Sérstakt samband milli tóna og hreyfinga 18. febrúar 2016 10:45 Hver æfing er ný útgáfa. Hér er sú síðasta fyrir frumsýningu í Hörpu í kvöld klukkan 19 og önnur sýning verður klukkan 21. Vísir/Ernir Dansarinn Valgerður Rúnarsdóttir blæs ekki úr nös þó nýlokið sé hátt í klukkutíma æfingu á verkinu All Inclusive þar sem mikið hefur reynt á styrk hennar og fimi. Ásamt tónlistarmönnunum Tómasi og Vigni í dúóinu Mankan hefur hún tekið að sér að útlista verkið fyrir blaðamanni – sem reyndar horfði á síðasta kortérið og hreifst. All Inclusive er eitt þeirra þriggja dansverka sem eru á dagskrá Íslenska dansflokksins, Reykjavík Dance Festival og Sónar í kvöld. „Við semjum tónlistina í hvert skipti sem við flytjum verkið,“ segir Tómas. Valgerður segir það sama gilda um dansarana, þeir vinni hverju sinni útfrá tónlistinni. „Við spjöllum saman á okkar eigin tungumáli þó engin línuleg frásögn sé í verkinu og erum búin að koma okkur saman um tilfinningu í hverjum kafla fyrir sig,“ segir hún. „Já, það er ákveðinn tímarammi með mismunandi stemningar, en við erum frjáls innan hans,“ botnar Vignir. Tónlistin fer öll gegnum tölvur og ekki nóg með það, dansararnir eru líka með snjalltæki á sér sem stundum stjórna hljóðinu eftir því hver líkamsstaða dansaranna er. Þá elta hreyfingarnar ekki tóninn heldur öfugt, ef svo má að orði komast. „Við erum auðvitað vön að dansa eftir tónlist en með því að vinna svona verður alveg sérstakt samband milli tóna og hreyfinga,“ segir Valgerður sem tilheyrði Íslenska dansflokknum um tíma, en hefur undanfarin ár starfað erlendis og búið í Belgíu. Nú er hún flutt heim, dansar í Njálu og þessu verkefni með ÍD. „Við höfum unnið að þessu verki í rúma viku. Það er stutt ferli en mjög markvisst,“ segir hún. „Já, við Vignir höfum verið á æfingum alla daga og svo að vinna á nóttunni heima svo allt virki enn betur hjá okkur daginn eftir,“ bætir Tómas við. Valgerður segir algerlega frábært að vinna með stjórnandanum hinum slóvakíska Martin Kilvady sem dansar líka með hópnum á morgun. „Martin er sérhæfður í svona spuna innan ákveðins ramma og notar ákveðið tungumál. Þó ég hafi margra ára reynslu sem atvinnudansari þá er endalaust hægt að læra af fólki sem hefur jafn skýra sýn og hann,“ segir Valgerður. Dansverkið verður flutt á salargólfinu í Norðurljósum í mikilli nánd við áhorfendur, sem verða meðfram veggjunum og uppi á svölum. Valgerður hvetur fólk til að njóta augnabliksins. „Þegar farið er á tónleika er það til að verða fyrir hughrifum og hið sama gildir um þennan viðburð. Það verður fyrst og fremst gaman.“ Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Dansarinn Valgerður Rúnarsdóttir blæs ekki úr nös þó nýlokið sé hátt í klukkutíma æfingu á verkinu All Inclusive þar sem mikið hefur reynt á styrk hennar og fimi. Ásamt tónlistarmönnunum Tómasi og Vigni í dúóinu Mankan hefur hún tekið að sér að útlista verkið fyrir blaðamanni – sem reyndar horfði á síðasta kortérið og hreifst. All Inclusive er eitt þeirra þriggja dansverka sem eru á dagskrá Íslenska dansflokksins, Reykjavík Dance Festival og Sónar í kvöld. „Við semjum tónlistina í hvert skipti sem við flytjum verkið,“ segir Tómas. Valgerður segir það sama gilda um dansarana, þeir vinni hverju sinni útfrá tónlistinni. „Við spjöllum saman á okkar eigin tungumáli þó engin línuleg frásögn sé í verkinu og erum búin að koma okkur saman um tilfinningu í hverjum kafla fyrir sig,“ segir hún. „Já, það er ákveðinn tímarammi með mismunandi stemningar, en við erum frjáls innan hans,“ botnar Vignir. Tónlistin fer öll gegnum tölvur og ekki nóg með það, dansararnir eru líka með snjalltæki á sér sem stundum stjórna hljóðinu eftir því hver líkamsstaða dansaranna er. Þá elta hreyfingarnar ekki tóninn heldur öfugt, ef svo má að orði komast. „Við erum auðvitað vön að dansa eftir tónlist en með því að vinna svona verður alveg sérstakt samband milli tóna og hreyfinga,“ segir Valgerður sem tilheyrði Íslenska dansflokknum um tíma, en hefur undanfarin ár starfað erlendis og búið í Belgíu. Nú er hún flutt heim, dansar í Njálu og þessu verkefni með ÍD. „Við höfum unnið að þessu verki í rúma viku. Það er stutt ferli en mjög markvisst,“ segir hún. „Já, við Vignir höfum verið á æfingum alla daga og svo að vinna á nóttunni heima svo allt virki enn betur hjá okkur daginn eftir,“ bætir Tómas við. Valgerður segir algerlega frábært að vinna með stjórnandanum hinum slóvakíska Martin Kilvady sem dansar líka með hópnum á morgun. „Martin er sérhæfður í svona spuna innan ákveðins ramma og notar ákveðið tungumál. Þó ég hafi margra ára reynslu sem atvinnudansari þá er endalaust hægt að læra af fólki sem hefur jafn skýra sýn og hann,“ segir Valgerður. Dansverkið verður flutt á salargólfinu í Norðurljósum í mikilli nánd við áhorfendur, sem verða meðfram veggjunum og uppi á svölum. Valgerður hvetur fólk til að njóta augnabliksins. „Þegar farið er á tónleika er það til að verða fyrir hughrifum og hið sama gildir um þennan viðburð. Það verður fyrst og fremst gaman.“
Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira