Uppselt er á 47 sýningar af söngleiknum Mamma Mia! Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. febrúar 2016 08:00 Leikarahópurinn var léttur í lund í gær þegar ljósmyndari Fréttablaðsins leit inn á æfingu. vísir/Anton Brink Uppselt er á 47 sýningar á ABBA-söngleiknum heimsfræga Mamma Mia! sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu þann 11. mars. „Þetta er rosalegt, við höfum aldrei séð annað eins, þetta er algjörlega klikkað,“ segir Alexía Björg Jóhannesdóttir, kynningarfulltrúi Borgarleikhússins, alsæl með viðtökurnar. Þegar forsalan hófst þann 27. janúar var biðröð út á bílastæði og sló rafmagnið meira segja út í hverfinu. Þessa dagana er verið að hamast við að bæta aukasýningum við til að anna eftirspurninni. „Það er alveg greinilegt að Íslendingar eru mjög spenntir fyrir sólargleði- og glimmerbombu eins og Mamma Mia! er. Við höfum verið að bæta við aukasýningum og verðum með sýningar alla daga nema mánudaga, þetta er bara eins og West End í London. Fólk þarf að flýta sér ef það ætlar að tryggja sér miða,“ segir Alexía Björg létt í lund. Þó að mánuður sé í frumsýningu er eins og fyrr segir uppselt á 47 sýningar og enn verið að bæta við sýningum. „Til viðmiðunar, þegar Billy Elliot var frumsýndur þá var uppselt á 22 sýningar og hann endaði í 106 sýningum,“ bætir Alexía Björg við. Leikhúsið fer í sumarfrí um miðjan júní og hefjast sýningar aftur upp úr miðjum ágúst eftir frí. Sem stendur eru um 70 sýningar áætlaðar en þær gætu þó orðið fleiri. „Við munum sýna eins og lengi við getum.“ Alexía Björg segir að stemningin í leikhúsinu sé sérlega góð þessa dagana. „Það er frábær fílingur hjá okkur og nú er verið að æfa á fullu og undirbúa allt.“ Þá er búið að koma fyrir „spray tan“ klefa í leikhúsinu svo leikararnir nái sér í sólbrúnku fyrir frumsýningu. „Leikararnir eru byrjaðir að fara í „spray tan“, það er komin sumarstemning hérna,“ segir Alexía Björg og hlær. Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Uppselt er á 47 sýningar á ABBA-söngleiknum heimsfræga Mamma Mia! sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu þann 11. mars. „Þetta er rosalegt, við höfum aldrei séð annað eins, þetta er algjörlega klikkað,“ segir Alexía Björg Jóhannesdóttir, kynningarfulltrúi Borgarleikhússins, alsæl með viðtökurnar. Þegar forsalan hófst þann 27. janúar var biðröð út á bílastæði og sló rafmagnið meira segja út í hverfinu. Þessa dagana er verið að hamast við að bæta aukasýningum við til að anna eftirspurninni. „Það er alveg greinilegt að Íslendingar eru mjög spenntir fyrir sólargleði- og glimmerbombu eins og Mamma Mia! er. Við höfum verið að bæta við aukasýningum og verðum með sýningar alla daga nema mánudaga, þetta er bara eins og West End í London. Fólk þarf að flýta sér ef það ætlar að tryggja sér miða,“ segir Alexía Björg létt í lund. Þó að mánuður sé í frumsýningu er eins og fyrr segir uppselt á 47 sýningar og enn verið að bæta við sýningum. „Til viðmiðunar, þegar Billy Elliot var frumsýndur þá var uppselt á 22 sýningar og hann endaði í 106 sýningum,“ bætir Alexía Björg við. Leikhúsið fer í sumarfrí um miðjan júní og hefjast sýningar aftur upp úr miðjum ágúst eftir frí. Sem stendur eru um 70 sýningar áætlaðar en þær gætu þó orðið fleiri. „Við munum sýna eins og lengi við getum.“ Alexía Björg segir að stemningin í leikhúsinu sé sérlega góð þessa dagana. „Það er frábær fílingur hjá okkur og nú er verið að æfa á fullu og undirbúa allt.“ Þá er búið að koma fyrir „spray tan“ klefa í leikhúsinu svo leikararnir nái sér í sólbrúnku fyrir frumsýningu. „Leikararnir eru byrjaðir að fara í „spray tan“, það er komin sumarstemning hérna,“ segir Alexía Björg og hlær.
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira