Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 11:12 Jónas Guðmundsson vinnur að slysavörnum ferðamanna hjá Landsbjörg. vísir Á seinustu tveimur mánuðum hafa fjórir erlendir ferðamenn farist af slysförum hér landi. Í gær lést Kínverji í Reynisfjöru eftir að alda tók hann, í lok janúar lést kínversk kona eftir köfunarslys í Silfru, í byrjun sama mánaðar fannst breskur ferðamaður látinn á Snæfellsnesi og á annan í jólum lést Japani í umferðarslysi á Suðurlandi. Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna og segir Jónas Guðmundsson, ferðamálafræðingur sem vinnur meðal annars að slysavörnum ferðamanna hjá Landsbjörg, málið aðallega snúast um þrjá þætti. „Í fyrsta lagi snýst þetta um forvarnir og fræðslu en það hefur margt verið gert í þeim efnum undanfarin ár, til að mynda með Safe Travel-verkefninu sem er samstarfsverkefni Landsbjargar, ríkisins og ferðaþjónustunnar en það þarf augljóslega að bæta í,“ segir Jónas.Frá Jökulsárlóni en kona frá Kanada lét lífið af slysförum við lónið í fyrra.vísir/valliÞarf uppbyggingu á ferðamannastöðunum og á vegakerfinu Í öðru lagi nefnir hann uppbyggingu innviða sem hann segir langt því frá tilbúna í þá miklu fjölgun ferðamanna sem hér hefur orðið. „Þá er ég tala um uppbyggingu á ferðamannastöðunum sjálfum og svo á vegakerfinu. Hvernig stendur til dæmis á því að við erum ekki búin að setja útskot á svona tíu til tuttugu stöðum á þjóðvegi 1 frá Reykjavík að Jökulsárslóni þar sem ferðamenn geta stoppað og tekið myndir, virt fyrir sér náttúruna og útsýnið. Það ætti að vera lítið mál að fá nokkra aðila úr ferðaþjónustunni, leiðsögumenn eða aðra, til að segja okkur hvar þessi útskot gætu verið og svo væri það bara 100 þúsund króna sekt ef þú stoppar á miðjum veginum,“ segir Jónas. Þriðji þátturinn sem Jónas nefnir er svo eftirlit og löggæsla sem hann segir að þurfi að stórefla. „Langstærstur hluti þeirra ferðamanna sem hingað koma fara um Suðurlandið og ég veit að það er fullur vilji hjá lögreglunni þar til að bæta eftirlit og löggæslu. Allt snýst þetta þó um peninga og nú er það svo að vegna niðurskurðar þarf að fækka um eitt stöðugildi hjá lögreglunni á Suðurlandi á sama tíma og verkefnunum fjölgar stöðugt. Hjá björgunarsveitunum eru síðan útköll vegna ferðamanna á hverjum degi og bara í gær voru þau þrjú á Suðurlandi. Það var banaslysið í Reynisfjöru, rúta og bílar sem sátu föst á bílaplaninu við Jökulsárslón og týndur ferðamaður í Skaftafelli.“Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.vísir/mhh„Galið að lenda í niðurskurði þegar verkefnin hafa aldrei verið fleiri“ Árið 2010 var skýrslu þar sem sett voru fram drög að stefnu í öryggismálum á ákveðnum ferðamannastöðum skilað til stjórnvalda. Landsbjörg kom að þeirri vinnu en aðspurður segir Jónas að nánast ekkert hafi gerst í öryggismálum ferðamanna síðan þá. „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum,“ segir Jónas. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfestir að vegna niðurskurðarkröfu á fjárlögum þessa árs þurfi að fækka um eitt stöðugildi hjá lögreglunni. „Það er auðvitað algjörlega galið að lenda í niðurskurði þegar verkefnin hafa aldrei verið fleiri. Umdæmið er 32 þúsund ferkílómetrar og við erum með 34 lögreglumenn alls. Ellefu eru á vakt á öllu Suðurlandinu í einu en við erum einfaldlega komin í þrot bæði með mannskap og verkefni,“ segir Sveinn Kristján í samtali við Vísi.Ferðamenn í stuðlaberginu í Reynisfjöru.vísir/friðrik þórEkki raunhæft að vera með sólarhringsvakt í Reynisfjöru Samþykkt var fyrir áramót að setja 400 milljónir til viðbótar í löggæslu á landinu en Sveinn segir að ekki sé enn búið að skipta þeim fjármunum niður á lögregluembættin. „Við erum bara að bíða eftir því en bara hér á Suðurlandi vantar lögregluna 200 milljónir. Það vantar einfaldlega orðið mikla peninga til að halda í við þessa þróun sem orðið hefur í fjölda ferðamanna.“ Ákveðið var í gær í kjölfar banaslyssins í Reynisfjöru að hafa lögregluvakt á staðnum á meðan bjart er en Sveinn segir að það sé tímabundin neyðarráðstöfun á meðan verið sé að leggja mat á hættuna sem skapast getur í fjörunni og hvað þurfi að gera þar til að bæta öryggi ferðamanna sem þangað koma. Fundað verður um málið í dag. „Það er ekki raunhæft að hafa þarna sólarhringsvakt en það er ljóst að þarna þarf að bæta merkingar og vísa fólki með betri hætti á það hversu hættulegt þetta svæði getur verið.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Banaslys í Öræfasveit Erlendur ferðamaður lést þegar tveir bílar skullu saman á brúnni yfir Hólá. 26. desember 2015 18:15 Ferðamenn í kröppum dansi í Reynisfjöru: „Fólk hlustar ekki“ Ítrekaðar viðvaranir um hættuna í Reynisfjöru viðrast ekki ná til ferðamanna. 3. febrúar 2016 21:55 Ferðamaður fannst látinn á Snæfellsnesi Erlendi ferðamaðurinn sem leitað hefur verið að frá því síðdegis fannst látinn á sjöunda tímanum í kvöld. 3. janúar 2016 19:22 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Á seinustu tveimur mánuðum hafa fjórir erlendir ferðamenn farist af slysförum hér landi. Í gær lést Kínverji í Reynisfjöru eftir að alda tók hann, í lok janúar lést kínversk kona eftir köfunarslys í Silfru, í byrjun sama mánaðar fannst breskur ferðamaður látinn á Snæfellsnesi og á annan í jólum lést Japani í umferðarslysi á Suðurlandi. Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna og segir Jónas Guðmundsson, ferðamálafræðingur sem vinnur meðal annars að slysavörnum ferðamanna hjá Landsbjörg, málið aðallega snúast um þrjá þætti. „Í fyrsta lagi snýst þetta um forvarnir og fræðslu en það hefur margt verið gert í þeim efnum undanfarin ár, til að mynda með Safe Travel-verkefninu sem er samstarfsverkefni Landsbjargar, ríkisins og ferðaþjónustunnar en það þarf augljóslega að bæta í,“ segir Jónas.Frá Jökulsárlóni en kona frá Kanada lét lífið af slysförum við lónið í fyrra.vísir/valliÞarf uppbyggingu á ferðamannastöðunum og á vegakerfinu Í öðru lagi nefnir hann uppbyggingu innviða sem hann segir langt því frá tilbúna í þá miklu fjölgun ferðamanna sem hér hefur orðið. „Þá er ég tala um uppbyggingu á ferðamannastöðunum sjálfum og svo á vegakerfinu. Hvernig stendur til dæmis á því að við erum ekki búin að setja útskot á svona tíu til tuttugu stöðum á þjóðvegi 1 frá Reykjavík að Jökulsárslóni þar sem ferðamenn geta stoppað og tekið myndir, virt fyrir sér náttúruna og útsýnið. Það ætti að vera lítið mál að fá nokkra aðila úr ferðaþjónustunni, leiðsögumenn eða aðra, til að segja okkur hvar þessi útskot gætu verið og svo væri það bara 100 þúsund króna sekt ef þú stoppar á miðjum veginum,“ segir Jónas. Þriðji þátturinn sem Jónas nefnir er svo eftirlit og löggæsla sem hann segir að þurfi að stórefla. „Langstærstur hluti þeirra ferðamanna sem hingað koma fara um Suðurlandið og ég veit að það er fullur vilji hjá lögreglunni þar til að bæta eftirlit og löggæslu. Allt snýst þetta þó um peninga og nú er það svo að vegna niðurskurðar þarf að fækka um eitt stöðugildi hjá lögreglunni á Suðurlandi á sama tíma og verkefnunum fjölgar stöðugt. Hjá björgunarsveitunum eru síðan útköll vegna ferðamanna á hverjum degi og bara í gær voru þau þrjú á Suðurlandi. Það var banaslysið í Reynisfjöru, rúta og bílar sem sátu föst á bílaplaninu við Jökulsárslón og týndur ferðamaður í Skaftafelli.“Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.vísir/mhh„Galið að lenda í niðurskurði þegar verkefnin hafa aldrei verið fleiri“ Árið 2010 var skýrslu þar sem sett voru fram drög að stefnu í öryggismálum á ákveðnum ferðamannastöðum skilað til stjórnvalda. Landsbjörg kom að þeirri vinnu en aðspurður segir Jónas að nánast ekkert hafi gerst í öryggismálum ferðamanna síðan þá. „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum,“ segir Jónas. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfestir að vegna niðurskurðarkröfu á fjárlögum þessa árs þurfi að fækka um eitt stöðugildi hjá lögreglunni. „Það er auðvitað algjörlega galið að lenda í niðurskurði þegar verkefnin hafa aldrei verið fleiri. Umdæmið er 32 þúsund ferkílómetrar og við erum með 34 lögreglumenn alls. Ellefu eru á vakt á öllu Suðurlandinu í einu en við erum einfaldlega komin í þrot bæði með mannskap og verkefni,“ segir Sveinn Kristján í samtali við Vísi.Ferðamenn í stuðlaberginu í Reynisfjöru.vísir/friðrik þórEkki raunhæft að vera með sólarhringsvakt í Reynisfjöru Samþykkt var fyrir áramót að setja 400 milljónir til viðbótar í löggæslu á landinu en Sveinn segir að ekki sé enn búið að skipta þeim fjármunum niður á lögregluembættin. „Við erum bara að bíða eftir því en bara hér á Suðurlandi vantar lögregluna 200 milljónir. Það vantar einfaldlega orðið mikla peninga til að halda í við þessa þróun sem orðið hefur í fjölda ferðamanna.“ Ákveðið var í gær í kjölfar banaslyssins í Reynisfjöru að hafa lögregluvakt á staðnum á meðan bjart er en Sveinn segir að það sé tímabundin neyðarráðstöfun á meðan verið sé að leggja mat á hættuna sem skapast getur í fjörunni og hvað þurfi að gera þar til að bæta öryggi ferðamanna sem þangað koma. Fundað verður um málið í dag. „Það er ekki raunhæft að hafa þarna sólarhringsvakt en það er ljóst að þarna þarf að bæta merkingar og vísa fólki með betri hætti á það hversu hættulegt þetta svæði getur verið.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Banaslys í Öræfasveit Erlendur ferðamaður lést þegar tveir bílar skullu saman á brúnni yfir Hólá. 26. desember 2015 18:15 Ferðamenn í kröppum dansi í Reynisfjöru: „Fólk hlustar ekki“ Ítrekaðar viðvaranir um hættuna í Reynisfjöru viðrast ekki ná til ferðamanna. 3. febrúar 2016 21:55 Ferðamaður fannst látinn á Snæfellsnesi Erlendi ferðamaðurinn sem leitað hefur verið að frá því síðdegis fannst látinn á sjöunda tímanum í kvöld. 3. janúar 2016 19:22 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Banaslys í Öræfasveit Erlendur ferðamaður lést þegar tveir bílar skullu saman á brúnni yfir Hólá. 26. desember 2015 18:15
Ferðamenn í kröppum dansi í Reynisfjöru: „Fólk hlustar ekki“ Ítrekaðar viðvaranir um hættuna í Reynisfjöru viðrast ekki ná til ferðamanna. 3. febrúar 2016 21:55
Ferðamaður fannst látinn á Snæfellsnesi Erlendi ferðamaðurinn sem leitað hefur verið að frá því síðdegis fannst látinn á sjöunda tímanum í kvöld. 3. janúar 2016 19:22
Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00
Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11