Alltaf í megrun en léttist ekkert: Sjö atriði sem þú ert ekki að gera rétt Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2016 14:00 Góð ráð. vísir Á þessum árstíma eru nánast allir í megrun. Það þarf að koma sér í form fyrir sumarið og líta vel út. Það eru til allskonar aðferðir og sennilega er sú besta að stunda líkamsrækt. Mataræðið skiptir höfuðmáli og á síðunni Viral Thread er búið að taka saman lista yfir þau mistök sem fólk gerir þegar það reynir að létta sig. 1. „Ég má borða eins mikið af ávöxtum og ég vill, þeir eru hollir.“Þetta snýst alltaf um magn af kalóríum og það eru vissulega kalóríur í ávöxtum. Í sumum ávöxtum er mikill ávaxtasykur. 2. „Ég get ekki farið í ræktina fyrr en ég er orðin nægilega mjó.“Líkamsræktarstöðvar eru alls ekki bara fyrir fólk sem er fullkomið í vexti. Þær eru fyrir alla, alla sem vilja öðlast betri heilsu. 3. „Það eru engar kalóríur í vökva.“Mjög algengur misskilningur en í drykkjum eru oft gríðarlega margar kalóríur og eru sumir þeirra hreinlega mjög óhollir og fitandi. Kalóríumagnið í áfengi er t.d. mjög mikið. 4. „Ég las einhvers staðar að það væri mjög mikilvægt að vera með einn svindldag í viku.“Það er kannski mikilvægt að leyfa sér eitthvað eitt í viku en það er algjört bull að taka heilan dag í sukk. Það eina sem gerist ef þú tekur heilan sukkdag er að þér á eftir að langa miklu meira í óhollan mat daginn eftir og síða koll af kolli. 5. „Ég lyfti ekki lóðum, ég verð bara þyngri og þéttari við það.“Það er bara alls ekki rétt. Þú verður bara skorin og stinnari við það að lyfta þungum lóðum. Þú þarft að lyfta gríðarlega mikið alla daga vikunnar til að þetta byrji að hafa áhrif þyngd þína. Það er mjög erfitt að mæta á sig kílóum með því að lyfta lóðum, og þá sérstaklega fyrir konum. 6. „Kolvetni eru djöfullinn.“Það er einfaldlega ekki hægt að setja öll kolvetni undir sama hattinn. Kolvetni skiptast í tvo flokka, flókin og einföld kolvetni. Einföld kolvetni eru hvít hrísgrjón, hvítt brauð, bakkelsi og nammi. Flókin kolvetni er aftur á móti trefjaríkur matur eins og kál, brún grjón og margt fleira. Slík kolvetni eru mun hollari fyrir þig. 7. „Ég borða varla neitt en er samt að þyngjast.“Ef þú ert að þyngjast þá ertu líklega að borða of mikið, það er einfalt. Planaðu mataræðið vel og haltu utan um það með matardagbók. Þú átt að léttast ef þú borðar rétt og ekki of mikið. Heilsa Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Á þessum árstíma eru nánast allir í megrun. Það þarf að koma sér í form fyrir sumarið og líta vel út. Það eru til allskonar aðferðir og sennilega er sú besta að stunda líkamsrækt. Mataræðið skiptir höfuðmáli og á síðunni Viral Thread er búið að taka saman lista yfir þau mistök sem fólk gerir þegar það reynir að létta sig. 1. „Ég má borða eins mikið af ávöxtum og ég vill, þeir eru hollir.“Þetta snýst alltaf um magn af kalóríum og það eru vissulega kalóríur í ávöxtum. Í sumum ávöxtum er mikill ávaxtasykur. 2. „Ég get ekki farið í ræktina fyrr en ég er orðin nægilega mjó.“Líkamsræktarstöðvar eru alls ekki bara fyrir fólk sem er fullkomið í vexti. Þær eru fyrir alla, alla sem vilja öðlast betri heilsu. 3. „Það eru engar kalóríur í vökva.“Mjög algengur misskilningur en í drykkjum eru oft gríðarlega margar kalóríur og eru sumir þeirra hreinlega mjög óhollir og fitandi. Kalóríumagnið í áfengi er t.d. mjög mikið. 4. „Ég las einhvers staðar að það væri mjög mikilvægt að vera með einn svindldag í viku.“Það er kannski mikilvægt að leyfa sér eitthvað eitt í viku en það er algjört bull að taka heilan dag í sukk. Það eina sem gerist ef þú tekur heilan sukkdag er að þér á eftir að langa miklu meira í óhollan mat daginn eftir og síða koll af kolli. 5. „Ég lyfti ekki lóðum, ég verð bara þyngri og þéttari við það.“Það er bara alls ekki rétt. Þú verður bara skorin og stinnari við það að lyfta þungum lóðum. Þú þarft að lyfta gríðarlega mikið alla daga vikunnar til að þetta byrji að hafa áhrif þyngd þína. Það er mjög erfitt að mæta á sig kílóum með því að lyfta lóðum, og þá sérstaklega fyrir konum. 6. „Kolvetni eru djöfullinn.“Það er einfaldlega ekki hægt að setja öll kolvetni undir sama hattinn. Kolvetni skiptast í tvo flokka, flókin og einföld kolvetni. Einföld kolvetni eru hvít hrísgrjón, hvítt brauð, bakkelsi og nammi. Flókin kolvetni er aftur á móti trefjaríkur matur eins og kál, brún grjón og margt fleira. Slík kolvetni eru mun hollari fyrir þig. 7. „Ég borða varla neitt en er samt að þyngjast.“Ef þú ert að þyngjast þá ertu líklega að borða of mikið, það er einfalt. Planaðu mataræðið vel og haltu utan um það með matardagbók. Þú átt að léttast ef þú borðar rétt og ekki of mikið.
Heilsa Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira