanum brosið. Öryggiskerfið Eyesight tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna og senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta og greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight gerir einnig greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. EyeSight er eitt fullkomnasta öryggiskerfi sem völ er á í dag og aðstoðar ökumenn við að koma í veg fyrir árekstra. Subaru bílar með EyeSight koma 80% sjaldnar við sögu við aftanákeyrslur og 50% sjaldnar við sögu þar sem ekið var á gangandi vegfarendur. . Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent
Subaru eru vinsælir bílar í Tékklandi og eru farnir að ögra innlenda bílaframleiðandanum Skoda þar í landi. Fyrr í mánuðinum valdi blönduð dómnefnd bílablaðamanna og áhugafólks forvarnarkerfið EyeSight í Subaru Outback sem tækniundur ársins á tékkneska bílamarkaðnum auk þess sem Subaru Levorg blandaði sér í efstu sætin um val á bíl ársins 2016 þar í landi og hlaut á endanum brosið. Öryggiskerfið Eyesight tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna og senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta og greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight gerir einnig greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. EyeSight er eitt fullkomnasta öryggiskerfi sem völ er á í dag og aðstoðar ökumenn við að koma í veg fyrir árekstra. Subaru bílar með EyeSight koma 80% sjaldnar við sögu við aftanákeyrslur og 50% sjaldnar við sögu þar sem ekið var á gangandi vegfarendur. .
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent