Liverpool og Manchester United mætast í Evrópudeildinni | Sjáið allan dráttinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2016 12:15 Jürgen Klopp og Louis van Gaal geta mæst í 16 liða úrslitunum. vísir/getty Ensku liðin Manchester United og Liverpool drógust saman þegar dregið var í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í hádeginu í dag. Leikir Manchester United og Liverpool verða án efa stórleikir sextán liða úrslitanna en fyrri leikurinn fer fram á Anfield í Liverpool en sá síðari á Old Trafford í Manchester. Þetta ættu að vera góðar fréttir fyrir Louis van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United, sem hefur stýrt United til sigurs í öllum fjórum deildarleikjum sínum á móti Liverpool. Þetta verður í fyrsta sinn sem þessir miklu erkifjendur mætast í Evrópukeppni og það verða því margir með augun á þessum spennandi slag ensku liðanna. Hitt enska liðið í pottinum, Tottenham lenti á móti þýska liðinu Borussia Dortmund og fær seinni leikinn á White Hart Lane. Það verða líka frábærar viðureignir. Birkir Bjarnason og félagar í Basel eiga möguleika á því að spila úrslitaleikinn á heimavelli en þeir drógust á móti spænska liðinu Sevilla sem hefur unnið Evrópudeildina tvö undanfarin ár. Það verður einn spænskur slagur því Valencia og Athletic Bilbao drógust saman. Leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 10. og 17. mars næstkomandi en 32 liða úrslitin kláruðust í gær. Liðin stefna öll að komast í úrslitaleikinn á St. Jakob-Park leikvanginum í Basel 18. maí.Liðin sem mætast í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar: Shakhtar Donetsk (Úkraínu) - Anderlecht (Belgía) Basel (Sviss) - Sevilla (Spánn) Villarreal (Spánn) - Leverkusen (Þýskaland) Athletic Bilbao (Spánn) - Valencia (Spánn) Liverpool (England) - Manchester United (England) Sparta Prag (Tékkland) - Lazio (Ítalía) Dortmund (Þýskaland) - Tottenham (England) Fenerbahce (Tyrkland) - Braga (Portúgal)Tweets by @VisirSport Evrópudeild UEFA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Ensku liðin Manchester United og Liverpool drógust saman þegar dregið var í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í hádeginu í dag. Leikir Manchester United og Liverpool verða án efa stórleikir sextán liða úrslitanna en fyrri leikurinn fer fram á Anfield í Liverpool en sá síðari á Old Trafford í Manchester. Þetta ættu að vera góðar fréttir fyrir Louis van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United, sem hefur stýrt United til sigurs í öllum fjórum deildarleikjum sínum á móti Liverpool. Þetta verður í fyrsta sinn sem þessir miklu erkifjendur mætast í Evrópukeppni og það verða því margir með augun á þessum spennandi slag ensku liðanna. Hitt enska liðið í pottinum, Tottenham lenti á móti þýska liðinu Borussia Dortmund og fær seinni leikinn á White Hart Lane. Það verða líka frábærar viðureignir. Birkir Bjarnason og félagar í Basel eiga möguleika á því að spila úrslitaleikinn á heimavelli en þeir drógust á móti spænska liðinu Sevilla sem hefur unnið Evrópudeildina tvö undanfarin ár. Það verður einn spænskur slagur því Valencia og Athletic Bilbao drógust saman. Leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 10. og 17. mars næstkomandi en 32 liða úrslitin kláruðust í gær. Liðin stefna öll að komast í úrslitaleikinn á St. Jakob-Park leikvanginum í Basel 18. maí.Liðin sem mætast í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar: Shakhtar Donetsk (Úkraínu) - Anderlecht (Belgía) Basel (Sviss) - Sevilla (Spánn) Villarreal (Spánn) - Leverkusen (Þýskaland) Athletic Bilbao (Spánn) - Valencia (Spánn) Liverpool (England) - Manchester United (England) Sparta Prag (Tékkland) - Lazio (Ítalía) Dortmund (Þýskaland) - Tottenham (England) Fenerbahce (Tyrkland) - Braga (Portúgal)Tweets by @VisirSport
Evrópudeild UEFA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira