Solskjær: Svíþjóð hefur Zlatan, Danir hafa Laudrup en Ísland hefur Eið Smára Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 12:19 Ole Gunnar Solskjær og Eiður Smári með treyju númer 22. mynd/moldefk Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, er vægast sagt kátur með að hafa landað Eiði Smára Guðjohnsen á eins árs samning en Eiður skrifaði undir við liðið í dag og æfði í fyrsta sinn með nýjum liðsfélögum sínum í morgun. Solskjær þekkir Eið Smára úr ensku úrvalsdeildinni þar sem Norðmaðurinn spilaði með Manchester United á sama tíma og Eiður var á mála hjá Chelsea. „Svíþjóð hefur Zlatan, Danir hafa Michael Laudrup og Ísland hefur Eið Smára,“ segir Solskjær í viðtali við rbnett.no.Sjá einnig:Eiður: Verður að svara þegar maður eins og Ole Gunnar hringir Þessir þrír fótboltasnillingar sem Norðmaðurinn telur upp eiga allir það sameiginlegt að hafa spilað fyrir Barcelona. „Eiður varð Englandsmeistari með Chelsea og vann Meistaradeildina með Barcelona. Við erum að fá mann með magnaða ferilskrá,“ segir Solskjær. „Hann spilaði með mönnum eins og Thierry Henry og Messi og var undir stjórn Pep Guardiola. Við eigum klárlega eftir að læra eitthvað af þessum manni.“ Eiður Smári og Solskjær hafa oft mæst á vellinum og þá spjallað saman en nú hringdi norski þjálfarinn í íslenska landsliðsmanninn til að fá hann í sínar raðir. „Eiður er enn hungraður og hefur mikið að spila fyrir. Hann er búinn að vera í íslenska landsliðinu í 20 ár sem er nú komið í lokakeppni. Hann verður auðvitað í liðinu í Frakklandi,“ segir Ole Gunnar Solskjær. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Eiður Smári genginn í raðir Molde Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi spilar í norsku úrvalsdeildinni út tímabilið. 12. febrúar 2016 10:15 Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, er vægast sagt kátur með að hafa landað Eiði Smára Guðjohnsen á eins árs samning en Eiður skrifaði undir við liðið í dag og æfði í fyrsta sinn með nýjum liðsfélögum sínum í morgun. Solskjær þekkir Eið Smára úr ensku úrvalsdeildinni þar sem Norðmaðurinn spilaði með Manchester United á sama tíma og Eiður var á mála hjá Chelsea. „Svíþjóð hefur Zlatan, Danir hafa Michael Laudrup og Ísland hefur Eið Smára,“ segir Solskjær í viðtali við rbnett.no.Sjá einnig:Eiður: Verður að svara þegar maður eins og Ole Gunnar hringir Þessir þrír fótboltasnillingar sem Norðmaðurinn telur upp eiga allir það sameiginlegt að hafa spilað fyrir Barcelona. „Eiður varð Englandsmeistari með Chelsea og vann Meistaradeildina með Barcelona. Við erum að fá mann með magnaða ferilskrá,“ segir Solskjær. „Hann spilaði með mönnum eins og Thierry Henry og Messi og var undir stjórn Pep Guardiola. Við eigum klárlega eftir að læra eitthvað af þessum manni.“ Eiður Smári og Solskjær hafa oft mæst á vellinum og þá spjallað saman en nú hringdi norski þjálfarinn í íslenska landsliðsmanninn til að fá hann í sínar raðir. „Eiður er enn hungraður og hefur mikið að spila fyrir. Hann er búinn að vera í íslenska landsliðinu í 20 ár sem er nú komið í lokakeppni. Hann verður auðvitað í liðinu í Frakklandi,“ segir Ole Gunnar Solskjær.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Eiður Smári genginn í raðir Molde Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi spilar í norsku úrvalsdeildinni út tímabilið. 12. febrúar 2016 10:15 Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Sjá meira
Eiður Smári genginn í raðir Molde Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi spilar í norsku úrvalsdeildinni út tímabilið. 12. febrúar 2016 10:15
Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30