Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. febrúar 2016 07:00 Almannavarnarnefnd Mýrdalshrepps fundar í dag vegna slyssins í Reynisfjöru. Mynd/Haraldur Guðjónsson Mynd/Haraldur Guðjónsson Lögregluvakt verður komið fyrir í Reynisfjöru í dag í kjölfar banaslyss sem varð í fjörunni í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Í tilkynningunni segir: „Þá verði gerð áhættugreining á svæðinu í samræmi við tillögur nefndar sem innanríkisráðherra skipaði á síðasta ári til að gera tillögur um öryggi ferðamanna. Í kjölfar niðurstöðu hennar verður tekin ákvörðun um frekari aðgerðir til að tryggja öryggi ferðamanna sem fara um svæðið. Þá er fyrirhugað að gera sambærilega áhættugreiningu fyrir aðra fjölsótta ferðamannastaði.“ Þá mun almannavarnanefnd Mýrdalshrepps funda um málið í dag. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið.Helga ÁrnadóttirSveinn Kristján Rúnarsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, segir þetta vera grunnbúnað ef nokkrir tugir manns koma í heimsókn á dag en nú skipta ferðamennirnir hundruðum. „Við þurfum að fara að endurhugsa þessa staði. Hvernig viljum við hafa þá og hvernig viljum við búa þá?“ segir hann. „Það er almennt á þessum ferðamannastöðum sem við þurfum að endurhugsa hvernig þessum öryggismálum er háttað.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir heildræna öryggisstefnu fyrir ferðamannastaði á landinu vera eitt af þeim forgangsverkefnum stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni sem sérstaklega eru til umfjöllunar í Vegvísi í ferðaþjónustu. „Þetta er einn af þeim mikilvægu og aðkallandi þáttum sem eru tíundaðir í Vegvísinum sem við gáfum út ásamt stjórnvöldum í október síðastliðnum. Þá var stjórnstöð ferðamanna sett á laggirnar til þess að fara ofan í þau verkefni sem eru mest aðkallandi næstu mánuði og ár,“ segir Helga en um er að ræða samráðsvettvang til fimm ára til að tryggja traustan grunn sem kallað hefur verið eftir í íslenskri ferðaþjónustu um langa hríð. „Þar er einmitt öryggi ferðamanna til sérstakrar umfjöllunar. Þar er áherslan á að markvisst verði metnar leiðir til að draga úr slysum og óhöppum ferðamanna og öryggi þeirra aukið,“ segir hún. „Sérstaka áherslu á að leggja á markvisst forvarnarstarf sem felst meðal annars í því að skilgreina hættur og setja reglur og öryggistakmarkanir sem og stýra aðgengi ferðamanna að stöðum þar sem að öryggi þeirra gæti verið ógnað.“SlysiðKlukkan 10.39 í gær barst Neyðarlínu tilkynning um að maður hefði fallið í sjóinn við Reynisfjöru. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að maðurinn stóð á stuðlabergssteini við myndatöku þegar að alda hreif hann á haf út.Hann fannst um hálfan kílómetra frá landi og var látinn þegar björgunarmenn komu á vettvang. Maðurinn var kínverskur ríkisborgari, fæddur 1976, og var hér á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Lögregluvakt verður komið fyrir í Reynisfjöru í dag í kjölfar banaslyss sem varð í fjörunni í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Í tilkynningunni segir: „Þá verði gerð áhættugreining á svæðinu í samræmi við tillögur nefndar sem innanríkisráðherra skipaði á síðasta ári til að gera tillögur um öryggi ferðamanna. Í kjölfar niðurstöðu hennar verður tekin ákvörðun um frekari aðgerðir til að tryggja öryggi ferðamanna sem fara um svæðið. Þá er fyrirhugað að gera sambærilega áhættugreiningu fyrir aðra fjölsótta ferðamannastaði.“ Þá mun almannavarnanefnd Mýrdalshrepps funda um málið í dag. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið.Helga ÁrnadóttirSveinn Kristján Rúnarsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, segir þetta vera grunnbúnað ef nokkrir tugir manns koma í heimsókn á dag en nú skipta ferðamennirnir hundruðum. „Við þurfum að fara að endurhugsa þessa staði. Hvernig viljum við hafa þá og hvernig viljum við búa þá?“ segir hann. „Það er almennt á þessum ferðamannastöðum sem við þurfum að endurhugsa hvernig þessum öryggismálum er háttað.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir heildræna öryggisstefnu fyrir ferðamannastaði á landinu vera eitt af þeim forgangsverkefnum stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni sem sérstaklega eru til umfjöllunar í Vegvísi í ferðaþjónustu. „Þetta er einn af þeim mikilvægu og aðkallandi þáttum sem eru tíundaðir í Vegvísinum sem við gáfum út ásamt stjórnvöldum í október síðastliðnum. Þá var stjórnstöð ferðamanna sett á laggirnar til þess að fara ofan í þau verkefni sem eru mest aðkallandi næstu mánuði og ár,“ segir Helga en um er að ræða samráðsvettvang til fimm ára til að tryggja traustan grunn sem kallað hefur verið eftir í íslenskri ferðaþjónustu um langa hríð. „Þar er einmitt öryggi ferðamanna til sérstakrar umfjöllunar. Þar er áherslan á að markvisst verði metnar leiðir til að draga úr slysum og óhöppum ferðamanna og öryggi þeirra aukið,“ segir hún. „Sérstaka áherslu á að leggja á markvisst forvarnarstarf sem felst meðal annars í því að skilgreina hættur og setja reglur og öryggistakmarkanir sem og stýra aðgengi ferðamanna að stöðum þar sem að öryggi þeirra gæti verið ógnað.“SlysiðKlukkan 10.39 í gær barst Neyðarlínu tilkynning um að maður hefði fallið í sjóinn við Reynisfjöru. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að maðurinn stóð á stuðlabergssteini við myndatöku þegar að alda hreif hann á haf út.Hann fannst um hálfan kílómetra frá landi og var látinn þegar björgunarmenn komu á vettvang. Maðurinn var kínverskur ríkisborgari, fæddur 1976, og var hér á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22
Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30
Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11