Viðskipti erlent

Aldrei fleiri vinnandi í Bretlandi

Sæunn Gísladóttir skrifar
31,4 milljónir manna voru við störf í Bretlandi á fjórða ársfjórðungi 2015.
31,4 milljónir manna voru við störf í Bretlandi á fjórða ársfjórðungi 2015. Vísir/AFP
Alls voru 74,1 prósent af íbúum Bretlands á vinnumarkaði á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, sem er hæsta hlutfall síðan mælingar hófust árið 1971, samkvæmt upplýsingum frá hagstofu Bretlands.

Á tímabilinu voru 31,4 milljónir manna við störf, eða hálf milljón fleiri en á sama tímabili árið áður. Atvinnuleysi mældist þó 5,1 prósent á tímabilinu og lækkaði ekki í takt við spár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×