Rödd Morgan Freeman í leiðsögukerfi Google Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2016 09:05 Morgan Freeman. Ein frægasta rödd samtímans er vafalaust silkimjúk rödd leikarans Morgan Freeman. Nú geta ökumenn notið hennar í leiðsögukerfi frá Google og fengið leikarann góðkunna sem einskonar heimilisvin. Morgan Freeman er ekki fyrsti leikarinn sem Google fær til að tala inná leiðsögukerfi sitt og hefur til að mynda Arnold Schwarzenegger gert það líka, eins furðulegt og það líklega hljómar. Google greiðir Morgan Freeman ekki himinháar upphæðir fyrir rödd hans heldur gerir hann þetta til kynningar á nýrri kvikmynd sem hann leikur í, London has Fallen, en hún verður frumsýnd 4. mars. Þessi mynd er framhald af myndinni Olympus has Fallen frá árinu 2013 og í þeim báðum leikur Morgan Freeman varaforseta Bandaríkjanna. Í leiðsögukerfi Google ávarpar Morgan Freeman ökumenn líkt og þeir væri forseti Bandaríkjanna og vafalaust mun ökumönnum ekki leiðast það. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent
Ein frægasta rödd samtímans er vafalaust silkimjúk rödd leikarans Morgan Freeman. Nú geta ökumenn notið hennar í leiðsögukerfi frá Google og fengið leikarann góðkunna sem einskonar heimilisvin. Morgan Freeman er ekki fyrsti leikarinn sem Google fær til að tala inná leiðsögukerfi sitt og hefur til að mynda Arnold Schwarzenegger gert það líka, eins furðulegt og það líklega hljómar. Google greiðir Morgan Freeman ekki himinháar upphæðir fyrir rödd hans heldur gerir hann þetta til kynningar á nýrri kvikmynd sem hann leikur í, London has Fallen, en hún verður frumsýnd 4. mars. Þessi mynd er framhald af myndinni Olympus has Fallen frá árinu 2013 og í þeim báðum leikur Morgan Freeman varaforseta Bandaríkjanna. Í leiðsögukerfi Google ávarpar Morgan Freeman ökumenn líkt og þeir væri forseti Bandaríkjanna og vafalaust mun ökumönnum ekki leiðast það.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent