Viðskipti erlent

OECD lækkar hagvaxtaspá sína

Sæunn Gísladóttir skrifar
Angel Gurría er framkvæmdastjóri OECD.
Angel Gurría er framkvæmdastjóri OECD. Vísir/EPA
Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur lækkað hagvaxtaspá sína fyrir árið 2016 úr 3,3 prósent í 3 prósent. Forsvarsmenn stofnuarinnar segja viðskipti, fjárfestingu og launaþróun vera of veika um þessar mundir og að lækkun stýrivaxta hafi ekki skilað sér nóg.

Stýrivextir hafa verið lækkaðir víðsvegar um heiminn í von um að auka lántöku og fjárfestingu. Stýrivextir eru í lægstu lægðum í mörgum löndum, meðal annars í Bretlandi.

OECD hefur lækkað hagvaxtaspá sína úr 2,5 prósent í 2 prósent fyrir Bandaríkin, og úr 2,4 prósent í 2,1 prósent fyrir Bretland. Stofnunin hefur ekki breytt hagvaxtaspánni fyrir Kína, en spáð er 6,5 prósent hagvexti þar í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×