Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. febrúar 2016 07:00 Almannavarnarnefnd Mýrdalshrepps fundar í dag vegna slyssins í Reynisfjöru. Mynd/Haraldur Guðjónsson Mynd/Haraldur Guðjónsson Lögregluvakt verður komið fyrir í Reynisfjöru í dag í kjölfar banaslyss sem varð í fjörunni í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Í tilkynningunni segir: „Þá verði gerð áhættugreining á svæðinu í samræmi við tillögur nefndar sem innanríkisráðherra skipaði á síðasta ári til að gera tillögur um öryggi ferðamanna. Í kjölfar niðurstöðu hennar verður tekin ákvörðun um frekari aðgerðir til að tryggja öryggi ferðamanna sem fara um svæðið. Þá er fyrirhugað að gera sambærilega áhættugreiningu fyrir aðra fjölsótta ferðamannastaði.“ Þá mun almannavarnanefnd Mýrdalshrepps funda um málið í dag. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið.Helga ÁrnadóttirSveinn Kristján Rúnarsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, segir þetta vera grunnbúnað ef nokkrir tugir manns koma í heimsókn á dag en nú skipta ferðamennirnir hundruðum. „Við þurfum að fara að endurhugsa þessa staði. Hvernig viljum við hafa þá og hvernig viljum við búa þá?“ segir hann. „Það er almennt á þessum ferðamannastöðum sem við þurfum að endurhugsa hvernig þessum öryggismálum er háttað.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir heildræna öryggisstefnu fyrir ferðamannastaði á landinu vera eitt af þeim forgangsverkefnum stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni sem sérstaklega eru til umfjöllunar í Vegvísi í ferðaþjónustu. „Þetta er einn af þeim mikilvægu og aðkallandi þáttum sem eru tíundaðir í Vegvísinum sem við gáfum út ásamt stjórnvöldum í október síðastliðnum. Þá var stjórnstöð ferðamanna sett á laggirnar til þess að fara ofan í þau verkefni sem eru mest aðkallandi næstu mánuði og ár,“ segir Helga en um er að ræða samráðsvettvang til fimm ára til að tryggja traustan grunn sem kallað hefur verið eftir í íslenskri ferðaþjónustu um langa hríð. „Þar er einmitt öryggi ferðamanna til sérstakrar umfjöllunar. Þar er áherslan á að markvisst verði metnar leiðir til að draga úr slysum og óhöppum ferðamanna og öryggi þeirra aukið,“ segir hún. „Sérstaka áherslu á að leggja á markvisst forvarnarstarf sem felst meðal annars í því að skilgreina hættur og setja reglur og öryggistakmarkanir sem og stýra aðgengi ferðamanna að stöðum þar sem að öryggi þeirra gæti verið ógnað.“SlysiðKlukkan 10.39 í gær barst Neyðarlínu tilkynning um að maður hefði fallið í sjóinn við Reynisfjöru. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að maðurinn stóð á stuðlabergssteini við myndatöku þegar að alda hreif hann á haf út.Hann fannst um hálfan kílómetra frá landi og var látinn þegar björgunarmenn komu á vettvang. Maðurinn var kínverskur ríkisborgari, fæddur 1976, og var hér á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Lögregluvakt verður komið fyrir í Reynisfjöru í dag í kjölfar banaslyss sem varð í fjörunni í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Í tilkynningunni segir: „Þá verði gerð áhættugreining á svæðinu í samræmi við tillögur nefndar sem innanríkisráðherra skipaði á síðasta ári til að gera tillögur um öryggi ferðamanna. Í kjölfar niðurstöðu hennar verður tekin ákvörðun um frekari aðgerðir til að tryggja öryggi ferðamanna sem fara um svæðið. Þá er fyrirhugað að gera sambærilega áhættugreiningu fyrir aðra fjölsótta ferðamannastaði.“ Þá mun almannavarnanefnd Mýrdalshrepps funda um málið í dag. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið.Helga ÁrnadóttirSveinn Kristján Rúnarsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, segir þetta vera grunnbúnað ef nokkrir tugir manns koma í heimsókn á dag en nú skipta ferðamennirnir hundruðum. „Við þurfum að fara að endurhugsa þessa staði. Hvernig viljum við hafa þá og hvernig viljum við búa þá?“ segir hann. „Það er almennt á þessum ferðamannastöðum sem við þurfum að endurhugsa hvernig þessum öryggismálum er háttað.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir heildræna öryggisstefnu fyrir ferðamannastaði á landinu vera eitt af þeim forgangsverkefnum stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni sem sérstaklega eru til umfjöllunar í Vegvísi í ferðaþjónustu. „Þetta er einn af þeim mikilvægu og aðkallandi þáttum sem eru tíundaðir í Vegvísinum sem við gáfum út ásamt stjórnvöldum í október síðastliðnum. Þá var stjórnstöð ferðamanna sett á laggirnar til þess að fara ofan í þau verkefni sem eru mest aðkallandi næstu mánuði og ár,“ segir Helga en um er að ræða samráðsvettvang til fimm ára til að tryggja traustan grunn sem kallað hefur verið eftir í íslenskri ferðaþjónustu um langa hríð. „Þar er einmitt öryggi ferðamanna til sérstakrar umfjöllunar. Þar er áherslan á að markvisst verði metnar leiðir til að draga úr slysum og óhöppum ferðamanna og öryggi þeirra aukið,“ segir hún. „Sérstaka áherslu á að leggja á markvisst forvarnarstarf sem felst meðal annars í því að skilgreina hættur og setja reglur og öryggistakmarkanir sem og stýra aðgengi ferðamanna að stöðum þar sem að öryggi þeirra gæti verið ógnað.“SlysiðKlukkan 10.39 í gær barst Neyðarlínu tilkynning um að maður hefði fallið í sjóinn við Reynisfjöru. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að maðurinn stóð á stuðlabergssteini við myndatöku þegar að alda hreif hann á haf út.Hann fannst um hálfan kílómetra frá landi og var látinn þegar björgunarmenn komu á vettvang. Maðurinn var kínverskur ríkisborgari, fæddur 1976, og var hér á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22
Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30
Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11