Tónlist

Bein útsending: Fær Björk fimmtu Brit verðlaunin?

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. vísir/getty
Bresku tónlistarverðlaunin, Brit verðlaunin, verða afhent í kvöld við hátíðlega athöfn á O2 Arena í London. Þetta er í 36. skipti sem hátíðin fer fram en að þessu sinni er hún tileinkuð David Bowie sem lést fyrr á árinu.

Íslenska tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir getur unnið sín fimmtu Brit verðlaun í kvöld en hún er tilnefnd sem besti kvenkyns sólólistamaðurinn. Þetta er í áttunda skipti sem Björk hlýtur tilnefningu en hljóti hún verðlaun fer hún upp í þriðja sæti, upp að hlið Prince, yfir þá alþjóðlegu listamenn sem flest verðlaun hafa hlotið á hátíðinni.

Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni má nefna Adele, The Weeknd, Justin Bieber, Coldplay og Rihönnu og Drake. Beina útsendingu frá hátíðinni má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×