Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2016 16:23 Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni um síðustu helgi. mynd/gylfi blöndal Friðrik Jónas Friðriksson, rafvirki og formaður svæðistjórnar Björgunarsveitar Hornafjarðar, var fyrstur á vettvang í Jökulsárlóni upp úr klukkan fjögur þar sem á milli fjörutíu og fimmtíu ferðamenn voru komnir langt út á ísjaka.Fyrstu fregnir bentu til þess að ferðamennirnir væru strandaglópar en svo reyndist ekki vera. Þeir reyndust ætla að skoða seli og fóru í land þegar þeir var bent á hve hættulegt geti verið að vera úti á ísnum. Jónas lýsir því þannig að hann hafi verið staddur skammt frá þegar kallið barst en hringt hafði verið í neyðarlínuna vegna málsins. Þegar Jónas mætti á svæðið blöstu ferðamennirnir við honum, komnir langt út á ísinn.Fleiri hundruð ferðamanna á svæðinu „Þetta voru erlendir ferðamenn sem voru að rölta út á lónið sem er ísilagt að hluta. Þeir voru að reyna að komast að um þrjátíu selum sem voru þarna,“ segir Jónas. Hann hafi strax gengið í að koma fólkinu af jakanum en um 200-300 metrar eru frá landi og að þeim stað þar sem selirnir voru að spóka sig. Fólkið hafi látið segjast. „Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er. Það er heiðskírt, stafalogn og sól. Það er dásamlegt að vera hérna,“ segir Jónas. Fyrir utan ferðamennina 40-50 úti á jakanum hafi örugglega í kringum 300 verið í landi.Engin skilti en stendur til Veitingaaðstaða á svæðinu er opin en annars eru engir starfsmenn á svæðinu. Þá eru engar merkingar á svæðinu sem bendi á hve hættulegt geti verið að fara út á ísinn. „Mér skilst að það sé komið í ferli hjá lögreglu,“ segir Jónas og öskraði svo vel heyrðist í símann: „Halló“ og gaf ferðamönnum bendingu um að fara ekki út á ísinn. Aðspurður sagðist hann ekki ætla að standa vaktina fram á kvöld. „Lögreglan er á leiðinni. Ég læt hana um það,“ sagði Jónas í léttum tón. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Friðrik Jónas Friðriksson, rafvirki og formaður svæðistjórnar Björgunarsveitar Hornafjarðar, var fyrstur á vettvang í Jökulsárlóni upp úr klukkan fjögur þar sem á milli fjörutíu og fimmtíu ferðamenn voru komnir langt út á ísjaka.Fyrstu fregnir bentu til þess að ferðamennirnir væru strandaglópar en svo reyndist ekki vera. Þeir reyndust ætla að skoða seli og fóru í land þegar þeir var bent á hve hættulegt geti verið að vera úti á ísnum. Jónas lýsir því þannig að hann hafi verið staddur skammt frá þegar kallið barst en hringt hafði verið í neyðarlínuna vegna málsins. Þegar Jónas mætti á svæðið blöstu ferðamennirnir við honum, komnir langt út á ísinn.Fleiri hundruð ferðamanna á svæðinu „Þetta voru erlendir ferðamenn sem voru að rölta út á lónið sem er ísilagt að hluta. Þeir voru að reyna að komast að um þrjátíu selum sem voru þarna,“ segir Jónas. Hann hafi strax gengið í að koma fólkinu af jakanum en um 200-300 metrar eru frá landi og að þeim stað þar sem selirnir voru að spóka sig. Fólkið hafi látið segjast. „Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er. Það er heiðskírt, stafalogn og sól. Það er dásamlegt að vera hérna,“ segir Jónas. Fyrir utan ferðamennina 40-50 úti á jakanum hafi örugglega í kringum 300 verið í landi.Engin skilti en stendur til Veitingaaðstaða á svæðinu er opin en annars eru engir starfsmenn á svæðinu. Þá eru engar merkingar á svæðinu sem bendi á hve hættulegt geti verið að fara út á ísinn. „Mér skilst að það sé komið í ferli hjá lögreglu,“ segir Jónas og öskraði svo vel heyrðist í símann: „Halló“ og gaf ferðamönnum bendingu um að fara ekki út á ísinn. Aðspurður sagðist hann ekki ætla að standa vaktina fram á kvöld. „Lögreglan er á leiðinni. Ég læt hana um það,“ sagði Jónas í léttum tón.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55