Viðskipti erlent

Yfirvöld í Bretlandi grípa til aðgerða gegn kynbundnum launamun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Yfirvöld vonast til að með þessum aðgerðum megi útrýma kynbundnum launamun
Yfirvöld vonast til að með þessum aðgerðum megi útrýma kynbundnum launamun vísir/getty
Bresk fyrirtæki með yfir 250 starfsmenn munu frá og með árinu 2018 þurfa að gefa það út opinberlega hversu mikill munur er á launum og bónusum til starfsmanna.

Þessar nýju reglur eru liður í áformum bresku ríkisstjórnarinnar um að afnema kynbundinn launamun.

Að auki munu um 8000 atvinnurekendur um allt Bretland þurfa að skila inn upplýsingum um hversu marga karlmenn og hversu margar konur þeir eru með í hverju launaþrepi en þannig ætla yfirvöld að finna þau fyrirtæki sem hafa fáar konur í stjórnunarstöðum.

Ríkisstjórnin hyggst síðan setja upp opinberan gagnagrunn með upplýsingunum þar sem almenningur getur séð hvernig tiltekið fyrirtæki stendur varðandi kynbundinn launamun og fjölda kvenna í stjórnunarstöðum.

Yfirvöld vonast til að með þessum aðgerðum megi útrýma kynbundnum launamun þar sem það verði erfiðara fyrir fyrirtæki sem verði uppvís að slíku að ráða til sín vel menntað og gott starfsfólk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×