Nissan lokar Leaf appi vegna tíðra árása Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2016 10:34 NissanConnect EV appinu hefur verið lokað tímabundið. Nissan hefur lokað aðgangi að appi sem gert var fyrir Nissan Leaf bílaeigendur og notað hefur verið af þúsundum slíkra eigenda. Ástæðan eru tíðar árásir á hugbúnaðinn þar sem hakkarar geta stjórnað bæði staðsetningarkerfi bílanna og miðstöð þeirra og hefur valdið eigendunum óþægindum. Hugbúnaðurinn heitir NissanConnect EV. Nissan vinnur nú að því að betrumbæta hugbúnaðinn og hefur beðið eigendur bílanna afsökunar á óþægindunum. Til stendur að opna það aftur eftir betrumbætur. Hakkarar komust auðveldlega inní hugbúnaðinn með því að komast yfir kenninúmer bílanna og gátu stjórnað miðstöðvum bílann sem áttu til að eyða öllu rafmagninu á rafhlöðum þeirra. Miklar brotalamir virðast vera í hugbúnaði margra bílaframleiðenda og í gær var hér greint frá því að hakkarar eigi auðvelt með að komast inní lykilaust aðgengi Range Rover jeppa, sem og fjarræsingu þeirra og með því stela þeim á einfaldan hátt. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent
Nissan hefur lokað aðgangi að appi sem gert var fyrir Nissan Leaf bílaeigendur og notað hefur verið af þúsundum slíkra eigenda. Ástæðan eru tíðar árásir á hugbúnaðinn þar sem hakkarar geta stjórnað bæði staðsetningarkerfi bílanna og miðstöð þeirra og hefur valdið eigendunum óþægindum. Hugbúnaðurinn heitir NissanConnect EV. Nissan vinnur nú að því að betrumbæta hugbúnaðinn og hefur beðið eigendur bílanna afsökunar á óþægindunum. Til stendur að opna það aftur eftir betrumbætur. Hakkarar komust auðveldlega inní hugbúnaðinn með því að komast yfir kenninúmer bílanna og gátu stjórnað miðstöðvum bílann sem áttu til að eyða öllu rafmagninu á rafhlöðum þeirra. Miklar brotalamir virðast vera í hugbúnaði margra bílaframleiðenda og í gær var hér greint frá því að hakkarar eigi auðvelt með að komast inní lykilaust aðgengi Range Rover jeppa, sem og fjarræsingu þeirra og með því stela þeim á einfaldan hátt.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent