Barnfjandsamleg æska Óttar Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2016 07:00 Með árunum hefur mér skilist hversu barnfjandsamleg æska mín var. Í Laugarnesskólanum var raðað í bekki eftir getu svo að hópur nemenda fór í tossabekk. Mikið var um ærsl og stríðni (einelti) á skólalóðinni í frímínútunum. Frægasti kennari skólans, stjórnandi barnatímans, var síðar úthrópaður sem barnaperri. Hjá Knattspyrnufélaginu Fram var skipað í lið eftir hæfileikum sem þýddi að margir lentu í C-liðinu. Börnum var aldrei skutlað heldur urðu að ganga í skólann. Strákarnir voru í smíði en stelpurnar í handavinnu. Foreldrar reyktu heima svo að börn fengu ómældan skerf af óbeinum reykingum. Margir fóru að vinna sem sendlar eða við blaðaútburð fyrir fullnaðarpróf (12 ára). Í heimanámi lærðu börn kvæði utanbókar. Nú er öldin önnur. Börnum er skipað af handahófi í bekkina svo að afburðanemandinn og tossinn ganga samstíga eftir menntaveginum. Ef einelti kemur upp er kallað á eineltisráðgjafa. Foreldrar sjá til þess að allir fái sæti í A-liðinu í fótbolta. Börnum er skutlað á glæsikerrum hvert sem þau þurfa að fara. Ekkert foreldri reykir innanhúss. Foreldrar sem leyfa barni sínu að vinna eru umsvifalaust kærðir til barnaverndarnefndar. Handmenntin er sameiginleg svo að enginn fái þá grillu í höfuðið að kynin séu ólík. Búið er að útrýma öllu kvæðastagli. Mér féll allur ketill í eld þegar ég heyrði á dögunum að íslenskum börnum hefði aldrei liðið jafn illa. Fjöldi barna kemst ekki í skólann vegna kvíða. Þau verða að eyða deginum í þroskandi tölvuleik í símanum sínum. Getur verið að þessi átakalausa, ofverndaða tilvera sé svona leiðinleg að blessuð börnin nenni ekki í skólann? Er nema von að maður klóri sér í skallanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun
Með árunum hefur mér skilist hversu barnfjandsamleg æska mín var. Í Laugarnesskólanum var raðað í bekki eftir getu svo að hópur nemenda fór í tossabekk. Mikið var um ærsl og stríðni (einelti) á skólalóðinni í frímínútunum. Frægasti kennari skólans, stjórnandi barnatímans, var síðar úthrópaður sem barnaperri. Hjá Knattspyrnufélaginu Fram var skipað í lið eftir hæfileikum sem þýddi að margir lentu í C-liðinu. Börnum var aldrei skutlað heldur urðu að ganga í skólann. Strákarnir voru í smíði en stelpurnar í handavinnu. Foreldrar reyktu heima svo að börn fengu ómældan skerf af óbeinum reykingum. Margir fóru að vinna sem sendlar eða við blaðaútburð fyrir fullnaðarpróf (12 ára). Í heimanámi lærðu börn kvæði utanbókar. Nú er öldin önnur. Börnum er skipað af handahófi í bekkina svo að afburðanemandinn og tossinn ganga samstíga eftir menntaveginum. Ef einelti kemur upp er kallað á eineltisráðgjafa. Foreldrar sjá til þess að allir fái sæti í A-liðinu í fótbolta. Börnum er skutlað á glæsikerrum hvert sem þau þurfa að fara. Ekkert foreldri reykir innanhúss. Foreldrar sem leyfa barni sínu að vinna eru umsvifalaust kærðir til barnaverndarnefndar. Handmenntin er sameiginleg svo að enginn fái þá grillu í höfuðið að kynin séu ólík. Búið er að útrýma öllu kvæðastagli. Mér féll allur ketill í eld þegar ég heyrði á dögunum að íslenskum börnum hefði aldrei liðið jafn illa. Fjöldi barna kemst ekki í skólann vegna kvíða. Þau verða að eyða deginum í þroskandi tölvuleik í símanum sínum. Getur verið að þessi átakalausa, ofverndaða tilvera sé svona leiðinleg að blessuð börnin nenni ekki í skólann? Er nema von að maður klóri sér í skallanum.