Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. febrúar 2016 13:40 Úr Reynisfjöru. mynd/jakob guðjohnsen „Náttúran hefur spilað stóran þátt í að breyta svæðinu. Fjaran hefur gefið eftir af ágangi sjávar og sjórinn gengur hærra upp en áður. Þar sem áður var óhætt er fólk nú í stórhættu,“ segir Jakob Guðjohnsen vettvangsstjóri hjá Superjeep.is í samtali við Vísi en ferðaþjónustufyrirtækið hefur ákveðið að taka Reynisfjöru út sem áfangastað hjá sér. Reynisfjara hefur verið í fréttum að undanförnu en fólk hefur ítrekað komist í hann krappan í fjörunni. Tvö banaslys hafa orðið í fjörunni á undanförnum tíu árum en árið 2007 lést bandarísk kona þar eftir að alda hrifsaði hana út með sér og í vikunni fórst fertugur maður frá Kína á sama hátt. Lögreglumenn standa vaktina í fjörunni næstu daga til að tryggja öryggi ferðamanna. „Þetta hefur verið endastöðin á suðurstrandartúrnum okkar. Við höfum keyrt þangað, snúið við og farið aftur í bæinn. Þetta er fallegur staður og margt að sjá þarna. Stuðlarnir eru tilkomumiklir og fjaran sem slík er frábær. Hún er klárlega staður sem maður vill fara með ferðamenn á en eins og staðan er núna þá er það ekki boðlegt,“ segir Jakob. Sem dæmi um stað sem gjörbreyst hefur að undanförnu nefnir hann hellinn þar sem lokasenan í kvikmyndinni Noah var tekin upp. Ekki sé langt síðan þar var algerlega óhætt að vera en nú þarf fólk að hafa varann á ætli það sé þangað inn. Jakob segir að með þessu sé fyrirtækið ekki að hnýta í aðra leiðsögumenn eða fólk sem fer þangað sjálft. „Það er vel hægt að fara þangað en þá þarf að bæta aðstöðuna. Það er eitt skilti þarna sem fæstir sjá sökum ríkjandi vindáttar líklega,“ segir Jakob. „Þarna ættu að vera fleiri skilti, betri merkingar þannig að fólk viti hvað það sé að fara út í og hvað beri að varast.“ „Það er svo ótrúlegt hvernig kerfið virkar. Fólk getur látist í umföngum án þess að nokkuð sé að gert en svo loksins þegar maður hagar viðskiptum sínum öðruvísi þá loksins áttar einhver sig á því hvað þarf að gera,“ segir hann að lokum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58 Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 „Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Náttúran hefur spilað stóran þátt í að breyta svæðinu. Fjaran hefur gefið eftir af ágangi sjávar og sjórinn gengur hærra upp en áður. Þar sem áður var óhætt er fólk nú í stórhættu,“ segir Jakob Guðjohnsen vettvangsstjóri hjá Superjeep.is í samtali við Vísi en ferðaþjónustufyrirtækið hefur ákveðið að taka Reynisfjöru út sem áfangastað hjá sér. Reynisfjara hefur verið í fréttum að undanförnu en fólk hefur ítrekað komist í hann krappan í fjörunni. Tvö banaslys hafa orðið í fjörunni á undanförnum tíu árum en árið 2007 lést bandarísk kona þar eftir að alda hrifsaði hana út með sér og í vikunni fórst fertugur maður frá Kína á sama hátt. Lögreglumenn standa vaktina í fjörunni næstu daga til að tryggja öryggi ferðamanna. „Þetta hefur verið endastöðin á suðurstrandartúrnum okkar. Við höfum keyrt þangað, snúið við og farið aftur í bæinn. Þetta er fallegur staður og margt að sjá þarna. Stuðlarnir eru tilkomumiklir og fjaran sem slík er frábær. Hún er klárlega staður sem maður vill fara með ferðamenn á en eins og staðan er núna þá er það ekki boðlegt,“ segir Jakob. Sem dæmi um stað sem gjörbreyst hefur að undanförnu nefnir hann hellinn þar sem lokasenan í kvikmyndinni Noah var tekin upp. Ekki sé langt síðan þar var algerlega óhætt að vera en nú þarf fólk að hafa varann á ætli það sé þangað inn. Jakob segir að með þessu sé fyrirtækið ekki að hnýta í aðra leiðsögumenn eða fólk sem fer þangað sjálft. „Það er vel hægt að fara þangað en þá þarf að bæta aðstöðuna. Það er eitt skilti þarna sem fæstir sjá sökum ríkjandi vindáttar líklega,“ segir Jakob. „Þarna ættu að vera fleiri skilti, betri merkingar þannig að fólk viti hvað það sé að fara út í og hvað beri að varast.“ „Það er svo ótrúlegt hvernig kerfið virkar. Fólk getur látist í umföngum án þess að nokkuð sé að gert en svo loksins þegar maður hagar viðskiptum sínum öðruvísi þá loksins áttar einhver sig á því hvað þarf að gera,“ segir hann að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58 Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 „Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58
Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30
„Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45
Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00