Brynjar Eldon Geirsson sá hæfasti af fimmtíu manns sem vildu starfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2016 10:21 Brynjar Eldon Geirsson. Mynd/GSÍ Stjórn Golfsambands Íslands hefur ráðið Brynjar Eldon Geirsson í starf framkvæmdastjóra sambandsins. Starfið var auglýst laust fyrir áramót en tæplega 50 umsækjendur sóttust eftir starfinu. Brynjar er 38 ára gamall og hefur starfað innan golfhreyfingarinnar frá árinu 2000, bæði á Íslandi og í Þýskalandi. Brynjar tók við starfi íþróttastjóra hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar eftir að hafa lokið PGA golfkennaranámi í Þýskalandi. Árið 2007 var hann ráðinn íþróttastjóri hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og hann var um tíma aðstoðarlandsliðsþjálfari hjá GSÍ. Undanfarin tvö ár hefur hann starfað sem íþróttastjóri Märkischer Golfclub Potsdam í Berlín. „Ég hlakka mikið til að takast á við þau fjölmörgu krefjandi verkefni sem fylgja starfinu og er þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri. Ég mun vinna að markmiðum Golfsambands Íslands með hag og framfarir hreyfingarinnar að leiðarljósi í nánu samstarfi við golfklúbba landsins," sagði Brynjar Eldon Geirsson í samtalið við heimasíðu Golfsambandsins en hann mun hefja störf í byrjun mars. „Það er virkilega ánægjulegt að hafa fengið Brynjar til liðs við golfsambandið. Hann býr yfir mikilli þekkingu á golfíþróttinni og verður öflugur liðsmaður. Golfíþróttin hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og það verður spennandi að vinna með Brynjari að áframhaldandi sókn íþróttarinnar,“ sagði Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ um ráðninguna í fréttatilkynningu frá GSÍ. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Stjórn Golfsambands Íslands hefur ráðið Brynjar Eldon Geirsson í starf framkvæmdastjóra sambandsins. Starfið var auglýst laust fyrir áramót en tæplega 50 umsækjendur sóttust eftir starfinu. Brynjar er 38 ára gamall og hefur starfað innan golfhreyfingarinnar frá árinu 2000, bæði á Íslandi og í Þýskalandi. Brynjar tók við starfi íþróttastjóra hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar eftir að hafa lokið PGA golfkennaranámi í Þýskalandi. Árið 2007 var hann ráðinn íþróttastjóri hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og hann var um tíma aðstoðarlandsliðsþjálfari hjá GSÍ. Undanfarin tvö ár hefur hann starfað sem íþróttastjóri Märkischer Golfclub Potsdam í Berlín. „Ég hlakka mikið til að takast á við þau fjölmörgu krefjandi verkefni sem fylgja starfinu og er þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri. Ég mun vinna að markmiðum Golfsambands Íslands með hag og framfarir hreyfingarinnar að leiðarljósi í nánu samstarfi við golfklúbba landsins," sagði Brynjar Eldon Geirsson í samtalið við heimasíðu Golfsambandsins en hann mun hefja störf í byrjun mars. „Það er virkilega ánægjulegt að hafa fengið Brynjar til liðs við golfsambandið. Hann býr yfir mikilli þekkingu á golfíþróttinni og verður öflugur liðsmaður. Golfíþróttin hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og það verður spennandi að vinna með Brynjari að áframhaldandi sókn íþróttarinnar,“ sagði Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ um ráðninguna í fréttatilkynningu frá GSÍ.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira