Innlent

Gert ráð fyrir 600 flóttamönnum í ár

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar vill fjölga nefndarmönnum í kærunefnd útlendingamála um fjóra.
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar vill fjölga nefndarmönnum í kærunefnd útlendingamála um fjóra. Vísir/Stefán
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar vill að nefndarmönnum í kærunefnd útlendingamála verði fjölgað úr þremur í sjö svo hægt verði að styrkja og hraða málsmeðferð hælisumsókna hér á landi. Búist er við að fjöldi hælisleitenda verði um og yfir sex hundruð hér á landi í ár.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að Ísland hafi ekki farið varhluta af þeirri fordæmalausu fjölgun flóttamanna og hælisleitenda sem nú sé að eiga sér stað. Mikil fjölgun hælisleitenda á síðasta ári hér á landi og í Evrópu geri það að verkum að fyrirséð sé að efla verði málsmeðferð sérstaklega fyrir kærunefnd útlendingamála.

Verði heimilað að úrskurða einir í ákveðnum málum

Lagt er til að nefndarmönnum í kærunefnd verði fjölgað um fjóra, að varamaður nefndarinnar verði skipaður í fullt starf og að formanni og varaformanni verði heimilað að úrskurða einir í ákveðnum málum. Þá geti nefndin sjálf ákveðið hvort umsækjandi komi fyrir nefndina í stað þess að umsækjandi eigi rétt á því ef hann óskar eftir því. Jafnframt er lögð til breyting á dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða til að tryggja vandaða málsmeðferð þegar heilbrigðisástæðum er borið við og að réttaráhrifum verði ekki frestað í málum þar sem ríki eru talin örugg upprunarríki.

Þá vill nefndin að Útlendingastofnun verði gert kleift að sinna upplýsingaskyldu gagnvart hælisleitendum líkt og lögreglu i upphafi málsmeðferðar en að einnig verði afnumin heimild Útlendingastofnunar til að taka ákvörðun, án þess að taka viðtal við hælisleitanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×