Máttu ekki rukka í Námaskarði og við Leirhnjúk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2016 16:30 Gjaldtakan hófst í júní 2014 og stóð yfir í um mánuð. Vísir/Völundur Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra þess efnis að landeigendum í Reykjahlíð var óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. Landeigendurnir áfrýjuðu dómnum úr héraði til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Í júní 2014 hófst rukkun ferðamanna fyrir heimsókn í Námaskarð og Leirhnjúk. Kostaði 800 krónur inn á hvorn stað. Til stóð að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss en þeirri ákvörðun var frestað um eitt ár og kom aldrei til hennar. Mótmæli voru hávær meðal aðila í ferðaþjónustu.Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar.vísir/völundurÓlafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf., sagði í viðtali við Fréttablaðið gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldtakan lifði í um það bil einn mánuð en þá féllst Sýslumaðurinn á Húsavík á lögbannskröfu hluta félaga í Landeigendafélaginu í Reykjahlíð. Málið fór fyrir héraðsdóm sem kvað sem fyrr segir upp dóm í apríl 2015 þess efnis að gjaldtakan væri ólögleg og lögbannið stæði. Áætlaðar tekjur af gjaldtökunni voru 250 milljónir á tveimur árum eins og sagði í dómnum. Landeigendafélag Reykjahlíðar var dæmt til að greiða þeim fimm landeigendum sem sóttu málið eina milljón króna hverjum í málskostnað fyrir hérað og í Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar í heild má lesa hér. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landeigendur tapa tugum milljóna Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. 16. ágúst 2014 13:00 Lögbann á gjaldtöku við Leirhnjúk og Námaskarð Gjaldtaka hófst á svæðinu þann 18. júní síðastliðinn og voru ferðamenn rukkaðir um 800 krónur (5 evrur) á hvorn stað fyrir sig. 17. júlí 2014 12:08 Segja stöðvun gjaldheimtu vera óskynsamlega og ferðaþjónustunni í óhag Landeigendafélag Reykjahlíðar biðlar til ferðaþjónustufyrirtækja að fara ekki með hópa á hverasvæðin austan Námafjalls og við Leirhjnúk. 21. júlí 2014 17:54 Sveitarstjóri hyggst taka gjald af ferðamönnum á meðan ríkið borgar uppbygginguna Skútustaðahreppur fékk 10 milljóna styrk til að laga göngustíga í landi Reykjahlíðar. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, er forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. 3. júní 2014 07:00 Gjaldtaka hafin á tveimur svæðum austan Mývatns Átta hundruð krónur kostar til að líta náttúruperlurnar augum. 19. júní 2014 10:07 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra þess efnis að landeigendum í Reykjahlíð var óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. Landeigendurnir áfrýjuðu dómnum úr héraði til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Í júní 2014 hófst rukkun ferðamanna fyrir heimsókn í Námaskarð og Leirhnjúk. Kostaði 800 krónur inn á hvorn stað. Til stóð að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss en þeirri ákvörðun var frestað um eitt ár og kom aldrei til hennar. Mótmæli voru hávær meðal aðila í ferðaþjónustu.Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar.vísir/völundurÓlafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf., sagði í viðtali við Fréttablaðið gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldtakan lifði í um það bil einn mánuð en þá féllst Sýslumaðurinn á Húsavík á lögbannskröfu hluta félaga í Landeigendafélaginu í Reykjahlíð. Málið fór fyrir héraðsdóm sem kvað sem fyrr segir upp dóm í apríl 2015 þess efnis að gjaldtakan væri ólögleg og lögbannið stæði. Áætlaðar tekjur af gjaldtökunni voru 250 milljónir á tveimur árum eins og sagði í dómnum. Landeigendafélag Reykjahlíðar var dæmt til að greiða þeim fimm landeigendum sem sóttu málið eina milljón króna hverjum í málskostnað fyrir hérað og í Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar í heild má lesa hér.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landeigendur tapa tugum milljóna Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. 16. ágúst 2014 13:00 Lögbann á gjaldtöku við Leirhnjúk og Námaskarð Gjaldtaka hófst á svæðinu þann 18. júní síðastliðinn og voru ferðamenn rukkaðir um 800 krónur (5 evrur) á hvorn stað fyrir sig. 17. júlí 2014 12:08 Segja stöðvun gjaldheimtu vera óskynsamlega og ferðaþjónustunni í óhag Landeigendafélag Reykjahlíðar biðlar til ferðaþjónustufyrirtækja að fara ekki með hópa á hverasvæðin austan Námafjalls og við Leirhjnúk. 21. júlí 2014 17:54 Sveitarstjóri hyggst taka gjald af ferðamönnum á meðan ríkið borgar uppbygginguna Skútustaðahreppur fékk 10 milljóna styrk til að laga göngustíga í landi Reykjahlíðar. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, er forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. 3. júní 2014 07:00 Gjaldtaka hafin á tveimur svæðum austan Mývatns Átta hundruð krónur kostar til að líta náttúruperlurnar augum. 19. júní 2014 10:07 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Landeigendur tapa tugum milljóna Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. 16. ágúst 2014 13:00
Lögbann á gjaldtöku við Leirhnjúk og Námaskarð Gjaldtaka hófst á svæðinu þann 18. júní síðastliðinn og voru ferðamenn rukkaðir um 800 krónur (5 evrur) á hvorn stað fyrir sig. 17. júlí 2014 12:08
Segja stöðvun gjaldheimtu vera óskynsamlega og ferðaþjónustunni í óhag Landeigendafélag Reykjahlíðar biðlar til ferðaþjónustufyrirtækja að fara ekki með hópa á hverasvæðin austan Námafjalls og við Leirhjnúk. 21. júlí 2014 17:54
Sveitarstjóri hyggst taka gjald af ferðamönnum á meðan ríkið borgar uppbygginguna Skútustaðahreppur fékk 10 milljóna styrk til að laga göngustíga í landi Reykjahlíðar. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, er forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. 3. júní 2014 07:00
Gjaldtaka hafin á tveimur svæðum austan Mývatns Átta hundruð krónur kostar til að líta náttúruperlurnar augum. 19. júní 2014 10:07