Selja ferðir að leynilegum fossi í afrétti Hrunamannahrepps Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Þetta hlaðna sæluhús er á Steingrímsfjarðarheiði en Fréttablaðið hefur ekki tiltæka mynd af Heiðarárkofa í Hrunamannahreppi sem gera á upp með svipuðum hætti. vísir/pjetur Hrunamannahreppur ætlar að semja við félagið Secret Local Adventures um aðgang að fjallakofa og náttúruperlum í hreppnum. Þeir Egill Jóhannsson og Guðmann Unnsteinsson, sem báðir búa í Hrunamannahreppi, segja í bréfi til sveitarstjórnarinnar að ætlunin sé „að þjónusta ferðamenn í stuttar ævintýraferðir um náttúruperlur Hrunamannahrepps sem ekki er hægt að komast að nema á sérútbúnum bílum“, eins og segir í erindi þeirra. Þannig segja þeir Egill og Guðmann í bréfinu ætlunina að fara með gesti á „leynda staði sem eru ekki á leiðum annarra aðila sem aka um með ferðamenn“. Ferðamenn væru fræddir um sögu og náttúru svæðisins. „Gætt verður þess í hvívetna að vernda viðkvæma náttúru og umhverfi á afrétti Hrunamanna,“ er undirstrikað. Félagið óskar sérstaklega liðsinnis Hrunamannahrepps varðandi þrjá liði. Í fyrsta lagi vill það taka í fóstur gamlan hlaðinn gangnamannakofa sem nefnist Heiðarárkofi og er við Heiðarvatn. „Markmiðið er að færa hann í upprunalegt horf, halda honum við og nýta sem sögusafn,“ segir í bréfinu. Guðmann Unnsteinsson segir við Fréttablaðið að Heiðarárkofi sé í merkilega góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að vera kominn úr notkun. „Það er alls ekki svo langt síðan að menn gistu hér í eftirleitum. Þá settu þeir rollurnar undir sig og hrossin í endann til að hita upp,“ segir hann. Nánari upplýsinga varðandi gangnamannaferðir ætla þeir félagar einmitt að afla og óska aðstoðar hreppsins við það. Þetta verði síðan tengt við sögur um útilegumenn á borð við Fjalla-Eyvind. Að endingu óskar Secret Local Adventures eftir „að fá að merkja gönguleið frá vegarslóða að Búðarárfossi, um 400 metra leið og fá að fara með ferðamenn að þessari leyndu náttúruperlu á afréttinum sem fossinn er,“ segir í bréfinu sem lagt var fyrir á síðasta fundi sveitarstjórnar sem samþykkti að fela sveitarstjóranum að ganga til samninga við Secret Local Adventures um málið. „Hann er leyndur inni á afrétti,“ svarar Guðmann leyndardómsfullur spurður um staðsetningu Búðarárfoss. „Það eru mjög margir heimamenn sem vita ekki einu sinni af þessum stað, hann er svo falinn. Þetta er eiginlega algjör paradís. Við ætluðum eiginlega að hafa þetta eins leynt og hægt er.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Hrunamannahreppur ætlar að semja við félagið Secret Local Adventures um aðgang að fjallakofa og náttúruperlum í hreppnum. Þeir Egill Jóhannsson og Guðmann Unnsteinsson, sem báðir búa í Hrunamannahreppi, segja í bréfi til sveitarstjórnarinnar að ætlunin sé „að þjónusta ferðamenn í stuttar ævintýraferðir um náttúruperlur Hrunamannahrepps sem ekki er hægt að komast að nema á sérútbúnum bílum“, eins og segir í erindi þeirra. Þannig segja þeir Egill og Guðmann í bréfinu ætlunina að fara með gesti á „leynda staði sem eru ekki á leiðum annarra aðila sem aka um með ferðamenn“. Ferðamenn væru fræddir um sögu og náttúru svæðisins. „Gætt verður þess í hvívetna að vernda viðkvæma náttúru og umhverfi á afrétti Hrunamanna,“ er undirstrikað. Félagið óskar sérstaklega liðsinnis Hrunamannahrepps varðandi þrjá liði. Í fyrsta lagi vill það taka í fóstur gamlan hlaðinn gangnamannakofa sem nefnist Heiðarárkofi og er við Heiðarvatn. „Markmiðið er að færa hann í upprunalegt horf, halda honum við og nýta sem sögusafn,“ segir í bréfinu. Guðmann Unnsteinsson segir við Fréttablaðið að Heiðarárkofi sé í merkilega góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að vera kominn úr notkun. „Það er alls ekki svo langt síðan að menn gistu hér í eftirleitum. Þá settu þeir rollurnar undir sig og hrossin í endann til að hita upp,“ segir hann. Nánari upplýsinga varðandi gangnamannaferðir ætla þeir félagar einmitt að afla og óska aðstoðar hreppsins við það. Þetta verði síðan tengt við sögur um útilegumenn á borð við Fjalla-Eyvind. Að endingu óskar Secret Local Adventures eftir „að fá að merkja gönguleið frá vegarslóða að Búðarárfossi, um 400 metra leið og fá að fara með ferðamenn að þessari leyndu náttúruperlu á afréttinum sem fossinn er,“ segir í bréfinu sem lagt var fyrir á síðasta fundi sveitarstjórnar sem samþykkti að fela sveitarstjóranum að ganga til samninga við Secret Local Adventures um málið. „Hann er leyndur inni á afrétti,“ svarar Guðmann leyndardómsfullur spurður um staðsetningu Búðarárfoss. „Það eru mjög margir heimamenn sem vita ekki einu sinni af þessum stað, hann er svo falinn. Þetta er eiginlega algjör paradís. Við ætluðum eiginlega að hafa þetta eins leynt og hægt er.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent