Innlent

Kenna ferðamönnum ábyrga hegðun

Þórdís Valsdóttir skrifar
Aukin fræðsla verður við ferðamenn í nýrri markaðsherferð Íslandsstofu.
Aukin fræðsla verður við ferðamenn í nýrri markaðsherferð Íslandsstofu. Vísir/GVA
Íslandsstofa kynnti í gær nýja markaðsherferð þar sem breyttar áherslur miða að því að auka fræðslu við ferðamenn hérlendis.

Áður hefur áhersla slíkra markaðsherferða verið á því að minnka árstíðasveiflur og fleira en nú var ákveðið að fara þá leið að kenna ábyrga hegðun á Íslandi. „Þessi herferð er frábrugðin, því við erum meira að horfa inn á við. Nú horfum við til ferðamanna sem eru á landinu, þó meginmarkmiðið sé að auka áhuga og vitund um Ísland,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu.





Herferðin er eitt verkfæri inn í þá umræðu sem hefur verið um öryggi ferðamanna hérlendis að sögn Ingu Hlínar. „Markaðssetning er eitt tæki til að miðla fræðslu til ferðamanna og til þess að hafa áhrif á ferðahegðun,“ segir Inga Hlín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×