Læknar með hjálp andanna Frosti Logason skrifar 26. febrúar 2016 14:00 Í byrjun þessa mánaðar var staddur hér á landi bandaríski töfralæknirinn Durek Verrett eða Shaman Durek eins og hann vill sjálfur láta kalla sig. Það voru Tveir heimar sem stóðu fyrir heimsókn hans til landsins og uppákomum honum tengdum en það er einhverskonar jóga og hugleiðslusetur. Miðstöð hugar og heilsu eins og segir á vefsíðu þeirra. Í auglýsingu á forsíðu Tveggja heima var eftirfarandi fullyrðingar að finna: „Shaman Durek starfar með skjólstæðingum af öllum stéttum, þ.á.m. kvikmyndastjörnum frá Hollywood. Þá eru á meðal skjólstæðinga hans tónlistarmenn, forstjórar stórfyrirtækja og kóngafólk í Evrópu. Shaman Durek er einnig eftirsóttur fyrirlesari og kennari. Hann er höfundur á föstum dálki um andlegar hliðar lífsins í The Huffington Post, með reglulegt myndbandsblogg í Frontiers Magazine.“ Þegar betur er að gáð má hinsvegar sjá að Durek Varrett hefur ekkert skrifað fyrir Huffington Post síðan í janúar 2014, og ekki birt myndbönd á Frontiers Magazine síðan 2013. Hann er því hvorki með fasta dálka né regluleg vídeóblogg. Einnig hefur blaðamanni reynst erfitt að staðfesta vinsældir hans sem fyrirlesara en þær vinsældir kunna að vera afstæðar og að einhverju leiti byggðar á huglægu mati. Í spjalli sem blaðamaður átti við Durek Verrett kom fram að hann hefði erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni sem einnig var töfralæknir eða seiðskratti frá Afríku. Amma hans fékk þau skilaboð, að hans sögn, í einhverskonar opinberun að Durek ætti eftir að verða töfralæknir áður en hann fæddist. Samkvæmt Durek eiga öll vandamál, hvort sem þau eru líkamleg eða andleg, sína eigin rödd. Hann segist tækla slík mál með því að tala með beinum hætti við vandamál fôlks og nýtur hann til þess aðstoðar frá ýmiskonar öndum annarra heima. Eða eins og sagði í einni tilkynningu Tveggja heima; „Hann rífur hismið frá kjarnanum og talar við kvillann.“ Sölvi Tryggvason stjórnaði umræðum á Kex hostelAllt kann þetta að hljóma fullkomlega eðlilega í hugum einhverra. En félagsmenn í Vantrú, félagi trúleysingja og þeirra sem hafna hverskonar yfirnáttúru, hafa gagnrýnt töfralækninn harðlega á vefsvæði sínu og víðar. Hafa þeir reyndar gengið svo langt að kalla Shaman Durek bæði svikahrapp og skíthæl og saka hann um að misnota og féflétta fólk sem veikt er fyrir ýmiskonar skottulækningum sökum sjúkleika. Bendir Vantrú á að engin sönnunargögn liggi fyrir um hæfileika Dureks til þess að lækna eitt né neitt eða yfirhöfuð að nokkur maður hafi náð sambandi við anda eða handanheima líkt og hann segist gera reglulega. Shaman Durek og aðstandendur Tveggja heima voru ósátt við þá gagnrýni sem Vantrú setti fram og efndu því til opinnar umræðu á Kex hostel níunda febrúar síðastliðinn. Þar mætti Shaman Durek Brynjari Erni Ellertssyni lífefnafræðingi sem var fulltrúi Vantrúar í rökræðum. Ítrekaði Durek þar fullyrðingar sínar um að hann væri raunverulegur seiðskratti, en alls ekki svikahrappur. Gekk hann meira að segja svo langt að setja sig í beint samband við ósýnilega anda á staðnum þegar gestur í sal spurði hann ráða vegna bakverks. Mjög áhugavert allt saman. Þá fullyrti hann þar einnig að frumur líkamans færu í raunverulegt áfall þegar manneskja lenti til dæmis í bíllsslysi en Brynjar Örn benti honum á að það væri ekki rétt og uppskar fyrir það mikla vandlætingu fundargesta sem voru að stærstum hluta áhugasamir andans menn og aðdáendur bandaríska seiðskrattans. Að neðan má sjá myndband frá fundinum í fullri lengd. Beðist er velvirðingar á að í sumum tilfellum er erfitt að greina spurningar úr sal vegna takmarkaðrar hljóðupptöku. Harmageddon Mest lesið Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Hver græðir á íslenskri tónlist? Harmageddon Björn Jón Bragason kvartaði ekki yfir Secret Solstice Harmageddon Feitlaginn bandarískur umboðsmaður vildi fá hana í rúmið Harmageddon Sannleikurinn: "Helvítis fasistar,“ æpti Ögmundur þegar hann var handtekinn við Kerið Harmageddon Læknar með hjálp andanna Harmageddon „Auðvitað er Hildur bara mennsk eins og við öll“ Harmageddon Segulbandstæki selt í óþökk eiganda Harmageddon Segir Ísland síðasta vígi kristinna manna Harmageddon Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Harmageddon
Í byrjun þessa mánaðar var staddur hér á landi bandaríski töfralæknirinn Durek Verrett eða Shaman Durek eins og hann vill sjálfur láta kalla sig. Það voru Tveir heimar sem stóðu fyrir heimsókn hans til landsins og uppákomum honum tengdum en það er einhverskonar jóga og hugleiðslusetur. Miðstöð hugar og heilsu eins og segir á vefsíðu þeirra. Í auglýsingu á forsíðu Tveggja heima var eftirfarandi fullyrðingar að finna: „Shaman Durek starfar með skjólstæðingum af öllum stéttum, þ.á.m. kvikmyndastjörnum frá Hollywood. Þá eru á meðal skjólstæðinga hans tónlistarmenn, forstjórar stórfyrirtækja og kóngafólk í Evrópu. Shaman Durek er einnig eftirsóttur fyrirlesari og kennari. Hann er höfundur á föstum dálki um andlegar hliðar lífsins í The Huffington Post, með reglulegt myndbandsblogg í Frontiers Magazine.“ Þegar betur er að gáð má hinsvegar sjá að Durek Varrett hefur ekkert skrifað fyrir Huffington Post síðan í janúar 2014, og ekki birt myndbönd á Frontiers Magazine síðan 2013. Hann er því hvorki með fasta dálka né regluleg vídeóblogg. Einnig hefur blaðamanni reynst erfitt að staðfesta vinsældir hans sem fyrirlesara en þær vinsældir kunna að vera afstæðar og að einhverju leiti byggðar á huglægu mati. Í spjalli sem blaðamaður átti við Durek Verrett kom fram að hann hefði erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni sem einnig var töfralæknir eða seiðskratti frá Afríku. Amma hans fékk þau skilaboð, að hans sögn, í einhverskonar opinberun að Durek ætti eftir að verða töfralæknir áður en hann fæddist. Samkvæmt Durek eiga öll vandamál, hvort sem þau eru líkamleg eða andleg, sína eigin rödd. Hann segist tækla slík mál með því að tala með beinum hætti við vandamál fôlks og nýtur hann til þess aðstoðar frá ýmiskonar öndum annarra heima. Eða eins og sagði í einni tilkynningu Tveggja heima; „Hann rífur hismið frá kjarnanum og talar við kvillann.“ Sölvi Tryggvason stjórnaði umræðum á Kex hostelAllt kann þetta að hljóma fullkomlega eðlilega í hugum einhverra. En félagsmenn í Vantrú, félagi trúleysingja og þeirra sem hafna hverskonar yfirnáttúru, hafa gagnrýnt töfralækninn harðlega á vefsvæði sínu og víðar. Hafa þeir reyndar gengið svo langt að kalla Shaman Durek bæði svikahrapp og skíthæl og saka hann um að misnota og féflétta fólk sem veikt er fyrir ýmiskonar skottulækningum sökum sjúkleika. Bendir Vantrú á að engin sönnunargögn liggi fyrir um hæfileika Dureks til þess að lækna eitt né neitt eða yfirhöfuð að nokkur maður hafi náð sambandi við anda eða handanheima líkt og hann segist gera reglulega. Shaman Durek og aðstandendur Tveggja heima voru ósátt við þá gagnrýni sem Vantrú setti fram og efndu því til opinnar umræðu á Kex hostel níunda febrúar síðastliðinn. Þar mætti Shaman Durek Brynjari Erni Ellertssyni lífefnafræðingi sem var fulltrúi Vantrúar í rökræðum. Ítrekaði Durek þar fullyrðingar sínar um að hann væri raunverulegur seiðskratti, en alls ekki svikahrappur. Gekk hann meira að segja svo langt að setja sig í beint samband við ósýnilega anda á staðnum þegar gestur í sal spurði hann ráða vegna bakverks. Mjög áhugavert allt saman. Þá fullyrti hann þar einnig að frumur líkamans færu í raunverulegt áfall þegar manneskja lenti til dæmis í bíllsslysi en Brynjar Örn benti honum á að það væri ekki rétt og uppskar fyrir það mikla vandlætingu fundargesta sem voru að stærstum hluta áhugasamir andans menn og aðdáendur bandaríska seiðskrattans. Að neðan má sjá myndband frá fundinum í fullri lengd. Beðist er velvirðingar á að í sumum tilfellum er erfitt að greina spurningar úr sal vegna takmarkaðrar hljóðupptöku.
Harmageddon Mest lesið Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Hver græðir á íslenskri tónlist? Harmageddon Björn Jón Bragason kvartaði ekki yfir Secret Solstice Harmageddon Feitlaginn bandarískur umboðsmaður vildi fá hana í rúmið Harmageddon Sannleikurinn: "Helvítis fasistar,“ æpti Ögmundur þegar hann var handtekinn við Kerið Harmageddon Læknar með hjálp andanna Harmageddon „Auðvitað er Hildur bara mennsk eins og við öll“ Harmageddon Segulbandstæki selt í óþökk eiganda Harmageddon Segir Ísland síðasta vígi kristinna manna Harmageddon Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Harmageddon