Markvörður úr Meistaradeildinni til Fylkis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2016 09:23 Audrey mun berjast um markmannsstöðuna hjá Fylki við Evu Ýr Helgadóttur. mynd/fylkir Fylkir hefur samið við markvörðinn Audrey Rose Baldwin um að leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna á næsta tímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Audrey er fædd árið 1992 og kemur frá Bandaríkjunum. Hún lék með Keflavík í 1. deildinni síðasta sumar en kemur til Fylkis frá hinu sterka danska liði Fortuna Hjörring sem spilaði í Meistaradeild Evrópu. Eva Ýr Helgadóttir varði mark Fylkis í fyrra en hún er á leið í nám til Bandaríkjanna í ágúst. Eva og Audrey munu berjast um markmannsstöðuna hjá Árbæjarliðinu næsta sumar. „Við erum yfir okkur ánægð að hafa klófest markmann á þessum gæðaflokki. Audrey er kominn með fína leikreynslu og fékk að kynnast Meistaradeildinni með Fortuna Hjörring. Við erum í engum vafa um að Audrey muni smellpassa inn í okkar markmið og verður spennandi samkeppni milli hennar og Evu,“ segir Eiður Ben Eiríksson, þjálfari Fylkis, í fréttatilkynningunni. Audrey kveðst einnig ánægð með félagaskiptin: „Ég hafði nokkra möguleika en valdi Fylki. Íslenska deildin er sterk og liðið er spennandi. Ég held að þetta muni henta báðum aðilum vel, ég get hjálpað liðinu að stíga næstu skref og ég gert það sem ég elska, að spila fótbolta og það hjá flottum klúbbi. Markmið mín fyrir komandi tímabil eru skýr, ég ætla að bæta minn leik eins mikið og ég get og vonandi um leið að hjálpa liðinu að ná sínum besta árangri.“ Fylkis-liðið er komið í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins þar sem það mætir Val. Fylkir hefur unnið alla fjóra leiki sína í Reykjavíkurmótinu til þessa með markatölunni 31-1. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Fylkir hefur samið við markvörðinn Audrey Rose Baldwin um að leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna á næsta tímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Audrey er fædd árið 1992 og kemur frá Bandaríkjunum. Hún lék með Keflavík í 1. deildinni síðasta sumar en kemur til Fylkis frá hinu sterka danska liði Fortuna Hjörring sem spilaði í Meistaradeild Evrópu. Eva Ýr Helgadóttir varði mark Fylkis í fyrra en hún er á leið í nám til Bandaríkjanna í ágúst. Eva og Audrey munu berjast um markmannsstöðuna hjá Árbæjarliðinu næsta sumar. „Við erum yfir okkur ánægð að hafa klófest markmann á þessum gæðaflokki. Audrey er kominn með fína leikreynslu og fékk að kynnast Meistaradeildinni með Fortuna Hjörring. Við erum í engum vafa um að Audrey muni smellpassa inn í okkar markmið og verður spennandi samkeppni milli hennar og Evu,“ segir Eiður Ben Eiríksson, þjálfari Fylkis, í fréttatilkynningunni. Audrey kveðst einnig ánægð með félagaskiptin: „Ég hafði nokkra möguleika en valdi Fylki. Íslenska deildin er sterk og liðið er spennandi. Ég held að þetta muni henta báðum aðilum vel, ég get hjálpað liðinu að stíga næstu skref og ég gert það sem ég elska, að spila fótbolta og það hjá flottum klúbbi. Markmið mín fyrir komandi tímabil eru skýr, ég ætla að bæta minn leik eins mikið og ég get og vonandi um leið að hjálpa liðinu að ná sínum besta árangri.“ Fylkis-liðið er komið í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins þar sem það mætir Val. Fylkir hefur unnið alla fjóra leiki sína í Reykjavíkurmótinu til þessa með markatölunni 31-1.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira