Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. febrúar 2016 10:28 Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í borginni. Vísir/Vilhelm Fjárfestingar í hótel-og gistirými hafa ekki fylgt eftir vextinum í fjölda ferðamanna og sérstaklega ekki á vinsælustu gistisvæðunum t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Af þessum ástæðum hefur skapast grundvöllur fyrir mikinn vöxt deilihagkerfisins undanfarið. Til að mynda hefur skráðum gistirýmum á Airbnb fjölgað verulega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um Íslenska ferðaþjónustu sem birt var í dag.Sjá einnig: Svona lítur Airbnb Reykjavík útÍ skýrslunni segir að gert sé ráð fyrir að 1,6 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár, sem yrði þá 29 prósent aukning frá árinu 2015. Hins vegar er áætlað að 290 ný hótelherbergi komi á markaðinn 2016 sem nemur 5,8 prósent aukningu á framboði hótelherbergja. Aukið framboð haldi því ekki í við aukna eftirspurn. Þetta leiði því til þess að nýting hótelherbergja mun að öllum líkindum verða hærri á árinu 2016 en á árinu 2015 og stærri hluti ferðamanna leita í aðra gistingu en hótelgistingu. í lok nóvember á árinu 2015 var fjöldi skráðra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.681.Vísir/Vilhelm2,2 milljarða tekjur vegna Airbnb Í skýrslunni kemur fram að í lok nóvember á árinu 2015 var fjöldi skráðra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.681 en þau voru 1.188 í desember á árinu 2014. Skráðum gistirýmum hefur því fjölgað um 126% á tæpu ári. Flest gistirýmin eru skráð í miðbænum og á nærliggjandi svæðum. Á 12 mánaða tímabili frá og með nóvember á árinu 2014 voru seldar um 89,5 þúsund nætur í gegnum Airbnb á þeim gistirýmum sem skráð eru í Reykjavík. Ef gert er ráð fyrir því að fjöldi gesta hafi verið samkvæmt leyfilegu hámarki hverju sinni má áætla að fjöldi gistinótta yfir áðurgreint 12 mánaða tímabil hafi verið 357,6 þúsund.Sjá einnig: Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á AirbnbTil samanburðar þá nam fjöldi gistinótta hótela á höfuðborgarsvæðinu yfir sama tímabil um 1.782 þúsundum. Seldar gistinætur í gegnum Airbnb voru því um 20% af gistinóttum á hótelum. Á þessu sama tímabili voru heildartekjur aðila með skráð gistirými á Airbnb í Reykjavík um 2,22 milljarðar króna. Tekjur hótela á höfuðborgarsvæðinu yfir sama tímabil námu 14,5 milljörðum. Nema tekjur í gegnum Airbnb yfir 12 mánaða tímabil því rúmlega 15% af þeim tekjum sem hótelmarkaðurinn aflaði yfir sama tímabil Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn sækja í einkabílaleigu Algengt er að fólk hafi 300.000 - 800.000 króna tekjur yfir sumarið við lán á bíl sínum. 22. febrúar 2016 11:27 Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00 Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Hótelin í borginni: „Það hefur verið skortur á hótelherbergjum“ Milljón ferðamenn koma til landsins og einhverstaðar þurfa þeir að gista. 12. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fjárfestingar í hótel-og gistirými hafa ekki fylgt eftir vextinum í fjölda ferðamanna og sérstaklega ekki á vinsælustu gistisvæðunum t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Af þessum ástæðum hefur skapast grundvöllur fyrir mikinn vöxt deilihagkerfisins undanfarið. Til að mynda hefur skráðum gistirýmum á Airbnb fjölgað verulega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um Íslenska ferðaþjónustu sem birt var í dag.Sjá einnig: Svona lítur Airbnb Reykjavík útÍ skýrslunni segir að gert sé ráð fyrir að 1,6 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár, sem yrði þá 29 prósent aukning frá árinu 2015. Hins vegar er áætlað að 290 ný hótelherbergi komi á markaðinn 2016 sem nemur 5,8 prósent aukningu á framboði hótelherbergja. Aukið framboð haldi því ekki í við aukna eftirspurn. Þetta leiði því til þess að nýting hótelherbergja mun að öllum líkindum verða hærri á árinu 2016 en á árinu 2015 og stærri hluti ferðamanna leita í aðra gistingu en hótelgistingu. í lok nóvember á árinu 2015 var fjöldi skráðra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.681.Vísir/Vilhelm2,2 milljarða tekjur vegna Airbnb Í skýrslunni kemur fram að í lok nóvember á árinu 2015 var fjöldi skráðra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.681 en þau voru 1.188 í desember á árinu 2014. Skráðum gistirýmum hefur því fjölgað um 126% á tæpu ári. Flest gistirýmin eru skráð í miðbænum og á nærliggjandi svæðum. Á 12 mánaða tímabili frá og með nóvember á árinu 2014 voru seldar um 89,5 þúsund nætur í gegnum Airbnb á þeim gistirýmum sem skráð eru í Reykjavík. Ef gert er ráð fyrir því að fjöldi gesta hafi verið samkvæmt leyfilegu hámarki hverju sinni má áætla að fjöldi gistinótta yfir áðurgreint 12 mánaða tímabil hafi verið 357,6 þúsund.Sjá einnig: Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á AirbnbTil samanburðar þá nam fjöldi gistinótta hótela á höfuðborgarsvæðinu yfir sama tímabil um 1.782 þúsundum. Seldar gistinætur í gegnum Airbnb voru því um 20% af gistinóttum á hótelum. Á þessu sama tímabili voru heildartekjur aðila með skráð gistirými á Airbnb í Reykjavík um 2,22 milljarðar króna. Tekjur hótela á höfuðborgarsvæðinu yfir sama tímabil námu 14,5 milljörðum. Nema tekjur í gegnum Airbnb yfir 12 mánaða tímabil því rúmlega 15% af þeim tekjum sem hótelmarkaðurinn aflaði yfir sama tímabil
Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn sækja í einkabílaleigu Algengt er að fólk hafi 300.000 - 800.000 króna tekjur yfir sumarið við lán á bíl sínum. 22. febrúar 2016 11:27 Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00 Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Hótelin í borginni: „Það hefur verið skortur á hótelherbergjum“ Milljón ferðamenn koma til landsins og einhverstaðar þurfa þeir að gista. 12. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Erlendir ferðamenn sækja í einkabílaleigu Algengt er að fólk hafi 300.000 - 800.000 króna tekjur yfir sumarið við lán á bíl sínum. 22. febrúar 2016 11:27
Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00
Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09
Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30
Hótelin í borginni: „Það hefur verið skortur á hótelherbergjum“ Milljón ferðamenn koma til landsins og einhverstaðar þurfa þeir að gista. 12. nóvember 2015 10:00