Adam Scott vann sitt fyrsta mót í eitt og hálft ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. febrúar 2016 08:30 Ástralski kylfingurinn Adam Scott stóð uppi sem sigurvegari á Honda Classic-mótinu sem kláraðist á PGA National-vellinum á Flórída í gærkvöldi. Fyrir sigurinn fékk hann rétt tæpar 142 milljónir króna. Scott lék lokahringinn á pari eftir að fá þrjá fugla og þrjá skolla, en í heildina spilaði hann hringina fjóra á níu högum undir pari. Hann lagði grunninn að sigrinum á öðrum og þriðja hring sem hann spilaði á níu undir. Spánverjinn Sergio Garcia var í harðri baráttu við Scott um sigurinn, en Garcia spilaði lokahringinn á einu höggi yfir pari. Hann fór völlinna í heildina á 272 höggum eða átta höggum undir pari, höggi meira en Scott og þurfti því að sætta sig við annað sætið. Bandaríkjamennirnir Blayne Barber og Justin Thomas komu svo næstir en báðir spiluðu þeir hringina fjóra á 275 höggum eða fimm höggum undir pari vallarins. Scott hefur haft hægt um sig í golfheiminum síðan hann tók árið 2014 með trompi. Það ár vann hann sitt fyrsta og eina risamót, Masters-mótið, og komst í efsta sæti heimslistans. Síðan þá hefur hann ekki unnið PGA-mót og var kominn niður í 16. sæti heimslistans. Á sama tíma og þessi 35 ára gamli kylfingur vann ekki neitt voru ungu strákarnir að slá í gegn. Jordan Spieth (átta titlar), Rory McIlroy (sjö titlar) og Jason Day (fimm titlar) unnu samtals 20 mót á milli sigra Scotts, en enginn þeirra er orðinn þrítugur. „Það er svo sannarlega léttir að vinna loksins mót aftur eftir eitt og hálft ár án sigurs. Það verður bara erfiðara og erfiðara að vinna mót nú til dags,“ sagði glaður Adam Scott eftir sigurinn. Hér að ofan má sjá það helsta frá lokadeginum en hér að neðan má sjá geggjað högg Scotts úr sandgryfju 136 metra frá pinna. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Adam Scott stóð uppi sem sigurvegari á Honda Classic-mótinu sem kláraðist á PGA National-vellinum á Flórída í gærkvöldi. Fyrir sigurinn fékk hann rétt tæpar 142 milljónir króna. Scott lék lokahringinn á pari eftir að fá þrjá fugla og þrjá skolla, en í heildina spilaði hann hringina fjóra á níu högum undir pari. Hann lagði grunninn að sigrinum á öðrum og þriðja hring sem hann spilaði á níu undir. Spánverjinn Sergio Garcia var í harðri baráttu við Scott um sigurinn, en Garcia spilaði lokahringinn á einu höggi yfir pari. Hann fór völlinna í heildina á 272 höggum eða átta höggum undir pari, höggi meira en Scott og þurfti því að sætta sig við annað sætið. Bandaríkjamennirnir Blayne Barber og Justin Thomas komu svo næstir en báðir spiluðu þeir hringina fjóra á 275 höggum eða fimm höggum undir pari vallarins. Scott hefur haft hægt um sig í golfheiminum síðan hann tók árið 2014 með trompi. Það ár vann hann sitt fyrsta og eina risamót, Masters-mótið, og komst í efsta sæti heimslistans. Síðan þá hefur hann ekki unnið PGA-mót og var kominn niður í 16. sæti heimslistans. Á sama tíma og þessi 35 ára gamli kylfingur vann ekki neitt voru ungu strákarnir að slá í gegn. Jordan Spieth (átta titlar), Rory McIlroy (sjö titlar) og Jason Day (fimm titlar) unnu samtals 20 mót á milli sigra Scotts, en enginn þeirra er orðinn þrítugur. „Það er svo sannarlega léttir að vinna loksins mót aftur eftir eitt og hálft ár án sigurs. Það verður bara erfiðara og erfiðara að vinna mót nú til dags,“ sagði glaður Adam Scott eftir sigurinn. Hér að ofan má sjá það helsta frá lokadeginum en hér að neðan má sjá geggjað högg Scotts úr sandgryfju 136 metra frá pinna.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira